Fréttablaðið - 19.09.2004, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 19.09.2004, Blaðsíða 17
SUNNUDAGUR 19. september 2004 17 hef séð menn verða beiska og gamla daginn sem þeir misstu ráðherradóm. Það truflar mig ekki að vera fyrrverandi þing- maður, en samt sakna ég þess því það hamlar að ég geti unnið af fullu mögulegu afli fyrir mitt fólk og mitt kjördæmi og ég hef alltaf kappkostað að vinna fyrir landið í heild. Í Njálssögu hef ég alltaf kunnað einna best við Þrá- in í Holti sem átti að sitja í hefð- arsæti í brúðkaupi Gunnars frá Hlíðarenda en sat ystur og sagði að fyrst hann sæti þar mættu aðrir vel við una. Þetta er minn stíll og minn húmor.“ Árni sér ekki ástæðu til að ræða fangelsisdvöl sína í smá- atriðum. „Mistök eru mistök hver svo sem ber ábyrgð á þeim og svo þýðir ekkert að festast í því,“ segir Árni. „Sem blaðamað- ur skrifaði ég allmikið um sviðs- verkin í Þjóðleikhúsinu. Eitt af því sem ég hafði alltaf hug á að gera var að ganga inn í leikrit og brjóta upp atburðarásina og skrifa grein. Ég hefði gert það með leyfi leikstjórans en án vit- undar leikaranna. Þetta hefði ekki meitt neinn en hefði hugsan- lega getað orðið fyndið. Það varð samt aldrei neitt úr þessu. Eitt af því fáa sem mér hefur dottið í hug en ekki framkvæmt. Ég hafði líka hug á því í blaðamann- stíð minni að dvelja tvær til þrjár nætur í fangelsi og upplifa hvernig það væri. Þær nætur urðu fleiri.“ „Stóra samráðið“ „Ég átti ábyggilega að fara í fangelsi,“ svarar Árni brosandi, „þó það skjóti svolítið skökku við miðað við þann urmul manna sem sleppur við það þrátt fyrir hvunndagsleg mistök eins og mér urðu á og jafnvel miklu al- varlegri. Ég leiðrétti sjálfur mín tæknilegu mistök þótt ekki væri leiðrétt gagnvart mér. Það er sem betur fer ekkert fordæmi fyrir meðhöndlun eins og á mér. Guði sé lof. Kerfið hlýtur að hafa verið glorhungrað og ég var ugg- laust heppinn að hafa ekki verið dæmdur til dauða. En „Stóra samráðið“ er hrikalegt á Ís- landi.“ Hann segist hugsanlega skýra nánar frá því síðar hvað hann á við en bætir við: „Það er verið að gagnrýna olíufélög og tryggingafélög fyrir samráð. Það er smámál. Hitt er stærra mál að réttarkerfið og hópur lögfræð- inga eiga allt sitt undir góðu sam- starfi innan lokaðs kerfis sem býr sér farveg til launa og afls í samfélaginu en hugsar ekki um réttlæti. En fólkið í landinu er ekki asnar og brjóstvit þess síar úr þvæluna og kjaftæðið í svo mörgum málum. Það hefur ekk- ert farið á milli mála á undan- förnum árum hvernig rannsókn- arlögregla og dómstólar hafa tapað trausti fólks. Venjulegt fólk kann að lesa út úr misræm- inu, sýndarmennskunni og vald- níðslunni.“ Lítur hann svo á að hann hafi fengið ómaklega meðferð í fjöl- miðlum og innan réttarkerfisins? „Hún var geggjuð. Og það segi ég út frá mínu saklausa brjóst- viti,“ segir hann. „Ég veit ósköp vel að meðferðin var ósönn en hún getur verið sönn fyrir þeim sem unnu að henni. En að fjalla 7.000 sinnum um mig á einu ári er eitthvað sem stenst ekki. Það sér hver heilvita maður. Ég vil ekki fjalla um þetta mál í smá- atriðum en kannski var ég að líða fyrir það að hafa talað tæpi- tungulaust íslenska tungu og gagnrýna margt í okkar kerfi um árabil. Jón Hreggviðsson fékk harðastan dóminn í Íslands- klukkunni fyrir það að rífa kjaft á íslensku. Það á ekki að vera hægt að vinna svona í jafn litlu samfélagi og Ísland er. Þetta var botnlaus skrípaleikur en það er líklega tilgangur með öllu og kannski vex eitthvað síðar sem skiptir máli af þessum sprotum úr melnum sjálfum.“ Ekki dómari í eigin sök Og spurningunni um sekt eða sakleysi svarar Árni: „Það fjalla ég kannski um síðar á mínum vettvangi ef ég fæ tækifæri til. Maður getur ekki verið dómari í eigin sök, alveg sama hvað maður veit. Ég er með málið í salti. Allt hefur sinn tíma og svo er um þetta mál. Það skiptir öllu að fólk viti sjálft hvað það hafi gert og hverju það ber ábyrgð á. Og það getur verið allt annað en dómur sem birtist á prenti eða hjá form- legum embættismönnum. Í opin- berri umræðu er svo mörgu snú- ið við. Ég lít jöfnum höndum á mig sem stjórnmálamann og blaðamann en mér finnst það hafa færst í aukana á síðustu ára- tugum að verið sé að selja hluti en ekki segja þá. Fólk heldur að réttarkerfið á Íslandi sé í lagi og auðvitað á maður að geta treyst því. Í það er sett mikið fjármagn og maður á að trúa á réttlæti þess. En svo gerast einkennilegir hlutir. Í fjölmiðlamálinu