Fréttablaðið - 19.09.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 19.09.2004, Blaðsíða 4
4 19. september 2004 SUNNUDAGUR Umsækjendur um stöðu Þjóðleikhússtjóra ekki allir sáttir við umsögn Þjóðleikhúsráðs: Helga er undrandi, Hallur ber sig vel MENNING „Ég var mjög hissa að ég skyldi ekki vera ein af þessum sex, en eiginlega er ekkert annað um það að segja,“ segir Helga Hjörvar, forstöðumaður Norður- landahússins í Færeyjum. Hún er í hópi sautján umsækj- enda um stöðu þjóðleikhússtjóra, en þó ekki meðal þeirra sex sem Þjóðleikhúsráð telur helst koma til greina í embættið. „Ég hef verið erlendis nú svo lengi og taldi það kost að ég kæmi að utan, en ég sé á listan- um að stjórnunarreynsla er ekki í hávegum höfð,“ segir Helga, sem hefur langa reynslu af leik- stjórn og leikhúsmálum auk þess að hafa stýrt Norðurlanda- húsinu í Fær- eyjum í fimm ár. Þeir um- sækjendur sem Þjóðleikhúsráð mælir með í umsögn sinni til ráðherra eru Árni Ibsen, Hafliði Arn- g r í m s s o n , Kjartan Ragnarsson, Kristín Jó- hannesdóttir, Tinna Gunnlaugs- dóttir og Þórhildur Þorleifsdóttir. „Þetta kemur mér ekkert á óvart,“ segir Hallur Helga- son og ber sig m a n n a l e g a þrátt fyrir að vera einn þeir- ra sem eru úti í kuldanum. „Ég hef vanist því hlutskipti að vera utan- garðsmaður í þessum geira og kann því bara ágætlega.“ „Ég ætla ekki að bregðast neitt við þessu,“ segir aftur á móti Kolbrún Halldórsdóttir, al- þingismaður og leikstjóri, sem einnig sótti um embættið. Viðar Eggertsson, leikstjóri og margreyndur leikhússtjóri, vill ekkert segja um málið fyrr en úrskurður ráðherra liggur fyrir. „Þetta er eiginlega í miðju ferli. Þetta er enn í höndum ráð- herra og eflaust á eftir að kalla fólk í viðtöl, þannig að málið er ekkert búið,“ segir Viðar. Menntamálaráðherra skipar í embættið fyrir næstu mánaða- mót. Í ráðuneytinu verður farið yfir bæði umsögn Þjóðleikhús- ráðs og allar þær umsóknir sem bárust. ■ Fólk vill ekki verkfall Rúmlega 75 prósent fólks eru andvíg boðuðu verkfalli kennara. Það sýnir ekki afstöðu þeirra til kennara né sveitarfélaganna. Kennari segir umhugsunarvert hvort neikvætt tal um kennara grafi undan stéttinni. SKOÐANAKÖNNUN Mikil andstaða við fyrirhugað verkfall kennara endurspeglar þann einlæga vilja fólks að ekki komi til verkfalls, segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son, formaður stjórnar Sam- bands íslenskra sveitarfélaga. „Ég legg ekki það mat á niður- stöðuna að í henni liggi einhver afstaða til viðsemjenda,“ segir Vilhjálmur. Skoðanakönnun Fréttablaðsins sýnir að 76 prósent þeirra sem tóku afstöðu eru and- vígir boðuðu verkfalli kennara. Jón Pétur Zimsen, grunn- skólakennari í stjórn Kennarar- félagi Reykjavíkur, er sammála Vilhjálmi. Hann segir umhugs- unarvert hvort neikvæð ummæli um kennara hafi áhrif á niður- stöðuna. „Menntamálaráðherra sagði til dæmis í kvöldfréttum í gær að kennarar væru greini- lega til í langt verkfall. Ég veit ekki um nokkurn kennara sem er til í langt verkfall. Það grefur undan kennarastéttinni þegar forvígismaður menntamála læt- ur