Fréttablaðið - 18.09.2004, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 18.09.2004, Blaðsíða 42
Leikkonan María Ellingsen sýnir stöðugt á sér nýjar hliðar. Við höf- um séð hana í íslenskum og bandarískum kvikmyndum, á leiksviði, í blaðamennsku og við þáttagerð í ljósvakamiðlum. Og enn sýnir María nýja hlið þegar hún sest í leikstjórastólinn og stýrir uppfærslu á Úlfhamssögu, einni magnaðri fornaldarsögu sem aðeins hefur varðveist í rím- um frá 14. öld. Sýning er færð upp í Hafnarfjarðarleikhúsinu en undirbúningur hefur staðið í hátt á þriðja ár. Það var svo í vor sem María hélt leiksmiðju í tvær vik- ur, þar sem hún valdi leikara sem henni fannst tilvaldir til þess að vinna eftir aðferðum frumskap- andi leikhúss. „Þekktasti hópurinn sem vinn- ur eftir þessari aðferð er Theater Complicité,“ segir María. „Út- gangspunkturinn er ekki leikrit sem hefur verið skrifað, heldur getur verið hvað sem er, til dæm- is borð, mynd, eða ljóð. Þaðan er síðan hugmyndin látin kvikna og hópurinn spinnur sig áfram þar til til verður heil sýning. Okkar byrjunarreitur var Úlf- hamsrímur. Hugsanlega hefur þetta upphaflega verið saga en hefur aðeins varðveist sem rímur, þannig að útgangspunkturinn okkar var ekki bók, eða leikgerð, eða leikrit, heldur sungið sögu- ljóð. Það er mjög vel samið og virðist sem einn höfundur hafi samið það, vegna þess að það er mjög úthugsað. Á yfirborðinu er sagan í ljóðinu skemmtun og ævintýri, en undir niðri er dýpt og innsæi. Við höfðum því heilmik- inn grunn til þess að standa á með þessa sögu.“ Hef treyst mikið á tilfinninguna Sagan kom upp í hendur Maríu eftir að hún rakst á umfjöllun um hana eftir að Aðalheiður Guð- mundsdóttir skrifaði um hana doktorsritgerð, eftir margra ára rannsóknir. „Þannig opnaði hún söguna, setti rímuna yfir á nú- tímamál, gerði hana aðgengilega, auk þess að greina hana og túlka. Mér fannst þetta strax vera leiksýning. Ég fann mjög fljótt fyrir taktinum, söngnum og dans- inum í henni. Sjálf er ég Færey- ingur og kannski var það þess vegna sem ég tengdi söguna strax við þá hefð að hópur segir sögu í gegnum dans. Ég var stödd í Færeyjum á þessum tíma þar sem ég fór á tón- leika hjá ungri stúlku sem var berfætt að syngja trúarljóð. Söng- urinn var svo tær að ég var sann- færð um að þetta væri sú rödd sem ég vildi hafa í sýningunni. Stúlkan hét Eivör Pálsdóttir og ég dreif í að hringja í hana. Hún var þá stödd á flugvellinum á leið til Íslands og sagðist bara koma í kaffi til mín seinni part dagsins – sem hún og gerði. Það má segja að ég hafi treyst mjög mikið á tilfinninguna fyrir þessu verkefni. Næst rakst ég á dansblað frá Finnlandi. Á einni síðunni var mynd af fólki í sokka- buxum og táskóm en á næstu opnu var mynd af manni sem var að hlaupa nakinn úti í skógi. Ég komst að því að þetta var Reijo Kela tilraunadansari sem kallar sig stundum umhverfisdansara, vegna þess að hann kýs oft að vinna út frá rýminu sem þá er jafnvel utandyra. Ég hringdi í hann og spurði hvort hann væri nokkuð geðveikur eða alkóhólisti. Hann hló og sagði svo ekki vera. Þá spurði ég hvort hann væri til í að slást í hópinn sem væri að undirbúa Úlfhamssögu. Ég vissi