túlkuðu engir tveir lögfræðingar lögin eins. Hvaða síðdegisleikur er lög- fræðin eiginlega? Annað dæmi er þegar fjölskipaður dómur Hæsta- réttar, fimm dómarar, velur einn til að afgreiða málið. Fólk heldur að þegar það fái fimm dómara til að fjalla um sitt mál þá fái það réttláta meðferð, dómarar muni skoði plúsa og mínusa og komast að niðurstöðu á breiðri þekkingu og túlkun. Það er ekki þannig. Einn dómari afgreiðir málið að öllu jöfnu og hinir hirða launin sín. Þetta vita allir sem þekkja innviðina en er eitt af þeim feimnismálum sem fróðlegt verð- ur að fjalla um síðar. Það er sorg- legt að marga svokallaða sér- fræðinga vantar gáfuna til að nota gáfurnar sínar.“ Árni segir fjölskyldu sína hafa staðið órofa með sér í erfið- leikunum, eins og á gleðistund- unum. „Fjölskylda mín stendur ætíð saman. Svo eru vinir manns traust fólk sem svignar ekki svo glatt. Auðvitað eru undantekn- ingar. Stundum telur fólk sig eiga hagsmuna að gæta og rammar sig inn í umhverfi og lokar sig af frá manni. Það er ekkert skemmtilegt að upplifa það en ég ætla ekki að dæma það fólk. Það er sárt ef vinir manns treysta manni ekki lengur, ótrú- lega sárt af því að það er svo mikil lítillækkun í því.“ Mótlæti er plús Árni segir lífsviðhorf sitt ekki hafa breyst eftir dóm og fangels- isvist. „Allt mótlæti er plús vegna þess að það er besti skól- inn. Ég hef upplifað stórkostlega reynslu þótt hún væri kannski ekki það skemmtilegasta, en ég kynntist frábæru fólki innan múra og utan og hvað getur mað- ur annað en fagnað því og glaðst? Það er svo lítill munur á fólki þegar upp er staðið, kannski ein- hver 5 prósent sérviska til eða frá. Hitt eru sameiginlegar vonir og þrár. Sumir geta hins vegar ræktað í sér þetta leiðindapúka- eðli sem maður hefur séð allt of oft í samfélaginu. Lífsviðhorf mitt felst í því að taka þessum 200 árum sem maður á aðgang að með gneistandi fjöri. Það er ein- faldlega þannig að ef maður nýt- ir tímann vel þá nær maður 200 árum út úr þessum 70-80 sem hinir skila sem ekkert gera, halda sig til hlés, eru í örygginu og skjólinu en leggja ekkert af mörkum, taka enga áhættu. Lífið snýst um að láta hendur standa fram úr ermum, láta hugmyndir verða að veruleika. Kannski fylgja því mistök, en ég held að maður eigi að taka þá áhættu. Það gengur vonandi ekki það langt að maður geti ekki leiðrétt þau mistök. Meðan maður meiðir engan þá held ég að maður sé að skila betra mannlífi.“ Hann segist lítið hugsa um það að eldast: „Ég hef aldrei skynjað aldur. Aldur er ekki mitt fag. Með auknum þroska safnar maður auðvitað reynslu og hegð- ar sér á annan hátt en áður, en ég er ekkert viss um að það komi aldri mikið við. Það er almenn regla í hverju þjóðfélagi að menn taka tillit til ákveðinna hluta og það gera menn eftir því sem þeir læra meira og komast að raun um að þeir vita alltaf minna og minna.“ Er hann bjartsýnismaður í eðli sínu? „ Bjartsýnni en sólin að morgni dags,“ svarar hann. „Ég þekki ekkert annað en bjartsýni. Hún er eina örugga kjarabótin.“ kolla@frettabladid.is Háskólabíó vi› Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is VERÐ FRÁ 12.240 KR. FYRIR 5 TÓNLEIKA, eða 2.040 kr. á mánuði í sex mánuði í sætaröð 21–28 og 14.280 kr. í sætaröð 1–20 eða 2.380 kr. á mánuði í 6 mánuði sé greitt með Visa kreditkorti. 23. & 24. SEPTEMBER Það besta af hvíta tjaldinu 28. & 29. OKÓTBER Töfrar óperunnar og tónaljóðsins 5.-8. JANÚAR Vínartónleikar 17. & 18. MARS Galdrar og goðsagnir 6. & 7. MAÍ Philharmonic Rock Night Græna áskriftarröð Sinfóníuhljómsveitar Íslands er ferðalag vítt og breitt um heim tónlistarinnar, frá háklassík til poppsins og allt þar á milli. Fáðu þér áskrift að öruggu sæti og betra verði hjá Sinfóníuhljómsveitinni í vetur. Gallabuxur, kjól og hvítt TÖFRAHEIMURTÓNLISTARINNAR aðeins 2.040 kr. á mánuði Græn tónleikaröð Einsöngvari: Gary Williams. „Einn besti sveiflusöngvari Breta fyrr og síðar“ – Times Einsöngvari: Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir. „Er á leið á vit mikilla afreka“ – Independent Það sem Íslendingum finnst skemmtilegast að hlusta á. Einleikari: Liene Circene. „Einhver besti píanóleikari sem hér hefur komið fram“ – Jónas Sen Modest Mússorgskíj, Deep Purple, Gustav Mahler, Pink Floyd, Led Zeppelin og Queen. NÁNARI UPPLÝSINGAR Á WWW.SINFONIA.IS M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN FYRSTU TÓNLEIKARERU ÁFIMMTUDAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.