Fréttablaðið - 18.09.2004, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 18.09.2004, Blaðsíða 55
LAUGARDAGUR 18. september 2004 Láttu drauminn rætast í rúmi frá Stearns & Foster L a n g h o l t s v e g i 1 1 1 • 1 0 4 R e y k j a v í k • S í m i 5 6 8 7 9 0 0 A f g r e i ð s l u t í m i v i r k a d a g a k l . 1 1 – 1 8 . o g l a u g a r d a g a k l . 1 1 – 1 4 . Bandarísku hágæðarúmin frá Stearns & Foster eru heimsþekkt á meðal vandlátra kaupenda fyrir gæði og glæsileika. Rúmin eru hönnuð fyrir fólk sem vill aðeins hið besta. Þau veita réttan stuðning og tryggja vellíðan á hverri nóttu með sérhönnuðu gormakerfi, bólsturslögum og einstökum frágangi. Bandarísku neytendasamtökin hafa í mörg ár útnefnt rúmin frá Stearns & Foster sem „bestu kaupin“. Hágæðarúm frá Stearns & Foster Frá einu virtasta tískuhúsi Frakklands: Rúmteppi, sængurverasett, lök, handklæði, frottésloppar, ilmsápur, ilmkerti, ilmvatn o.fl. Þótt miðbæjarrotturnar í 101 hafi stundum uppi illkvittnislega for- dóma um úthverfin er staðreynd að úthverfafólkið er æði. Þar býr í sátt og samlyndi þverskurðurinn af þjóðfélaginu; allt frá heila- skurðlæknum, flugstjórum, prest- um, rokkstjörnum, forstjórum, leikurum, búðarkonum og öskuköllum, og allir hafa hvergi fundið sinn raunverulega sama- stað fyrr en í úthverfaparadísinni. Enginn veit þetta betur en íbúarn- ir sjálfir sem nú fagna komu haustsins í hverju úthverfinu á fætur öðru. Í gær héldu Breiðhyltingar sína árlegu hausthátíð en í dag er það Árbær og hið splunkunýja Grafarholt sem slá saman í haust- hátíð. Markmið hátíðahaldanna er að sameina íbúa hverfanna og skapa þeim tækifæri til að hittast og skemmta sér og öðrum. Dagskráin hefst snemma morguns og stendur allan daginn; bæði við nýja þjónustukjarnann Ásinn, í Árbæjarkirkju og við Fylkissvæðið. Skrúðganga fer um hverfið, fjölskyldumessa verður í Árbæjarkirkju, gervigrasvöllur Fylkis verður vígður með stórleik Fylkis og KR í úrvalsdeild karla, þar verða og spennandi tónleikar, hoppukastalar og kynning á tóm- stundum í hverfinu, og um allan Árbæ verður nóg af pítsum og Pepsí, skúffukökum og mjólk, pulsum og sælgæti handa öllum. Hátíðinni lýkur með glæsilegu lokaballi í Fylkishöll um kvöldið þar sem Jónsi og félagar Í svört- um fötum sjá um að Árbæingar dilli sér og skemmti fram á nótt. ■ Hvernig fer eiginlega Þorfinnur Ómarsson að því að púsla saman heilli viku niður í klukkustundar langan útvarpsþátt? „Það er auðvitað ákveðin kúnst og þarf að vera hæfileg blanda af ansi mörgu. Stundum tekst mér vel upp en stundum fer ekki eins vel og ég hafði ætlað. Oft hef ég náð í hina „fullkomnu“ viðmælendur en svo gufar það allt upp. Og stundum held ég að viðmælendurnir séu ekkert sérstakir en þá fara þeir á kostum og gera þáttinn ógleymanlegan.“ Þorfinnur hefur séð um laugar- dagsþáttinn Í vikulokin á Rás 1 und- anfarin sjö ár. Í sumar tók hann sér sumarfrí í fyrsta sinn, en aðalvinn- an hans er stjórnun MA-náms í blaðamennsku við Háskóla Íslands. „Nei, ég held að ég sé ekki búinn að vera of lengi við stjórnvölinn. Ef við horfum á fréttahaukana í 60 Minutes hafa þeir verið með þáttinn áratugum saman og láta engan bil- bug á sér finna. Maður þarf auðvit- að að hafa brennandi áhuga á vinn- unni því annars verður maður að hætta. Ég hef gleði af þessari þátta- gerð, eins og mér fannst líka gaman að fara aftur í sjónvarpið í sumar. Væri til í að fara með Vikulokin í sjónvarp.“ Uppáhaldsviðmælandi Þorfinns er Hallgrímur Helgason, sem einnig er dyggur hlustandi. „Annars stend- ur upp úr bein útsending frá Was- hington 1998, sem ég hafði undir- búið vikum saman. Daginn fyrir út- sendinguna leit dagsins ljós skýrsl- an um vindlaævintýri Clintons og Monicu. Því var ég allt í einu í bein- ni frá Washington með Jón Baldvin sem viðmælanda en hann var ekki einungis stuðningsmaður Clintons í pólitík heldur hafði fulla samúð með honum í einkalífinu. Líkti ástandinu við spænska rannsóknar- réttinn á miðöldum og úr var gert heilmikið mál. Það er alltaf gaman; þegar umræður þáttanna vinda upp á sig.“ Þorfinnur segist í framtíðinni vilja leyfa fleiri og ólíkari röddum að heyr- ast í þættinum; líka litla mannsins. „Ég mætti vera duglegri að finna þennan dæmigerða Jón Jónsson beint úr heita pottinum eða af Hlemmi. Maður á til að festast í sérfræðinga- samfélaginu en vitaskuld er litli mað- urinn á götunni fullfær um að vera málefnalegur líka.“ ■ Úthverfafólkið í hátíðarskapi Mætti vera duglegri að finna litla manninn ÞORFINNUR ÓMARSSON Þorfinnur Ómarsson hefur stýrt umræðunum Í vikulokunum síðastliðin sjö ár og tók sér sumarfrí í fyrsta sinn á þessu ári. Hann segir sumarleyfið hafa gefið sér fjarlægð á þáttinn og nú vilji hann gera meira af því að sjá út fyrir sérfræðinga- samfélagið þegar hann finnur sér viðmælendur. ■ ÚTVARP ■ HÁTÍÐ HAUSTHÁTÍÐ Í ÁRBÆ OG GRAFAR- HOLTI Árleg hausthátíð Árbæinga verður sett með pompi og prakt í dag og margt skemmtilegt er að gerast fram á kvöld. Jónsi og hljómsveitin Í svörtum fötum slíta dagskránni með stuðballi í Fylkishöll í kvöld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.