Fréttablaðið - 18.09.2004, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 18.09.2004, Blaðsíða 53
LAUGARDAGUR 18. september 2004 Ve trar sól 24 .990 kr. Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 Fyrstir koma - fyrstir fá! Alicante Beint leigu- flug me› Icelandair í allan vetur! Sumarhúsa- eigendur og a›rir farflegar til Spánar! Tilbo› 6., 19. og 29. okt. 9. nóv. og 18. des Flug fram og til baka með flugvallarsköttum. Verð miðast við að bókað sé á Netinu, ef bókað er í síma eða á skrifstofu bætast 1.500 kr. við hverja bókun. Tilvali› tækifæri til a› stytta veturinn. Netverð frá Það verður grimmd í leiknum Riðlakeppni Evrópukeppninnar í körfubolta er komin á fullt skrið. Sigurður Ingimundarson býst við hörðum leik gegn Rúmenum enda sigur mikilvægur fyrir bæði lið og með tapi eru möguleikar íslenska liðsins nánast úti. KÖRFUBOLTI Riðlakeppni í B-deild Evrópukeppninar er nú í fullum gangi. Keppnin er með breyttu sniði að þessu sinni og í stað for- keppni, milliriðlakeppni og úr- slitakeppni, er leikið í tveimur deildum, A- og B-deild. Tuttugu og fjögur bestu lið Evrópu eru í A- deild en Íslendingar leika, ásamt Rúmenum og Dönum, í A-riðli B- deildar. Íslenska liðið hefur verið á bil- inu í 24.-26. sæti í Evrópu og eygir nú von um að vinna sig upp úr B- deild og komast í hóp þeirra bestu. Íslendingar hafa þegar leikið einn leik, töpuðu gegn Dönum á útivelli með tíu stiga mun. Það er þó raun- hæft markmið að vinna Dani með meiri mun á heimavelli en sá leik- ur fer fram eftir eitt ár. Jón Arnór Stefánsson, leikmaður Dynamo St. Petersburg í Rússlandi, leikur sinn fyrsta leik á innlendri grundu eftir dvöl sína hjá Dallas Maver- icks. Fólki gefst því tækifæri til að líta þennan öfluga leikmann aug- um í Keflavík á morgun. Ein breyting á liðinu Sigurður Ingimundarson, þjálfari landsliðsins, gerir sér grein fyrir mikilvægi leiksins. „Við gerum okkur allir grein fyrir mikilvægi leiksins og hann er því okkur huglægur. Við leggjum mik- ið á okkur til að ná fram hagstæð- um úrslitum“ sagði Sigurður. Sigurður hefur gert eina breyt- ingu á liðinu frá síðasta leik en Friðrik Stefánsson tekur sæti Ei- ríks Önundarsonar í liðinu. „Tveir helstu menn Rúmena eru stórir sterkir strákar sem skora mikið undir körfunni og þar ber helst að nefna Virgil Stanescu. Við munu leggja mikla áherslu á að hægja á honum. Það mun reynast okkur auðveldara með tilkomu Frið- riks. Þannig getum við líka leyft okkur ýmislegt fleira í vörninni og getum tekið meiri áhættu og farið framar á völlinn.“ Harður leikur Rúmenar léku nýlega við Dani og töpuðu með einu stigi. Sig- ur í leiknum við Íslend- inga er þeim lífsnauðsyn- legur og má búast við hörkuleik. „Leikurinn v e r ð u r mjög harð- ur, það verður grimmd í honum og þetta er líka úrslitaleikur fyrir þá. Það verður væntan- lega svaka fjör allan leikinn og hlutirnir sem voru í ólagi gegn Dönum verða í lagi. Við vitum upp á okkur sökina þar og það klikkar ekki á nýjan leik.“ Hár staðall af körfubolta Páll Axel Vilbergsson, leikmaður Grindvíkinga, var valinn besti leik- maður Intersport- deildarinnar á síð- asta tímabili. Hann segir það tvennt ólíkt að leika með Grind- víkingum og landsliðinu. „Í landsliðshópnum eru 12 firnasterkir leikmenn og maður getur ekki verið að gera sömu hlutina og með Grindavík, skjóta alltaf þegar maður fær boltann og gefa hann ekki heilu sóknirnar,“ segir Páll Axel og skellir upp úr. „Maður verður bara að aðlagast leikstílnum og það hefur gengið vel.