Fréttablaðið - 19.09.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 19.09.2004, Blaðsíða 1
STÓRBRUNI Í ÓLAFSVÍK Fiskverkun- arhúsið Klumba í Ólafsvík brann til kaldra kola í fyrrinótt. Talið er að tjónið nemi um 100 milljónum króna. Um 25 manns unnu hjá vinnslunni. Rekstrarstjóri Klumbu segir brunann mikið áfall. Sjá síðu 2 UMDEILT MAT ÞJÓÐLEIKHÚS- RÁÐS Ekki eru allir umsækjendur um starf þjóðleikhússtjóra sáttir við umsögn Þjóðleikhúsráðs um hvaða umsækjendur eru hæfastir. Sjá síðu 4 ASÍ UGGANDI VEGNA VERÐBÓLGU Kjarasamningarnir verða ekki langlífir verði verðbólga álíka há og undanfarna mánuði, segir Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands. Sjá síðu 6 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 Kvikmyndir 30 Tónlist 29 Leikhús 29 Myndlist 29 Íþróttir 24 Sjónvarp 32 SUNNUDAGUR DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 19. september 2004 – 256. tölublað – 4. árgangur Í fyrsta skipti á DVD! Í verslanir eftir 2 daga SÍÐUR 16 & 17 ▲ BJART MEÐ KÖFLUM SUNNAN TIL Skúrir norðan og austan. Hiti 6-12 stig að deginum hlýjast syðst. Sjá síðu 6 Árni Johnsen er að ljúka við bók og sinnir öðrum verkefnum. Segir mótlæti vera besta skólann og tekur lífinu með gneistandi fjöri. Hamingjan í allar áttir Nýjustu rannsóknir á lífsviðhorfi Íslendinga sýna að hamingjan býr á landsbyggðinni. Fréttablaðið tók hugarhús hjá einum dreifbýlingi úr hverri höfuðátt landsins fagra. SÍÐA 20 & 21 ▲ VIRKT LÝÐRÆÐI Þátttaka á íbúaþingi á Akureyri um framtíðarskipulag miðbæjarins fór fram úr björtustu vonum. Um 1.600 manns sátu í íþróttahöllinni frá 10 til 18 í gær og létu hugmyndir sínar í ljósi í fjölmörgum starfshópum. Lá fólk yfir kortum og sitt sýndist hverj- um. Gera má ráð fyrir að allt að 20 þúsund tillögur hafi borist, en þó margar svipaðar hver annarri. VERKFALL Samkvæmt nýrri skoðana- könnun Fréttablaðsins eru 75,9 pró- sent þjóðarinnar andvíg boðuðu verkfalli grunnskólakennara, en einungis 24,1 prósent er fylgjandi. Enginn teljandi munur var á af- stöðu kynjanna, en svo virðist sem stuðningur við verkfallið sé ívið meiri á landsbyggðinni en í þétt- býli. Um 27 prósent landsbyggðar- fólks sögðust vera fylgjandi að- gerðunum, en 73 prósent á móti. Jón Pétur Zimsen, grunnskóla- kennari í stjórn Kennarafélags Reykjavíkur, segir niðurstöðu könnunarinnar sýna að fólk sé al- mennt á móti verkföllum. „Verk- föll eru neyðarúrræði og þau eru aldrei vinsæl,“ segir Jón. Anna María Proppé, framkvæmdastjóri samtakanna Heimili og skóli, bendir á að verkfallsaðgerðir kunni að vera óvinsælar vegna þess að margir telji að kennarar hafi samið mjög vel við síðustu kjarasamninga. Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, formaður stjórnar Samtaka íslenskra sveitarfélaga, sem er viðsemjandi grunnskóla- kennara, segir niðurstöðuna end- urspegla þann einlæga vilja fólks að ekki komi til verkfalls. Athygli vekur að hlutfall óákveðinna í könnuninni er ekki hátt, en 10,6 prósent kváðust óákveðin í afstöðu sinni. Tæp 2 prósent neituðu að svara. Hringt var í 800 manns. gs@frettabladid.is gag@frettabladid.is Sjá síðu 4. KOMA MEÐ SUÐRÆNA STEMNINGU Hljómsveitin Beach Boys spilar í Laugar- dalshöllinni 21. nóvember. Íbúaþing á Akureyri: 10% íbúa tóku þátt SKIPULAG Um 1.600 manns tóku þátt í íbúaþingi á Akureyri í gær um skipulag miðbæjarins. Fyrir fram var búist við um 800 manns. „Um 10% bæjarbúa tóku þátt,“ segir Ragnar Sverrisson hjá Akureyri í Öndvegi. „Ef hver skilar inn 10 til 20 tillögum má búast við að 20 þús- und tillögur hafi borist.“ Ragnar segir stemninguna hafa verið einstaklega góða. „Það var gaman að sjá hvað allir voru já- kvæðir og fólk lá hérna yfir kort- unum,“ segir hann. „En stundum urðu þó deilur milli manna. Sumum fannst þetta og öðrum hitt.“ Unnið verður úr tillögunum á næstu dögum og á miðvikudaginn verða helstu niðurstöður kynntar á fundi á Hótel KEA. ■ Um 76 prósent andvíg verkfalli Boðað verkfall grunnskólakennara nýtur ekki mikils stuðnings lands- manna ef marka má skoðanakönnun Fréttablaðsins. Um 76 prósent aðspurðra lýstu sig andvíg aðgerðunum. Eftir 40 ár í bransanum: Beach Boys til Íslands TÓNLEIKAR Eftir meira en fjörutíu ár í bransanum ætlar hin goðsagna- kennda hljómsveit Beach Boys loks að koma til Íslands og halda tónleika í Laugardalshöll 21. nóv- ember. Í Höllinni munu strandljón- in flytja öll sín þekktustu lög eins og Good Vibrations og Surfin’ USA. Guðbjartur Finnbjörnsson tón- leikahaldari segir að þegar Mike Love, forsprakki Beach Boys, hafi frétt að umboðsskrifstofa sveitar- innar væri komin með tengsl við Ísland hafi hann ólmur viljað koma hingað. ■ GUÐBERGUR TALAR UM GOYA Guðbergur Bergsson rithöfundur flytur í dag fyrirlestur í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu um Kenjarnar, hina frægu myndröð Goyas sem nú er til sýnis þar. Fyrirlesturinn hefst klukkan þrjú. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G U N N AR E R N IR B IR G IS SO N Þekkir ekkert annað en bjartsýni AFSTAÐAN TIL VERKFALLS Ertu fylgjandi eða andvíg(ur) boðuðu verkfalli grunnskólakennara? Fylgjandi: 24,1% Andvíg: 75,9%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.