Fréttablaðið - 19.09.2004, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 19.09.2004, Blaðsíða 11
Nýjar skoðanakannanir undirstrika miklar sviptingar í kosningabarátt- unni hér í Bandaríkjunum. Munur- inn milli Bush og Kerry á landsvísu virðist hafa minnkað niður í 5%. Sumar kannanir sýna enn minni mun. Hins vegar er Kerry að tapa fylgi í hefðbundnum demókrata- fylkjum sem hann verður að vinna til að eiga möguleika á forsetastóln- um. Bush hefur nú 8% forskot í Wisconsin og hér í Minnesota sýna tvær nýjar kannanir 2% forskot Bush. Sá munur er innan skekkju- marka en hefur sálræna þýðingu því Bush hefur ekki áður mælst með meira fylgi en Kerry á þessum slóð- um. Hins vegar birtist könnun í vik- unni sem sýndi 9% forskot Kerrys í Minnesota. Kosningabaráttunnar 2004 verð- ur ekki síst minnst fyrir framlag fót- gönguliðanna. Ungt fólk sveimar um strætin vopnað spjaldamöppum með kosningaáróður á vörunum, skráir kjósendur og biður um framlög í kosningasjóði. Jói á bolnum skreytir glugga með kosningaplakötum, næl- ir merki í barminn, límir miða á stuðarann og festir upp áróðursskilti í bakgarðinum. Jói hittir nágrannana á skipulögðum fundum á kaffihúsum einu sinni í mánuði til að ræða stöð- una og skipuleggja næstu tangar- sókn í hverfinu. Hér vestra fer mikil orka hjá flokkunum og frjálsum fé- lagasamtökum í að skrá kjósendur á kjörskrá. Nýir kjósendur, ekki síst ungt fólk, gætu hæglega ráðið úrslit- um í nóvember og því er til mikils að vinna. Skipulagðir hverfahópar spretta upp eins og gorkúlur þar sem kjósendur eru hvattir til að sann- færa nágranna sína um að kjósa rétt. Sumir fara ótroðnar slóðir. Á dögun- um mætti mér bíll á fjölfarinni hrað- braut með risastóru skilti þar sem gat að líta óhugnanlega mynd af blóðugu fóstri, sem búið var að lim- lesta. Yfirskriftin var: John Kerry styður fóstureyðingar. Repúblikanar eru sérfræðingar í neikvæðri kosn- ingabaráttu og barátta síðustu vikna bendir til að þær aðferðir skili ár- angri, ef andstæðingurinn hikar við að svara árásunum. Leita þarf aftur til Nixon-áranna til að finna jafn heiftúðuga kosninga- baráttu og nú. Þá eins og nú gráfu Bandaríkjamenn sér gröf í fjarlægri heimsálfu. Þá eins og nú klauf styrj- aldarrekstur þjóðina í tvær fylkingar. Þá eins og nú var sómi Bandaríkjanna í útrýmingarhættu. Í stað þess að hjálpa þjóðinni að draga lærdóm af Víetnamstríðinu ákvað Kerry að gera Víetnam að aðalmáli þessarar kosn- ingabaráttu. Barátta hans sem hefði getað beinst að þyrnum stráðri herför í Írak, grátlegum skorti á áætlunum um uppbyggingu landsins eftir fall Saddams og vaxandi mannfalli hefur snúist upp í taglhnýtingar um hvor frambjóðendanna hafi gert skyldu sína á áttunda áratugnum. Litlu virð- ist skipta þó reynsla af hefðbundinni hermennsku segi líklega ekkert um það hvort viðkomandi er hæfur til að stjórna baráttunni gegn hinum land- lausu hryðjuverkahópum nútímans. Á sama tíma og frambjóðendurnir heyja Víetnamstríðið upp á nýtt í fjöl- miðlum láta saklausir borgarar lífið í Írak í hundraðatali, traust almenn- ings þar í landi á setuliði Bandaríkj- anna er hverfandi og úrræðaleysi Bandaríkjastjórnar verður átakan- legra með hverri vikunni sem líður. Fáir benda á að þorparinn Osama bin Laden gengur enn laus þremur árum eftir ellefta september. ■ Vitlausa stríðið enn í hámæli 11SUNNUDAGUR 19. september 2004 BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni www.sonycenter.is Sími 588 7669 20GB harður diskur. Það er ekki aðeins hægt að geyma tónlist á spilaranum, heldur líka skjöl og myndir. G-Sensor er hannaður til að vernda þau gögn sem eru á harða disknum ef hann verður fyrir hnjaski. 