“ Skyldusigur gegn Rúmenum Páll segir mikilvægt að vinna Rúmena til þess að þurfa ekki að treysta á úrslit annarra leikja. „Þetta er skyldusigur fyrir okkur. Ef við vinnum ekki er þetta farið úr okkar hönd- um og þá þurfum við að treysta á Guð og lukk- una. Sigur þýðir hins vegar að við þurfum ekki að treysta á aðra leiki. Við vinnum Rúm- ena úti, Dani heima með meira en tíu stigum og þá erum við komnir áfram,“ sagði Páll Axel og bætti við að hann ætti ekki von á jafn sveiflukenndum leik og í tapinu gegn Dönum. „Þetta er bara körfu- boltinn. Þegar menn eru komnir á svona háan staðal í íþróttinni þá má búast við 15 stiga sveiflum til eða frá“ sagði Páll Axel Vilbergs- son, leikmaður íslenska landsliðs- ins. Leikurinn fer fram í íþrótta- húsinu í Keflavík og hefst kl. 16. Hægt er að mæta fyrr og hlýða á lifandi tóna frá hljómsveitinni Á Móti Sól sem mun skemmta fólki fyrir leik. smari@frettabladid.is FYRIRLIÐI Páll Axel Vilbergsson er fyrirliði íslenska landsliðsins sem mætir Rúmenum í Keflavík á morgun. Fréttablaðið/Vilhelm Lélegasta knattspyrnulið Noregs er fundið en það er Baufil/Haddal: Lið með markatöluna 8-202 FÓTBOLTI Vikublaðið Vesturpóstur- inn í Noregi hefur útnefnt 6. deild- ar lið Baufil/Haddal sem versta knattspyrnulið Noregs. Keppnin um þennan titil var ekki ýkja hörð því á dögunum tapaði Baufil/Had- dal 0-16 gegn Kvamsey og í þeim leik fékk liðið á sig tvöhundrað- asta markið á leiktíðinni. Það kemur fólki væntanlega ekki mik- ið á óvart að félagið hefur tapað öllum 16 leikjum sínum til þessa og markatalan er 8-202. Félagið hefur þó heitið því að klára mótið þrátt fyrir mótbyrinn. „Við höfum lofað hvor öðrum að við munum ekki draga liðið út úr keppni. Við viljum ekki borga þá sekt sem því fylgir,“ sagði einn leikmanna liðsins, Hans Christian Ödegard og bætti við: „Þótt það sé ekkert gaman að tapa svona oft og svona stórt þá verð- um við bara að taka því. Það væri enn aumara að hætta áður en mótið er búið.“ Í norsku 6. deildinni eru nokkur önnur lið sem eru enn án sigurs en ekkert þeirra nálgast marka- tölu Baufil/Hadda. Lið Innra- Austlands hefur reyndar hræði- lega markatölu, 25-143, en því hef- ur þó tekist að kreista fram einn sigur og næla sér í þrjú jafntefli og er því ekki alls varnað eins og vinum okkar hjá Baufil/Hadda. Við óskum þeim hjartanlega til hamingju með tilnefninguna. NÓG KOMIÐ Vince Carter þykir Toronto ekki líklegt til stórræðanna næstu árin og vill fara annað. NBA-deildin í körfu: Carter vill frá Toronto KÖRFUBOLTI Stórstjarna Toronto Raptors í bandarísku NBA-körfu- boltadeildinni, Vince Carter, vill fara frá félaginu sem fyrst en hann hefur fengið nóg af metnað- arleysi stjórnar liðsins. Hefur stjórnin um árabil verið að byggja upp liðið en Carter telur sig ekki hafa tíma til að bíða árangurs af því starfi. Hann vill titil og vill hann áður en það verður um sein- an. Carter er 27 ára gamall og er ein skærasta stjarnan í banda- ríska körfuboltanum. EKKI Í FYRSTA SINN Sjöttu deildar lið Baufil/Haddal hefur fengið á sig 202 mörk í sextán leikjum í sumar og allir leikir liðsins hafa tapast. Þeir eru því vanir að sækja boltann í netið. Reykjanesmótið í körfu: Njarðvík og Grindavík KÖRFUBOLTI Það verða lið Njarðvíkur og Grindavíkur sem mætast í úrslitaleik Reykjanesmótsins í körfubolta en það var ljóst eftir þriðju umferð lauk í Njarðvík í fyrrakvöld. Keflvíkingar misstu af úrslita- leiknum með því að tapa 80–86 fyrir frísku liði Hauka þar sem að Njarðvík vann lið Grindavík 78–77 í seinni leik kvöldsins en liðin spiluðu ekki með landsliðsmenn sína í þessum leikjum. Úrslitaleikirnir fara fram á Ásvöllum á mánudaginn, Keflavík og Haukar spila um þriðja sætið klukkan 17.00 og síðan mætast lið Njarðvíkur og Grindavíkur í úrslitaleiknum klukkan 19.00. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.