Fréttablaðið - 18.09.2004, Blaðsíða 57

Fréttablaðið - 18.09.2004, Blaðsíða 57
45LAUGARDAGUR 18. september 2004 Dansnámskeið hefst mánudaginn 20. sept. n.k Kenndir verða gömludansarnir, sérdansar ofl. kl. 20 - 21 byrjendur kl. 21 - 22 framhald kr. 6.000.- Barna- og unglinganámskeið hefst þriðjudaginn 21. sept. Kenndir verða gömludansarnir ásamt íslenskum og erlendum þjóðdönsum ofl. kl. 17.30 - 18 3 - 5 ára kr. 3.000.- kl. 18 - 18.45 6 - 8 ára kr. 4.500.- kl. 18.45 - 19.30 9 - 12 ára kr. 4.500.- kl. 19.30 - 20.15 unglingar kr. 4.500.- Þjóðdansafélag Reykjavíkur Álfabakka 14 A LÆRIÐ AÐ DANSA! TAKIÐ ÞÁTT Í DANSINUM! Þjóðdansar verða á fimmtudögum kl. 20 Dansaðir verða þjóðdansar frá ýmsum löndum. Aðgangur ókeypis. Opið hús verður á miðvikudögum kl. 20.30 Við dönsum gömludansana annan hvern miðvikudag. Aðgangur kr. 600.- kvöldið. Upplýsingar og skráning í síma 587 1616 og 567 5777 Kennt er í sal félagsins Álfabakka 14 Douglas A. Brotchie, organisti Háteigskirkju, leikur fimm stutt frönsk orgelverk á hið hljóm- mikla Klais-orgel í Hallgríms- kirkju í hádeginu í dag. Orgelverkin eru meðal annars eftir Paul Dukas og Jean Langlais, en Douglas ætlar jafnframt að kynna þau fyrir áheyrendum með fáeinum orðum. Þetta eru fyrstu tónleikar vetr- arins í hádegistónleikaröð List- vinafélags Hallgrímskirkju undir yfirskriftinni „Klais-orgelið hljómar“. Tónleikarnir standa í um það bil hálfa klukkustund. Að þeim loknum er seld létt hádegishress- ing í safnaðarsalnum. ■ Orgel í hádeginu DOUGLAS BROTCHIE Spilar á Klais-orgelið í Hallgrímskirkju á fyrstu tónleikum vetrarins. ■ TÓNLEIKAR Kristjana Stefánsdóttir lofar því að enginn verði fyrir meltingartrufl- unum á tónleikum hennar og Páls Óskars Hjálmtýssonar í Þrastar- lundi í kvöld undir heitinu Matur og músík, því meðan þau syngja getur fólk gætt sér á ljúffengum réttum frá matreiðslufólki staðarins. „Þetta verður voða ljúf stemn- ing, kertaljós og huggulegheit,“ segir Kristjana. Í sumar tók til starfa nýr veit- ingastaður að Þrastarlundi. Reist var nýtt hús með stórri viðbygg- ingu þar sem er stór salur, sem fékk nafnið Hafsteinsstofa. „Þarna er gott hljóðfæri og eitthvað svo frábær aðstaða, að okkur fannst upplagt að nýta þetta. Snorri vert kom að máli við mig og bað mig um að skipuleggja tónleikaröð.“ Tónleikar þeirra Páls Óskars verða því eingöngu fyrstu tónleik- arnir í tónleikaröðinni Matur og músík. Næstu tónleikar verða í byrjun október, en þá mæta þær Diddú og Anna Guðný til að flytja klass- ískar söngperlur. Í nóvember verða síðan blústónleikar með Andreu Gylfadóttur og Guðmundi Péturssyni. „Við Palli ætlum syngja svolít- ið djassað prógramm, bæði dúetta og sólóa. Þetta verða mestmegnis amerískir standardar.“ Matreiðslan verður löguð að efni hverra tónleika. Þannig verður bandarískur matur á boðstólum með amerísku standördunum þeirra Kristjönu og Páls Óskars. Hnallþórur verða á borðum með klassísku söngperlunum hennar Diddúar, og svo verður blúsaður matseðill þegar Andrea Gylfadóttir mætir á staðinn. Með þeim Kristjönu og Páli Óskari spila í kvöld þeir Agnar Már Magnússon á píanó og Pétur Sigurðsson á bassa. ■ VALDA ENGUM MELTINGARTRUFLUNUM Páll Óskar, Kristjana, Agnar Már og Pétur fyrir aftan. Þau flytja djössuð lög undir borðum í Þrastarlundi í kvöld. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Syngja djass í Þrastarlundi ■ TÓNLEIKAR■ LJÓSMYNDASÝNING  16.00 Samsýning hönnunarhópsins „Slaufa G“ verður opnuð í Gallerí Tukt, Hinu Húsinu, Pósthússtræti 3-4. Á sýningunni má sjá allt frá skissum og líkönum upp í full- hannaðar vörur ungra hönnuða.  16.00 Tíu ára afmælissýning Hand- verks og hönnunar verður opn- uð í Ketilhúsinu á Akureyri. Á sýn- ingunni er bæði hefðbundinn list- iðnaður og nútíma hönnun úr fjölbreyttu hráefni.  17.00 Myndlistarkonan Linda Dögg Ólafsdóttir opnar málverksýningu á Kaffi Solon. ■ ■ SKEMMTANIR  19.30 Kristjana Stefánsdóttir og Páll Óskar Hjálmtýsson flytja þekktar djassperlur í Þrastarlundi í Grímsnesi á fyrstu tónleikum tón- leikaraðarinnar „Matur og músík“.  22.00 Stórsveit Nix Noltes og DJ Kristín spila í Café Cultura við Hverfisgötu.  23.00 Rokksveit Rúnars Júlíusson- ar verður með stórdansleik á Kringlukránni.  23.00 Dj Valdi spilar á Hressó.  Hinn ástsæli Labbi í Glóru leikur fyr- ir dansi í Pakkhúsinu, Selfossi.  DJ Áki Pain og Atli skemmtana- lögga á Pravda  Ponik og Einar skemmta á Ránni, Keflavík. Með áhuga á ljósmyndun Í Tjarnar- sal Ráð- hússins í Reykjavík stendur nú yfir ljós- myndasýn- ing Fókuss, f é l a g s áhugaljósmyndara. Þar sýna 25 með- limir í Fókus hvað þeir eru að fást við í ljósmyndun. Þetta er sjötta ljósmyndasýning félagsins, sem var stofnað árið 1999. Í félaginu eru 60 félagsmenn og er markmið þess að virkja áhuga fólks á ljósmyndun og skapa um leið öflugan vettvang fyrir félagsmenn til þess að sinna þessu áhugamáli sínu. Fókus stendur reglulega fyrir ljósmyndasýningum og heldur úti vefsíðunni www.fokusfelag.is þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um félagið. Sýningunni lýkur 21. september. ■ STERNA PARADISAEA Ein ljósmyndanna á sýn- ingu Fókuss í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.