Fréttablaðið - 19.09.2004, Page 1

Fréttablaðið - 19.09.2004, Page 1
STÓRBRUNI Í ÓLAFSVÍK Fiskverkun- arhúsið Klumba í Ólafsvík brann til kaldra kola í fyrrinótt. Talið er að tjónið nemi um 100 milljónum króna. Um 25 manns unnu hjá vinnslunni. Rekstrarstjóri Klumbu segir brunann mikið áfall. Sjá síðu 2 UMDEILT MAT ÞJÓÐLEIKHÚS- RÁÐS Ekki eru allir umsækjendur um starf þjóðleikhússtjóra sáttir við umsögn Þjóðleikhúsráðs um hvaða umsækjendur eru hæfastir. Sjá síðu 4 ASÍ UGGANDI VEGNA VERÐBÓLGU Kjarasamningarnir verða ekki langlífir verði verðbólga álíka há og undanfarna mánuði, segir Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands. Sjá síðu 6 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 Kvikmyndir 30 Tónlist 29 Leikhús 29 Myndlist 29 Íþróttir 24 Sjónvarp 32 SUNNUDAGUR DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 19. september 2004 – 256. tölublað – 4. árgangur Í fyrsta skipti á DVD! Í verslanir eftir 2 daga SÍÐUR 16 & 17 ▲ BJART MEÐ KÖFLUM SUNNAN TIL Skúrir norðan og austan. Hiti 6-12 stig að deginum hlýjast syðst. Sjá síðu 6 Árni Johnsen er að ljúka við bók og sinnir öðrum verkefnum. Segir mótlæti vera besta skólann og tekur lífinu með gneistandi fjöri. Hamingjan í allar áttir Nýjustu rannsóknir á lífsviðhorfi Íslendinga sýna að hamingjan býr á landsbyggðinni. Fréttablaðið tók hugarhús hjá einum dreifbýlingi úr hverri höfuðátt landsins fagra. SÍÐA 20 & 21 ▲ VIRKT LÝÐRÆÐI Þátttaka á íbúaþingi á Akureyri um framtíðarskipulag miðbæjarins fór fram úr björtustu vonum. Um 1.600 manns sátu í íþróttahöllinni frá 10 til 18 í gær og létu hugmyndir sínar í ljósi í fjölmörgum starfshópum. Lá fólk yfir kortum og sitt sýndist hverj- um. Gera má ráð fyrir að allt að 20 þúsund tillögur hafi borist, en þó margar svipaðar hver annarri. VERKFALL Samkvæmt nýrri skoðana- könnun Fréttablaðsins eru 75,9 pró- sent þjóðarinnar andvíg boðuðu verkfalli grunnskólakennara, en einungis 24,1 prósent er fylgjandi. Enginn teljandi munur var á af- stöðu kynjanna, en svo virðist sem stuðningur við verkfallið sé ívið meiri á landsbyggðinni en í þétt- býli. Um 27 prósent landsbyggðar- fólks sögðust vera fylgjandi að- gerðunum, en 73 prósent á móti. Jón Pétur Zimsen, grunnskóla- kennari í stjórn Kennarafélags Reykjavíkur, segir niðurstöðu könnunarinnar sýna að fólk sé al- mennt á móti verkföllum. „Verk- föll eru neyðarúrræði og þau eru aldrei vinsæl,“ segir Jón. Anna María Proppé, framkvæmdastjóri samtakanna Heimili og skóli, bendir á að verkfallsaðgerðir kunni að vera óvinsælar vegna þess að margir telji að kennarar hafi samið mjög vel við síðustu kjarasamninga. Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, formaður stjórnar Samtaka íslenskra sveitarfélaga, sem er viðsemjandi grunnskóla- kennara, segir niðurstöðuna end- urspegla þann einlæga vilja fólks að ekki komi til verkfalls. Athygli vekur að hlutfall óákveðinna í könnuninni er ekki hátt, en 10,6 prósent kváðust óákveðin í afstöðu sinni. Tæp 2 prósent neituðu að svara. Hringt var í 800 manns. gs@frettabladid.is gag@frettabladid.is Sjá síðu 4. KOMA MEÐ SUÐRÆNA STEMNINGU Hljómsveitin Beach Boys spilar í Laugar- dalshöllinni 21. nóvember. Íbúaþing á Akureyri: 10% íbúa tóku þátt SKIPULAG Um 1.600 manns tóku þátt í íbúaþingi á Akureyri í gær um skipulag miðbæjarins. Fyrir fram var búist við um 800 manns. „Um 10% bæjarbúa tóku þátt,“ segir Ragnar Sverrisson hjá Akureyri í Öndvegi. „Ef hver skilar inn 10 til 20 tillögum má búast við að 20 þús- und tillögur hafi borist.“ Ragnar segir stemninguna hafa verið einstaklega góða. „Það var gaman að sjá hvað allir voru já- kvæðir og fólk lá hérna yfir kort- unum,“ segir hann. „En stundum urðu þó deilur milli manna. Sumum fannst þetta og öðrum hitt.“ Unnið verður úr tillögunum á næstu dögum og á miðvikudaginn verða helstu niðurstöður kynntar á fundi á Hótel KEA. ■ Um 76 prósent andvíg verkfalli Boðað verkfall grunnskólakennara nýtur ekki mikils stuðnings lands- manna ef marka má skoðanakönnun Fréttablaðsins. Um 76 prósent aðspurðra lýstu sig andvíg aðgerðunum. Eftir 40 ár í bransanum: Beach Boys til Íslands TÓNLEIKAR Eftir meira en fjörutíu ár í bransanum ætlar hin goðsagna- kennda hljómsveit Beach Boys loks að koma til Íslands og halda tónleika í Laugardalshöll 21. nóv- ember. Í Höllinni munu strandljón- in flytja öll sín þekktustu lög eins og Good Vibrations og Surfin’ USA. Guðbjartur Finnbjörnsson tón- leikahaldari segir að þegar Mike Love, forsprakki Beach Boys, hafi frétt að umboðsskrifstofa sveitar- innar væri komin með tengsl við Ísland hafi hann ólmur viljað koma hingað. ■ GUÐBERGUR TALAR UM GOYA Guðbergur Bergsson rithöfundur flytur í dag fyrirlestur í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu um Kenjarnar, hina frægu myndröð Goyas sem nú er til sýnis þar. Fyrirlesturinn hefst klukkan þrjú. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G U N N AR E R N IR B IR G IS SO N Þekkir ekkert annað en bjartsýni AFSTAÐAN TIL VERKFALLS Ertu fylgjandi eða andvíg(ur) boðuðu verkfalli grunnskólakennara? Fylgjandi: 24,1% Andvíg: 75,9%

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.