hafa slíkt eftir sér í sjón- varpi,“ segir Jón. Anna María Proppé, fram- kvæmdastjóri Heimili og skóla – Lands- samtaka for- eldra, segir nið- urstöðuna sýna hversu víðtæk áhrif kennara- verkfall hafi á heimili í land- inu. „Ég tel að fólk haldi að kennarar hafi komið svo rosalega vel út úr síð- ustu kjarasamningum. Ég lendi iðulega í því að fá símtöl frá for- eldum sem halda því fram. Þegar grant er skoðað, miðað við upp- lýsingar frá kennurum, voru þeir í launa- frystingu á meðan launa- skrið var í land- inu,“ segir Anna María. Hún seg- ir kennara því reyna að trygg- ja stöðu sína fram í tímann, sem sjáist á kröfum þeirra. Vi lh já lmur segir enn mikið bera á milli deilenda. „Við höfum lagt á það áherslu að sveitar- félögin semji við kennara á svip- uðum forsendum og samið hefur verið við aðrar starfsstéttir þeirra í þjóðfélaginu. Við teljum að sveitarfélögin hafi gert góðan samning við kennara 2001 þegar laun þeirra hækkuðu um rúm 40 prósent,“ segir Vilhjálmur: „Kennarar eru greinilega ekki sáttir við tilboð okkar sveitar- félaganna en ég tel þau hafa gert það sem þau telja rétt og skyn- samlegast í núverandi stöðu.“ Jón segir kröfur kennara sanngjarnar. Verkfall sé neyðar- úrræði: „Kennurum finnst komið nóg hvernig gengið er á þeirra rétt. Illt tal um kennara er óverð- skuldað.“ gag@frettabladid.is Var rangt af Sigríði Önnu Þórðardóttur að ráða karlkyns aðstoðarmann? Spurning dagsins í dag: Gætir þú sætt þig við 216 þúsund í heildarlaun á mánuði eftir þriggja ára háskólanám? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 63,11% 36,89% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun visir.is Kjarnorkuáætlun: Íranar hætti auðgun úrans VÍN, AP Íranar verða að hætta starfsemi sinni sem miðar að því að auðga úraníum fyrir haustið ef þeir vilja vera öruggir um að máli þeirra verði ekki vísað til öryggis- ráðs Sameinuðu þjóðanna sam- kvæmt samþykkt Alþjóða kjarn- orkumálastofnunarinnar. Með þessu vill stofnunin koma í veg fyrir að Íranar geti komið sér upp kjarnorkuvopnum. Bandaríkjamenn fögnuðu því að árangur hefði náðst í baráttu þeirra gegn kjarnorkuáformum Írana. Írönsk stjórnvöld gerðu hins vegar lítið úr mikilvægi sam- þykktarinnar. ■ Heimastjórn: Viðræður út um þúfur BRETLAND, AP Vonir um að takast mætti að ná samkomulagi um starfhæfa heimastjórn á Norður- Írlandi í viðræðum sem lauk í gær gengu ekki eftir en Bertie Ahern og Tony Blair, forsætisráðherrar Írlands og Bretlands, sögðu þó að árangur hefði náðst. Þeir virkuðu þó þreytulegir og vonsviknir á blaðamannafundi. Sambandssinnaflokkur Ian Paisley neitar að mynda stjórn með Sinn Fein, flokki kaþólikka, nema IRA afvopnist fyrst að fullu. Að auki vilja sambandssinnar breytingar á stjórnsýslu Norður- Írlands sem fulltrúar annarra flokka gátu ekki sætt sig við. ■ Kennaraverkfall: Forvarnar- fulltrúi óttast afleiðingar FORVARNIR Verkefnisstjóri sjálfs- vígsforvarna hjá Landlæknisemb- ættinu kveðst hafa áhyggjur af áhrifum verkfalls kennara í grunnskólum, ef til þess kemur nú strax eftir helgina. „Nemendur í 9. og 10. bekk í grunnskólunum standa á miklum tímamótum. Þeir eru fullorðnir og börn í bland,“ sagði Salbjörg Bjarnadóttir, verkefnisstjóri „Þjóðar gegn þunglyndi“ og sjálfsvígsforvarna hjá Landlækn- isembættinu. „ Við vitum að það hefur komið los á marga nemendur í kjölfar verkfalla. Þeir hafa átt erfitt með að finna sig aftur í skólanum og lent í ýmiss konar vandræðum.