Fréttablaðið - 18.09.2004, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 18.09.2004, Blaðsíða 64
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 - fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R Vinningar verða afhendir hjá BT Skeifunni 11. Reykjavík, Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið SMS LEIKUR Eiður vs. Baros Chelsea vs. Liverpool 3. október Við bjóðum þér og vini þínum til að sjá Chelsea - Liverpool Sendu SMS skeytið JA BOLTI á númerið 1900 og þú gætir unnið. Við sendum þér tvær spurningar. Þú svarar með því að senda SMS skeytið JA A, B eða C á númerið 1900. *Ferðin á leikinn er dreginn úr öllum innsendum SMS skeytum og nafn vinningshafa verður birt á www.gras.is 30. september. Þú gætir unnið: • Ferð fyrir 2 á Chelsea-Liverpool* • PlayStation tölvur FIFA 2005 fyrir PS2 • Coca Cola dósir • Ljósatíma frá LindarSól En meira af leikjum, VHS og DVD myndum og margt fleira Sjáið Eið spila á Stamford Bridge! Það er Iceland Express sem kemur þér á völlinn SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 Bíllinn minn var í sjónvarpinu Bíllinn minn var í sjónvarpinu umdaginn. Hann brunaði yfir eyðimörk eins og villtur hestur, hann buslaði í fjör- unni, ók yfir jökul, gegnum frumskóg og endaði uppi á fjallstindi. Það er svo skrítið að eftir að hafa setið fastur í Kópavogsdalnum í korter að mér leið alls ekki þannig. Ég fann ekki frelsið og sá að manninum í bílnum við hliðina leið nákvæmlega eins og mér. Þó var hann á bíl sem er samkvæmt auglýsingum sér- hannaður til að aka um stræti þar sem höfrungar stökkva upp úr malbikinu. SÉRFRÆÐINGAR hafa reiknað út að með sama áframhaldi muni Miklabrautin verða jafn breið og hún er löng árið 2040. Hún mun sameinast Bústaðavegi og Sæbraut innan 20 ára. Borgin verður þannig húsaþyrping undir tvöfaldri hæð af slaufum en fjarskiptatæknin mun gera okkur kleift að aka tveimur bílum í vinnuna samtímis. Það þarf ekki að vera hrollvekjandi framtíðarsýn. Aldrei að vita nema höfrungar fari að stökkva upp úr malbikinu. ÞAÐ VAR STUÐ að verða rík þjóð, hætta að bíða eftir strætó og eignast þrjá bíla á mann en eftir endalausar taf- ir, raðir og stress á hverjum morgni eru menn kannski að komast að því að það er ekkert pláss fyrir flotann. Ef hverjum einasta bíl væri lagt stuðara við stuðara myndi röðin ná alla leið frá Smáralind upp á Melrakkasléttu. BÍLAFLOTI landsmanna kostar um 150 milljarða. Versta fjárfesting í heimi, sem lækkar árlega í verði um hálfa milljón á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Slysin kosta um 15 milljarða, um 60.000 krónur á mann. Svo koma tryggingar, bensín og malbik fyrir annað eins. Samtals fara um þrír mánuðir af lífi hvers vinnandi manns beint í bílinn. Menn ættu að vera farnir að sjá í gegnum samsærið. Bílarn- ir í auglýsingunum eru að gera nákvæm- lega það sem maður gæti gert ef maður ætti ekki bílinn! ÞAÐ ER ALLTAF talað um strætó sem sóun eða kostnað eða ölmusu en um slaufur, brýr og bíll númer þrjú sem nauðsynlega fjárfestingu þótt peningur- inn komi úr sömu vösum. Vítahringurinn vindur upp á sig, æ fleiri þurfa að eign- ast annan bíl án þess að vilja það og þá springur vegakerfið og aftur þarf stærri slaufur. Ef aðeins 5% af slysapeningum færu í strætó væri hægt að hafa þéttrið- ið kerfi á 10 mínútna fresti. Þá mætti tyrfa yfir eina akrein í Ártúnsbrekkunni. Þá gætu einhverjir nýtt sér frelsið og sleppt bíl númer tvö eða þrjú, tekið sér tveggja mánaða frí á gullinni sandströnd eða einfaldlega sofið lengur og dreymt höfrunga sem stökkva upp úr malbiki. ANDRA SNÆS MAGNASONAR BAKÞANKAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.