Fréttablaðið - 19.09.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 19.09.2004, Blaðsíða 6
6 19. september 2004 SUNNUDAGUR Framkvæmdastjóri ASÍ segir forgangsröðun stjórnvalda ranga: Stefnir í uppsögn kjarasamninga KJARAMÁL Kjarasamningarnir verða ekki langlífir verði verðbólga álíka há og undanfarna mánuði, segir Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmda- stjóri Alþýðusambands Íslands. „Það liggur engin hótun í þess- um orðum heldur stöðumat,“ segir Gylfi. Standi forsendur kjarasamn- inganna ekki sé í þeim uppsagnar- heimild. Stjórnvöld hafi nægan tíma til aðgerða því samningunum verði ekki sagt upp nema á tímabil- inu nóvember til ársloka á næsta ári: „Þangað til er eðlilegt að menn veki athygli á því að með óbreyttri efnahagsstjórn megi lesa úr spilun- um hvað gerist.“ Gylfi segir stjórnvöld hafa gert ýmis mistök í hagstjórn landsins. „Til dæmis finnst okkur umræða um skattalækkanir ekki eiga við rök að styðjast þegar svona mikil ofþensla er í hagkerfinu,“ segir Gylfi. Alþýðusambandið vilji sjá velferðarmálunum sinnt. „Það getur ekki verið á for- gangslista að við sem höfum það að öðru leyti ágætt njótum skatta- lækkana á meðan atvinnulausir, elli- eða örorkulífeyrisþegar og foreldrar langveikra barna búa við kröpp kjör,“ segir Gylfi. ■ Gerð Sundabrautar myndi valda þenslu Forstöðumaður Hagfræðistofnunar segir óskynsamlegt að ráðast í gerð Sundabrautar í því efnahagsástandi sem ríki. Hagfræðingur Alþýðusam- bands Íslands segir alveg ljóst að framkvæmdin myndi skapa þenslu. SUNDABRAUT Mjög óskynsamlegt væri hjá ríkinu að ráðast í fram- kvæmdir við Sundabraut á næsta ári að sögn Tryggva Þórs Her- bertssonar, forstöðumanns Hag- fræðistofnunar Háskólans. R-listinn hefur lýst því yfir að vilji sé til þess hjá borgaryfir- völdum að hefja framkvæmdir við Sundabraut jafnvel strax á næsta ári. Sundabrautin hefur þannig verið sett efst á forgangs- lista stórframkvæmda í Reykja- vík og gerð mislægra gatnamóta við Miklubraut og Kringlumýrar- braut slegið á frest. Fyrir liggur að Sundabrautin mun kosta átta til tólf milljarða króna, allt eftir því hvaða leið verður valin. „Þó Sundabrautin sé arðsöm framkvæmd þá ber að fresta henni í því efnahagsástandi sem við erum í núna,“ segir Tryggvi Þór. Hann segir að framundan sé hagvaxtarskeið með auknum kaupmætti og nauðsynlegt sé að hafa hemil á opinberum fram- kvæmdum ef verðbólgan eigi ekki að fara af stað. „Ef farið verður út í þessa framkvæmd mun það auka enn frekar á þensluna í þjóðfélaginu og gera hagstjórnina erfiðari en ella.“ Tryggvi Þór segir að ef valið standi milli Sundabrautar og mis- lægra gatnamóta við Miklubraut og Kringlumýrarbraut, sem sé framkvæmd upp á þrjá milljarða sé mun skynsamlegra út frá hag- stjórnarlegu sjónarmiði að fara í framkvæmdir við mislægu gatna- mótin fyrst. „Ég tel nú reyndar að það eigi að bíða alveg með þetta eins og útlitið er núna.“ Ólafur Darri Andrason, hag- fræðingur Alþýðusambands Ís- lands, tekur í sama streng og Tryggvi Þór varðandi efnhagsleg áhrif Sundabrautar. „Það er alveg ljóst að í því efnahagsástandi sem er núna þá myndi Sundabrautin ýta undir þenslu í þjóðfélaginu. Einka- neysla er mjög mikil og á sama tíma er verið að boða skattalækk- anir þannig að það er augljóst að einhvers staðar verður að spyrna við. Framkvæmd upp á tíu til tólf milljarða á næstu þremur til fjór- um árum myndi hafa slæm áhrif ef ríkið myndi ekki draga saman seglin annars staðar.