Fréttablaðið - 19.09.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 19.09.2004, Blaðsíða 2
2 19. september 2004 SUNNUDAGUR Jón Steinar Gunnlaugsson og Hjördís Hákonardóttir um hæfnismat Hæstaréttar: Furða sig á fréttunum HÆSTIRÉTTUR „Ég veit ekkert um þetta, og hef ekkert um þetta að segja,“ segir Jón Steinar Gunn- laugsson um fréttir þess efnis að Hæstiréttur meti prófessorana Eirík Tómasson og Stefán Má Stefánsson hæfasta af sjö um- sækjendum um embætti hæsta- réttardómara. „Sjálfur hef ég ekki séð þessa umsögn, en ég sá frétt um þetta og hef enga hugmynd um hvaðan fjöl- miðar eru með fréttir um þessa umsögn. Enginn umsækjenda hef- ur fengið hana í hendurnar.“ Jón Steinar, sem sjálfur er einn umsækjenda, furðar sig á að frétt- ir um þetta hafi birst í Fréttablað- inu og Ríkis- útvarpinu. „Ég veit ekki hvaðan þessar upp- l ý s i n g a r hafa borist fjölmiðlum. Annað hvort hafa fjöl- m i ð l a r n i r fengið þær frá þeim sem sendi bréfið eða frá þeim sem fékk það í hendur, sem sagt annað hvort frá Hæstarétti eða frá ráðherra, sem virðist þá vera búinn að fá bréfið.“ Hjördís Hákonardóttir, sem sömuleiðis er meðal umsækjenda, tekur í sama streng og Jón Stein- ar. Það sé svolítið sérkennilegt að fjölmiðlar hafi fengið upplýsingar um hæfnismat Hæstaréttar áður en umsækjendur fái þær upplýs- ingar, sem þó eiga samkvæmt upplýsingalögum ekki að koma fyrir augu annarra en umsækj- enda sjálfra. „En ég hef ekki séð þessa um- sögn og get ekki tjáð mig neitt um hana efnislega,“ segir Hjördís. ■ Geta ekki hlaupist undan fortíðinni Stjórnarandstæðingar furða sig á orðum forsætisráðherra um að tal um lögmæti innrásar í Írak tilheyri fortíðinni. Viðurkenning hans um að hafa fengið rangar upplýsingar kallar á rannsókn á Íraksmálinu, segja þeir. STJÓRNMÁL Formenn tveggja stærstu stjórnarandstöðuflokk- anna furða sig á þeim orðum for- sætisráðherra að hann vilji ekki dvelja við í fortíðinni vegna um- ræðna um hvort innrásin í Írak hafi verið ólögleg heldur horfa til framtíðar. Þeir segja einnig fulla ástæðu til að rannsaka stuðning Ís- lands við innrásina og ákvarðana- töku um stuðninginn, ekki síst í ljósi orða forsætisráðherra um að íslensk stjórnvöld hafi fengið rangar upplýsingar fyrir innrás. „Það er fárán- legt og út í hött að halda því fram að fortíðin skipti engu máli í þessu sam- bandi. Það er ekki hægt að styðja inn- rás í annað land, með þeim skelfi- legu afleiðingum sem sú ákvörðun hefur haft fyrir íbúa Írak, og segja svo að fortíðin skip- ti engu máli,“ segir Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingar. „Hún skiptir öllu máli varðandi siðferðilega ábyrgð á þeim óskaplegu hörmungum sem rangar ákvarðanir stjórnmála- manna hafa kallað yfir íbúa Írak.“ Össur segir yfirlýsingu Hall- dórs Ásgrímssonar forsætisráð- herra um rangar upplýsingar þýða að hann hafi verið blekktur til stuðnings við innrás í Írak. Upp- lýsa þurfi hvernig sú ákvörðun var tekin og hverjir gáfu rangar upp- lýsingar. „Menn hljóta svo líka að spyrja: Hafi forsætisráðherra ver- ið blekktur til stuðnings með röng- um upplýsingum, telur hann þá ekki rökrétt að Ísland verði tekið úr hópi hinna staðföstu þjóða, jafnvel þó það sé líklega að- eins táknræn að- gerð í dag?