“ ■ BRETLAND Ári áður en innrásin í Írak hófst var búið að vara Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, við því að ekki væri hægt að tryggja stöð- ugleika í stjórnarfari Íraks öðru vísi en að hafa fjölmennt herlið í landinu í mörg ár eftir að innrás lyki. Frá þessu greindi breska dag- blaðið Daily Telegraph sem komst yfir leyniskjöl um aðdraganda inn- rásarinnar. Jack Straw, þáverandi utanrík- isráðherra Bretlands, skrifaði Blair bréf í mars 2002 þar sem hann varaði við því að innrás í Írak myndi leiða til margvíslegra vandamála. Í bréfinu sagði hann að enginn væri með það á hreinu hvað kæmi til með að gerast eftir innrás. „Enginn hefur svarað því á full- nægjandi hátt hvernig ábyrgjast megi að ný ríkisstjórn verði eitt- hvað skárri en sú sem er fyrir,“ sagði Straw í bréfi sínu til Blair. Embættismenn vöruðu við því að eina leiðin til að hægt væri að kalla herinn heim fljótlega eftir innrás væri að koma öðrum ein- ræðisherra til valda þegar Saddam Hussein væri steypt af stóli. Það tryggði þó ekki að Írak- ar kæmu sér ekki upp gjöreyðing- arvopnum. ■ Breskir embættismenn spáðu rétt fyrir um vandræði í Írak: Blair varaður við upplausninni HALLUR HELGASON Stjórnandi Loftkast- alans kann því ágætlega að vera utangarðs í leikhús- geiranum. HELGA HJÖRVAR „Ég sé á listanum að stjórnunarreynsla er ekki í hávegum höfð.“ ÞUNGIR Á BRÚN Niðurstaða fundarins var vonbrigði fyrir Bertie Ahern og Tony Blair. BRESKIR HERMENN Í ÍRAK Utanríkisráðuneytið sagði Blair að herinn gæti ekki snúið aftur frá Írak fyrr en mörgum árum eftir innrás. YFIRGNÆFANDI ANDSTAÐA VIÐ BOÐAÐ VERKFALL KENNARA 76 prósent fólks eru á móti boðuðu verkfalli kennara. Talið er að afstaðan sé ekki tekin gegn málstað kennara eða sveitarfélaga heldur gegn verkfallinu sjálfu og þeirri röskun sem það valdi. ANNA MARÍA PROPPÉ „Verkföll kennara bitna beint á heim- ilunum og sam- félaginu öllu.“ JÓN PÉTUR ZIMSEN „Verkfall er neyðar- úrræði. Illt tal um kennara er óverð- skuldað.“ Sprellifandi lík: Hringing að handan KANADA, AP Dóttir Dane Squires fékk taugaáfall þegar faðir henn- ar hringdi í hana. Hún var þá stödd í útför þar sem ættingjarn- ir töldu sig vera að kveðja Squires í hinsta sinn. Atvikið má rekja til þess að maður varð fyrir lest í Toronto í Kanada fyrir viku. Lík hans var mjög illa leikið en lögregla taldi sig geta borið kennsl á líkið eftir lýsingu á líkamsbyggingu Squires. Ættingjar Squires fengu líkið því í hendur og voru við- staddir útförina þegar hringt var á útfararheimilið. Þar var Squires sjálfur á ferð. Hann frétti fyrst af málavöxtum þegar hann las andlátstilkynningu sína í blaði. Ekki er vitað af hverjum líkið er. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.