Fréttablaðið - 19.09.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 19.09.2004, Blaðsíða 18
18 19. september 2004 SUNNUDAGUR Flest bendir til að verkfall kenn- ara hefjist á mánudagsmorgun enda heilu úthöfin á milli krafna þeirra og þess sem sveitarfélögin eru reiðubúin að borga. Núorðið eru verkföll heldur fátíð í sam- félaginu en í eina tíð logaði allt í óeirðum á vinnumarkaði og hver stéttin á fætur annarri lagði niður störf um lengri eða skemmri tíma. Ýmist lauk þeim með samningum eða lögum. Eftir að þjóðarsáttarsamning- arnir tókust 1990 hefur að mestu ríkt friður milli launþega og vinnuveitenda, hvort heldur sem launagreiðendur eru fyrirtæki, ríki eða sveitarfélög. Á því eru þó vitaskuld nokkrar undantekning- ar og yfirgnæfandi líkur á að enn ein undantekningin verði að veru- leika á mánudag. Annars er athyglisvert og umhugsunarefni að á síðustu árum hafa það eink- um verið kennarar, heilbrigðis- stéttir og sjómenn sem hafa grip- ið til verkfallsvopnsins. Aðrir virðast sáttari við sitt eða eiga betra með að ná viðunandi kjara- samningum án teljandi átaka. Raunar er deilt um afl verk- fallsvopnsins og halda sumir því fram að verkföll skili sjaldnast því sem vonast var til. Langvinn vinnustöðvun kostar auðvitað sitt og launahækkanir í samning- um eru sjaldnast svo miklar að þær vegi upp á móti nokkurra vikna tekjutapi. Á móti segja „fylgjendur“ verkfalla að þau séu eina leiðin til að ná fram við- unandi kjarabótum. Ekki sé hlustað á menn við samninga- borðið fyrr en verkfallsheimild sé veifað og það sé svo undir vinnuveitendunum komið hvort þeir láti sverfa til stáls eða ekki. Þeirra sé valið. Setja verður sérstakan fyrir- vara við orðið fylgjendur í þessu sambandi því sjaldnast eru menn fylgjandi því í hjarta sínu að til verkfalls komi. Slíkar aðgerðir eru jafnan sársaukafullar og geta haft víðtækar afleiðingar í sam- félaginu. Kennaraverkföll eru því marki brennd. Áhrif þeirra ná víða og setja hefðbundið þjóðlíf í hálfgert uppnám. Sé litið yfir átakasögu á vinnu- markaði síðustu tveggja áratuga er staðnæmst sérstaklega við nokkur verkföll. Haustið 1984 sváfu óvenju marg- ir út og það í marga daga því prent- arar voru í verkfalli í sjö vikur og félagar í BSRB í tæpar fjórar. Prentararnir gerðu það að verkum að engin voru blöðin og opinberir starfsmenn settu marga aðra þætti samfélagsins í algjört uppnám. Farmenn fóru í mánaðarlangt verkfall í ársbyrjun 1987 og starfsmenn innan VR voru frá vinnu um skeið 1988. Sjúkraliðar voru í um sjö vikna verkfalli 1994 og sjómenn voru frá vinnu í þrjár vikur 1998 og í sex vikur 2001. Auk þessa má nefna fjölmörg lengri og skemmri verkföll ann- arra stétta, t.d. bifreiðastjóra í Sleipni, mjólkurfræðinga, far- manna, framhaldsskólakennara, Dagsbrúnarmanna og hjúkrunar- fræðinga. Hér á síðunni má sjá nokkrar myndir úr safni frá verkföllum liðinna ára. Greinilegt er að verk- fallsverðir taka störf sín alvar- lega enda skín einbeiting úr hverju andliti. bjorn@frettabladid.is Verkföll hafa sett sinn svip á samfélagið í gegnum áratugina og kostað sitt. Deilt er um bit verkfallsvopnsins en því var oftar beitt áður fyrr. Sársaukafullt kennara- verkfall vomir þó yfir þjóðinni. Það er verkfall ÚT MEÐ ÞIG Til átaka kom milli starfsmanna Secur- itas og Póstsins í BSRB-verkfallinu 1984. Óvíst er hvorir höfðu betur. 1984 LÖGREGLAN SKAKKAR LEIKINN Verkfallsaðgerðir hafa á stundum orðið róstusamar líkt og gerðist í verkfalli prentara árið 1984. 1984 ÞAÐ FER ENGINN INN HÉR Dagsbrúnarmenn á verkfallsvakt standa vörð við Mjólkur- samsöluna í Reykja- vík 1997. 1997 LOKAÐ Hurð Hagkaupa í Kringlunni rennt nið- ur í verkfalli VR-starfsmanna 1988. 1988 VILT’ Í NEFIÐ VINUR MINN? Guðjón A. og Helgi Laxdal fá sér hressingu í verkfalli far- manna 1998. 1998 STOKKIÐ Í LAND OG GÍTARINN MEÐ Sjómenn fóru í verk- fall 1995, aftur 1998 og enn aftur 2001. Hvað gerist nú? 2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.