“ „Mér finnst svo- lítið ódýrt að kasta þessum syndum öll- um aftur fyrir sig eins og menn hafi ekki haft neinar ástæður til þess að véfengja þessar upplýsingar eða að minnsta kosti að trúa þeim varlega,“ segir Steingrímur J. Sig- fússon, formaður Vinstri grænna. „Því var nú haldið fram að það væri vart að treysta öllu sem kæmi frá áróðursmaskínum stór- veldanna í svona tilvikum.“ Hann segir fulla þörf á að rannsaka hvernig að ákvarðanatökunni var staðið, líkt og gert hafi verið víða erlendis, svo sem í Bretlandi og Bandaríkjunum. „Það er svo alvarlegur atburður ef brotið er gegn stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna að það þýðir ekkert að tala um að það sé eitt- hvað sem er liðið og eigi ekkert að gera með. Slíkt fyrnist ekkert á ör- fáum misserum,“ segir Steingrím- ur. brynjolfur@frettabladid.is HJARTATRUFLANIR EFTIR RAF- STUÐ Unglingur fékk rafstuð úr einnota myndavél sem jafnaldrar hans höfðu tekið flassið af og sett við háls hans. Unglingurinn var fluttur á Sjúkrahús Suðurlands á Selfossi og segir lögreglan mildi að ekki fór verr. Rafstraumur úr einnota myndavélum geti verið sterkari en úr stuðkylfum og geti því verið stórhættulegur. For- eldrar unglinganna voru látnir vita af verknaði barna sinna. BROTIST INN Í SJÖ BÍLA Í MIÐBÆ REYKJAVÍKUR Góðkunningi lög- reglunnar ferðaðist um á hjóli og braust inn í sjö bíla á leið sinni um hverfi 101 í Reykjavík. Hann gisti fangageymslur lögreglunnar í fyrrinótt og var yfirheyrður í morgunsárið. KOSNINGABARÁTTAN Vart verður þverfótað fyrir kosningaauglýsingum. Sveitarstjórnir í Serbíu: Tekist á um völdin SERBÍA, AP Harðlínuþjóðernissinnar og umbótasinnar sem vilja aukin samskipti við Vesturlönd takast á um völdin í sveitarstjórnarkosning- um sem fara fram í Serbíu í dag. Umbótasinnar eru taldir líklegir til að halda völdum í höfuðborginni Belgrad en þjóðernissinnum er spáð sigri á landsbyggðinni. Sveitarstjórnarkosningarnar eru þær fyrstu sem haldnar eru síðan Slobodan Milosevic, fyrrum forseta Júgóslavíu, var hrakinn frá völdum árið 2000. Þær eru einnig þær fyrstu eftir lagasetningu sem eykur völd og ábyrgð sveitarstjórna. ■ ■ EVRÓPA ■ LÖGREGLUFRÉTTIR „Jú, hann var ofboðslega viðkunnan- legur og ekkert að láta velgengni eða frægð stíga sér til höfuðs. Það kennir manni að alvöru fólki vegnar vel.“ Harrison Ford fékk sér í vikunni nokkra bjóra á Hótel 101 með Birni Thors og fleiri leikurum í Hárinu, þegar leikhópurinn skrapp þangað eftir sýningu. SPURNING DAGSINS Björn, gátuð þið lært eitthvað af Ford? HÁTÍÐIN SETT Ríkisstjórinn og borgarstjórinn drukku fyrsta bjórinn sem var afgreiddur á hátíðinni. Októberhátíðin: Örtröð við setninguna MÜNCHEN, AP Íklæddur hinum hefðbundnu hnésíðu leðurbux- um setti Christian Ude, borgar- stjóri í München, októberhátíð- ina sem er nú haldin í 171. skip- ti. Um hálf milljón manna var við setningu hátíðarinnar og við- burði fyrsta dags þessarar hálfs mánaðar löngu uppákomu en alls er gert ráð fyrir að sex milljónir gesta víðs vegar að úr heiminum sæki hátíðina. Þrátt fyrir að hundrað þús- und manns geti setið við drykkju í einu voru margir mættir mörgum klukkustundum áður en hátíðin var sett til að vera öruggir um að fá sæti. Bjórinn er dýrari nú en nokkru sinni áður, eins lítra kanna kostar andvirði 620 króna. ■ 1.326 GÍSLAR Gíslarnir í Beslan voru 1.326 talsins að sögn kenn- ara í skólanum þar sem gíslatak- an átti sér stað. Þeir hafa talið þá sem þeir vissu af í gísling- unni. Talan er öllu hærri en