“ trausti@frettabladid.is ■ ASÍA ÁTTA FÉLLU Fimm uppreisnar- menn létust í átökum lögreglu og uppreisnarmanna í indverska hluta Kasmír í gær. Ráðist var inn á tvö heimili á þessum slóð- um. Eigandi annars var háls- höggvinn en tveir skotnir á hinu heimilinu. Talið er að aðskilnað- arsinnar hafi drýgt ódæðin. LAUSIR FRÁ GUANTANAMO Þrjátíu og fimm Pakistanar sem haldið var í Guantanamo fan- gelsinu á Kúbu hafa snúið heim eftir að vera sleppt úr haldi Bandaríkjahers. Mennirnir voru handteknir í Afganistan á sínum tíma og grunaðir um tengsl við al Kaída hryðjuverkasamtökin. Sex af þessum þrjátíu og fimm- ganga nú lausir en Pakistanar ætla að yfirheyra hina. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR UPPHITUN Á KRÓKNUM Mann- margt var í miðbæ Sauðárkróks aðfaranótt laugardags. Lögreglan segir skemmtanahaldið hafa farið vel fram en þó hafi „almennt nudd eins og gengur“ og læti fylgt skemmtununum. Lögreglan var að undirbúa sig fyrir réttardansleik gærkvöldsins sem haldinn var í Melsgili við bæjarmörkin. MAÐUR TÝNDIST VIÐ HVOLSVÖLL Ungur maður hvarf frá gönguhópi á Suðurlandi. Ekki var vitað hvert hann fór og voru björgunarsveitir kallaðar út til leitar. Komið var myrkur og rigndi. Maðurinn skil- aði sér kaldur og hrakinn tveim til þremur tímum síðar og var undir- búningi leitar hætt. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins: Nægur tími til samninga KJARAMÁL Ekki er tímabært að velta vöngum yfir því hvort al- mennir kjarasamningar séu í hættu, segir Ari Edwald, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins. Ari segir einu ógnunina sem steðji að kjarasamningum á almennum markaði vera þá að sleginn verði nýr taktur milli kennara og sveitarfélaga eða ann- arra starfsstétta hins opinbera á næstunni. „Skoða á forsendur kjarasamn- inganna í nóvember árið 2005 og 2006. Það verður að gera ráð fyrir því að hagstjórnartækjum verði beitt á þeim tíma sem fram undan er, í því skyni að koma í veg fyrir að samningar verði í hættu vegna verðbólgu,“ segir Ari. Hann bendir á að með hækkun stýrivaxta Seðla- bankans um hálft prósent á föstu- dag hafi verið stigið skref í þá átt. „Við höfum ekki gagnrýnt hækkanir Seðlabankans, meðal annars vegna þess að við teljum baráttuna við verðbólguna verða að hafa forgang,“ segir Ari. ■ VEISTU SVARIÐ? 1Um hversu mörg prósent hækkaðiSeðlabankinn stýrivexti á föstudag? 2Hvaða verslunarkeðju hyggst Baugurkaupa fyrir 94 milljarða? 3Hvar á landinu var maður handtek-inn vegna gruns um smygl á LSD í pósti? Svörin eru á bls. 34 TRYGGVI ÞÓR Segir að fresta beri gerð Sundabrautar. ÓLAFUR DARRI Segir Sundabraut ýta undir þenslu. Aldnir hermenn: Í fallhlífum á níræðisaldri HOLLAND, AP Á annan tug fyrrver- andi fallhlífahermanna, sem nú eru flestir komnir á níræðisaldurinn, stökk úr flugvél og sveif til jarðar nærri Arnhem í Hollandi í fallhlíf til að minnast þess að sextíu ár eru liðin frá orrustunni um Arnhem. Orr- ustan var hluti af tilraun Breta til að ná nokkrum brúm yfir fljótin Maas, Rín og Waal á sitt vald. Sú tilraun mistókst. Fallhlífahermennirnir fyrrver- andi voru misjafnlega vel á sig komnir. Einn var blindur og marg- ir nutu aðstoðar yngri fallhlífa- stökkvara þegar þeir stukku til jarðar. Einn þeirra stökk þó einn og hjálparlaus. „Þetta var skemmtileg upplifun,“ sagði Bernard Murphy, 83 ára. ■ SVEIF TIL JARÐAR Arthur Winstanley var fljótur að taka staf sinn eftir stökkið. TEIKNING AF SUNDABRAUT Óskynsamlegt væri að ráðast í gerð Sundabrautar nú, segja hagfræðingar. Slíkt myndi valda óþarfa þenslu í þjóðfélaginu. GYLFI ARNBJÖRNSSON Segir kjarasamninga ekki verða langlífa verði verðbólga álíka há og undanfarna mánuði. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR ÖLVUNARAKSTUR Fjórir voru teknir grunaðir um ölvun við akst- ur eftir miðnætti í gær í Hafnar- firði. Lögreglan var við reglubund- ið eftirlit. Ökumennirnir voru send- ir í blóðprufu og verði grunurinn staðfestur missa þeir ökuleyfið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.