Fréttablaðið - 19.09.2004, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 19.09.2004, Blaðsíða 15
SUNNUDAGUR 19. september 2004 15 Mercedes Benz CLS 350 & CLS 500 Bíllinn verður frum- sýndur á næstu vikum í Þýskalandi Sparibíll er með þessa bíla til afhendingar strax á megin- landinu. En nú býðst Íslendingum að festa kaup á bílunum á sama tíma og Evrópubúum. Verð frá: 10.700 þúsund. Nú þegar er biðlisti eftir þessum bílum. Sparibíll kynnir Skúlagötu 17, 101 Reykjavík Sími 577 33 44 www.sparibill.is Þórður Már ári síðar: Tökum þátt í framhaldinu Á þessu ári hefur margt breyst í starfsemi Straums og hann hefur eflst gríðarlega,“ segir Þórður Már Jóhannesson, for- stjóri Straums fjárfestingar- banka. Straumur hefur breyst úr fjárfestingarsjóði í fjárfest- ingarbanka frá uppstokkuninni fyrir ári. Þórður segist viður- kenna það að Straumur hafi verið gerandi í atburðarásinni fyrir ári með eign sinni í Eim- skipafélaginu. „Við högnuðumst vel á þessum viðskiptum og seldum hlut okkar í Flugleiðum með góðum hagnaði.“ Þórður segir að Straumur muni taka fullan þátt í því sem fram undan er í íslensku við- skiptalífi. „Við sjáum fyrir okkur að Straumur geti verið gerandi í mörgum verkefnum sem fram undan eru í viðskipta- lífinu.“ ■ HÖGNUÐUST VEL Þórður Már Jóhannesson, forstjóri Straums, segir félagið hafa hagnast vel á uppstokkuninni. Straumur ætlar sér full- an þátt í framhaldinu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA þrýstingi frá eigendahópi sem vildi halda óbreyttum valdahlut- föllum í viðskiptalífinu. Þórður fékk frjálsari hendur og var miklu meiri gerandi í atburða- rásinni en flestir gerðu sér í hugarlund. Straumur aftur miðpunktur Til þessarar sömu kynslóðar teljast einnig stjórnendur KB banka, forstjóri Baugs og stjórn- endur Bakkavarar. Þessi kynslóð er í viðskiptum á forsendum við- skipta. Enginn vilji er meðal leið- andi viðskiptamanna af þessari kynslóð að þjóna pólitískum hagsmunum. Hins vegar hefur ekki verið hjá því komist í þeirri umbyltingu þjóðfélagsins sem hrun Kolkrabbans endurspegl- aði. Þessi kynslóð ætlar sér meira. Ríkur vilji er fyrir því innan henn- ar að hagræða enn frekar og stok- ka upp í fjármálakerfinu og mark- miðið er að sækja fram. Komandi vetur mun verða viðburðaríkur í viðskiptalífinu. Búast má við því að Straumur geti aftur orðið mið- punktur í uppstokkuninni. Báðir viðskiptabankarnir horfa til Straums. Íslandsbanki vill gjarn- an sameinast Straumi og innan Landsbankans eru á kreiki hug- myndir um að Straumur taki til sín rekstrarþætti frá Íslands- banka ef Landsbankinn og Ís- landsbanki sameinast. Landsbankinn hefur beðið átekta og einbeitt sér að útrásar- verkefnum. Ef hreyfing kemst á innlendan fjármálamarkað mun bankinn hins vegar taka þátt í at- burðarásinni. Íslandsbanki er ekki með jafn sterkan hluthafa- hóp og hefur því minna svigrúm til aðgerða ef hjólin fara skyndi- lega að snúast. Stórir hluthafar í Íslandsbanka hafa ekki sömu burði og eigendur Landsbankans til þess að auka hlutafé eða styðja við yfirtöku annars banka. Útrás fyrir 200 milljarða Veikleiki Landsbankans ligg- ur í miklum vexti. Honum fylgir veikari eiginfjárstaða sem aftur hamlar gegn hærra lánshæfis- mati. Ný íbúðalán KB banka hafa sett þrýsting á hina bankana. Til lengri tíma getur smæð þeirra í samanburði við KB banka reynst þeim erfið í samkeppninni. Stjórnendur þessara banka munu bregðast við því ástandi. Þar mun sameining Landsbank- ans og Íslandsbanka vera einn kostanna. Annað einkenni nýrrar kyn- slóðar í viðskiptalífinu er útrás- arhugur. Miðað við það sem er í vinnslu nú um stundir má gera ráð fyrir að íslensk fyrirtæki fjárfesti erlendis fyrir hátt í tvö hundruð milljarða á næstu mán- uðum. Baugur hefur þegar hafið vinnu við yfirtöku Big Food Group, sem er fjárfesting upp á 94 milljarða. KB banki hefur þegar fjárfest fyrir yfir áttatíu milljarða í Danmörku og í Bret- landi bíður verkefni upp á 50 milljarða við yfirtöku Singer and Friedlander. Bakkavör mun að öllum líkindum reyna yfirtöku á Geest fyrir 50 milljarða upp úr áramótum. Við þetta munu svo bætast erlendar fjárfestingar Landsbankans, Burðaráss og Ís- landsbanka. Það eru því engar líkur á tíðindalausum vetri í við- skiptalífinu. haflidi@frettabladid.is UPPSKIPTING KOLKRABBANS 19. SEPTEMBER 2003 Íslandsbanki: Sjóvá Almennar Straumur Flugleiðir Landsbankinn: Eimskip Brim Burðarás Marel Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna Steinhólar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.