30 klukkustunda líftími rafhlöðu. Þar sem spilarinn er hannaður til að eyða sem minnstri orku, þá endist rafhlaðan mun lengur en í öðrum spilurum . Betri hljómur. Þökk sé ATRAC staðli Sony færðu nú betri hljóm en hægt er að ná út úr venjulegum MP3 skrám. Hleðslustöð. Gerir allar tengingar einfaldar hvort sem um er að ræða rafmagnshleðslu eða gagnahleðslu. Finnd’ann - Eigð´ann - SMS leikur Í Fréttablaðinu í dag er Sony NW-HD1 spilarinn falinn. Ef þú finnur hann getur þú lesið SMS kóðann og sent hann á númerið 1900. Þú gætir unnið NW-HD1 spilarann frá Sony. NW-HD1 Finnd’ann, eigð´ann... Opið í dag! Úti er ævintýri Danska konungsfjölskyldan á það sam- merkt með öðrum konungsfjölskyldum, að lifa af í krafti fjarlægðarinnar, hefðar- innar og sögunnar. Ef þessi fjölskylda stígur of langt niður á jörðina, gæti Dan- mörk staðið frammi fyrir sömu vanda- málum og breska konungsfjölskyldan: spurningunni um hvaða not nútíma samfélag hefur fyrir yfirborgaðar glans- dúkkur sem haga sér ekkert betur en við hin. Ritstjórar slúðurblaðanna hafa þegar tilkynnt, að þeir líti á hinn yfirvof- andi skilnað sem veiðileyfi og muni ganga enn harðar að Glücksborgurum en raunin hefur verið til þessa. Ef fleiri skilnaðir eða ámóta hneyksli dynja á þessari viðkunnanlegu fjölskyldu, gæti vel farið svo, að frændur okkar Danir, þótt seinþreyttir séu til vandræða, krefj- ist þess, að óslitin röð danskra ríkisarfa frá 810 verði rofin, landið gert að lýð- veldi og danska konungsfjölskyldan send á náðir félagsmálastofnunar.En það fer allt eftir því hvernig fjölskyldan höndlar það að vera skyndilega ofurseld sömu lögmálum og allar aðrar fjölskyld- ur á Vesturlöndum, þar sem skilnaður er hluti af daglegu brauði. Úti er ævintýri. Þórdís Bachman á kistan.is Múrar um úrelt skólastarf Kannski er kominn tími á að skólakerfið fái tækifæri til þess að vaxa og dafna í takt við breytta tíma. Kannski er vandi kennara ekki fólginn í of mörgum mín- útum innan veggja skólans heldur ein- mitt í skipulagi skólakerfisins. Það er kominn tími á að hætta að múra allt skólastarf inn í stofu með þrjátíu borð- um, þótt stólarnir séu þægilegir. Þrátt fyrir að forsvarsmenn menntamála dá- sami sveigjanleikann og láti sem skóla- kerfið sé uppfullt af honum, þá steypum við alla nemendur í sama mót. Þetta mót kallast samræmd próf í ákveðnum fögum. Þá látum við öll börn á sama aldri vera í sama bekk með sama kenn- ara, alltaf. Ekki er það mikill sveigjan- leiki. Það gáfulegasta sem okkur dettur svo í hug er að skipta eftir getu til þess eins að búa til elítu og passa upp á að ellefu ára börn sem eiga erfitt með að reikna geri sér nú pottþétt grein fyrir því að þau séu ekki alveg jafn góð og hinir. Niðurstaða: Hættum að byggja skóla utan um úrelt skólastarf. Fleygjum sam- ræmdum prófum og leyfum hinum rómaða sveigjanleika líka að eiga heima innan veggja skólans. Halla Gunnarsdóttir á murinn.is Varfærinn umhverfisráðherra Þau orð hins nýja umhverfisráðherra að menn þurfi að umgangast auðlindir af varfærni og dæmið sem hún nefnir því til staðfestingar vita á gott. Ótakmörkuð sókn í auðlindir leiðir til ofnýtingar eins og svo mörg dæmi eru um. Í megin- atriðum eru til tvær leiðir til að tak- marka nýtingu auðlinda. Annars vegar með því að gera þær, eða nýtingarétt- inn, að einkaeignarréttindum. Hins veg- ar má takmarka nýtinguna með lögum og reglum. Með einkaeignarrétti er við- hald og skynsamleg nýting auðlindar tengt fjárhagslegum hagsmunum ein- staklinga. Það er því líklegt en að sjálf- sögðu ekki öruggt að nýtingin verði skynsamleg. Takmörkun á nýtingu með lögum og reglum verður alltaf tilviljana- kenndari. Við lagasetningu togast á ýmsir hagsmunir. Þetta sáu menn í sumar þegar æðstu menn þjóðarinnar, stjórnmálaflokkar, stórfyrirtæki, fjölmiðl- ar og hagsmunasamtök héldu nám- skeið í því hvernig lög verða til og ekki til. Það er ekki gott að nýting auðlinda sé háð slíkum duttlungum Vefþjóðviljinn á andriki.is Ameríkubréf SKÚLI HELGASON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.