óop- inberar tölur stjórnvalda. Rúss- neski ríkissaksóknarinn sagði meira en 1.156 manns hafa verið tekna í gíslingu. Pantaðu nýjan og glæsilegan ferðabækling. Fylgstu með á heimasíðu okkar www.kuoni.is Holtasmára 1 • 201 Kópavogi • Sími: 5 100 300 • Símbréf: 5 100 309 Netfang: langferdir@langferdir.is • Heimasiða: www.kuoni.is Opnunartímar alla virka daga frá 10:00-17:00 Ferðir um jólin og janúar að fyllast! Bæklingar á völdum Esso-stöðvum. Sólarfrí í Egyptalandi 2 vikur í nóv. Verð á mann í tvíbýli frá: 99.990 kr. með öllum sköttum! 2 vikur yfir jólin í Hua Hin: Verð á mann í tvíbýli frá: 159.600 kr. með öllum sköttum! 2 vikur í janúar í Hua Hin: Verð á mann í tvíbýli frá: 133.600 kr. með öllum sköttum! Tæland Tryggðu þér vetrarfrí hið fyrsta EIGNATJÓN Fiskverkunarhúsið Klumba í Ólafsvík brann til kaldra kola í fyrrinótt. Talið er að tjónið nemi um 100 milljónum króna. Um 25 manns unnu hjá vinnslunni. Ævar Sveinsson, rekstrarstjóri Klumbu, segir brunann áfall. „Við erum að horfa á rústirnar og átta okkur á þessu. Við erum að leita eftir störfum fyrir starfs- fólkið í öðrum fiskverkunarhús- um í bænum,“ segir Ævar. Klumba er í eigu Leifs Halldórs- sonar og tveggja sona hans. Ævar segir þá stefna í að byggja upp fyrirtækið aftur. Það hafi verið tryggt en tjónið sé gríðarlegt. „Svo framarlega sem við getum fjármagnað nýtt fyrirtæki er hugur í eigendunum að byggja það upp aftur,“ segir Ævar. Í fiskverkunarhúsinu fór fram marningsvinnsla og þurrkun fisks. Þar er einnig lítið frystihús. Húsið var um 2.000 fermetrar að stærð. „Húsið var fullt af birgð- um. Það var allt klárt og vinnsla í fullum gangi og birgðir fyrir næstu viku tilbúnar. Eins var fisk- ur í geymslu,“ segir Ævar: „Við þurfum að vera fljótir að snúa okkur við og hefja rekstur aftur svo viðskiptasambönd okkar skaðist ekki.“ Ævar segir að talið sé að eldur- inn hafi átt upptök sín í rafmagns- katli. Lögreglan í Ólafsvík hefur málið til rannsóknar og segir elds- upptök ekki ljós. Málið sé í rann- sókn. ■ KLUMBA BRENNUR Vonir standa til að hægt verði að endurreisa fiskverkun Leifs Halldórssonar og sona, Klumbu, með tímanum. Þar störfuðu 25 manns. Fiskverkunarhúsið Klumba brann til kaldra kola: Stórbruni í Ólafsvík M YN D IR /L Ö G R EG LA N Á S N Æ FE LL SN ES I JÓN STEINAR Vill vita hvaðan fjölmiðl- um bárust upplýsingar um mat Hæstaréttar á hæfni umsækjenda. Ástandið í Darfur: Hóta refsi- aðgerðum SÞ, AP Súdönsk stjórnvöld verða að binda enda á árásir arabískra víga- sveita á þeldökka íbúa Darfur-hér- aðs í Súdan eða vera viðbúin því að vera beitt refsiaðgerðum. Þannig hljómar samþykkt öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem samþykkt var með ellefu atkvæðum. Alsír, Kína, Pakistan og Rússland voru andvíg því að refsiaðgerðum væri hótað og sátu hjá. Fulltrúar þeirra sögðu hætt við að slíkar hót- anir yrðu til þess að Súdansstjórn hætti öllu samstarfi við alþjóðasam- félagið um lausn vandans í Súdan. ■ Á SJÚKRABEÐI EFTIR SPRENGJUÁRÁS Ættingjar manns sem særðist í sprengjuárás í Bagdad líta eftir með honum á sjúkrahúsi. Tuttugu manns létust í sprengjuárásinni. STEINGRÍMUR Rannsaka á ákvörðunina líkt og önnur lönd, svo sem Bret- land og Banda- ríkin, hafa gert. ÖSSUR Vill svör forsæt- isráðherra um hvort taka eigi Ísland af lista hinna staðföstu þjóða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.