ekki þá að hann er ríkislistamað- ur, á launum við að dansa alla ævi. Hann er þjóðargersemi. Ég er ekkert viss um að ég hefði þorað að hringja í hann, hefði ég vitað það. En hann var til. Til þess síðan að fá myndræna þáttinn hringdi ég í Snorra Frey Hilmarsson leik- myndahönnuð. Næsta skref var að fjármagna fyrirtækið. Á meðan byrjuðum við fjögur að hittast á vinnufund- um, þar sem hvert okkar kom með sína nálgun. Snorri sat með teikni- blokkina, Reijo fór að hreyfa sig, Eivör að heyra tóna og ég að sjá fyrir mér senur. Ég vildi að við skrifuðum verkið í hring, en ekki þannig að ég skrifaði og hin myndskreyttu. Hins vegar tók mun lengri tíma að fjármagna sýninguna en ég hélt. Það tók tvö og hálft ár. Í millitíðinni eignaðist ég barn, Eivör varð fræg og Snorri var gleyptur af Latabæ. Samt var hringurinn smám saman að stæka. Gréta María Bergsdótt- ir dramatúrg hefur unnið með mér að uppbyggingu verksins og síðastliðið vor kom Andri Snær Magnason inn í samstarfið til þess að skrifa sjálft sviðsverkið út frá hugmyndum okkar. Þá kom leik- hópurinn inn til að byrja að vinna tungumál og andrúmsloft sýning- arinnar. Reijo lét þau hreyfa sig inni og úti, Eivör lét þau spinna tónlist og síðan notaði ég þær að- ferðir sem ég lærði í New York til þess að vinna út frá.“ Kvenímyndin fór í taugarnar á mér María lærði leiklist við Ex- perimental Theatre Wing í New York-háskóla. „Sú tegund af leik- húsvinnu sem ég er að vinna með í Úlfhamssögu er af því tagi sem við lærðum mest um í þessu fjög- urra ára námi,“ segir María. Það má því segja að hún sé loksins komin á þann stað sem hún ætlaði sér þegar hún hóf námið. Í milli- tíðinni hefur hún þó ekki setið auðum höndum. Eftir námsárin fjögur kom María heim til Íslands og starfaði í Þjóðleikhúsinu í tvö ár, þar til því var lokað vegna viðgerða. Þá rétt brá hún sér af bæ, fór til New York til þess að vinna sem aðstoð- arleikstjóri og fara í nokkrar prufur en endaði í Kaliforníu í fjögur ár þar sem hún lék í ýms- um kvikmyndum og þáttaröðinni Santa Barbara. En það var síður en svo að María missti fótanna við að vera komin í glysborgina Hollywood, heldur hélt hún sinni íslensku jarðfestu og bjó í litlum kofa úti í skógi á hestabúgarði. „Mér gekk mjög vel og umboðs- menn mínir voru mjög fúlir þegar ég fór heim til Íslands. Ég fór ekki svo í prufu að ég fengi ekki ein- hver viðbrögð,“ segir María en hún ákvað samt að koma heim. „Það var ákaflega gaman að fara í gegnum þetta en það háði mér hvað ég er djúpþenkjandi, al- vörugefin og pólitísk. Kven- ímyndin í bíómyndum fór í taug- arnar á mér og ég var fljótlega orðin upptekin af alls konar mál- efnum sem eiga ekki upp á pall- borðið í þessum heimi. Ég var líka 30 18. september 2004 LAUGARDAGUR María Ellingsen hefur kannað marga heima, frá New York til Hollywood til Íslands, frá því að vera áhyggjulaus ungstjarna til þess að vera móðir. Líf hennar einkennist af stöðugum breyting- um og sífellt nýjum áskorunum. Nú er hún sest í leikstjórastólinn. Djúpþenkjandi, alvörugefin og pólitísk FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R O G E .Ó L.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.