Fréttablaðið - 19.09.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 19.09.2004, Blaðsíða 19
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 9 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 98 stk. Keypt & selt 25 stk. Þjónusta 17 stk. Heilsa 10 stk. Skólar & námskeið 4 stk. Heimilið 13 stk. Tómstundir & ferðir 6 stk. Húsnæði 18 stk. Atvinna 30 stk. Tilkynningar 3 stk. Kynbundnir námsstyrkir BLS. 2 Góðan dag! Í dag er sunnudagurinn 19. september, 263. dagur ársins 2004. Reykjavík 7.03 13.21 19.38 Akureyri 6.46 13.06 19.24 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag „Við höfum starfrækt tyggjóhreinsun í eitt og hálft ár og er þetta mikið þarfaþing,“ segir Erlingur Snær Erlingsson hjá fyrir- tækinu Tyggjóhreinsun sem hann rekur ásamt konu sinni Hildi Björk Ingibertsdótt- ur hjúkrunarfræðingi. Ævintýrið hófst á því að hann sá tyggjóhreinsivél auglýsta í bandarísku blaði en endaði á því að finna fullkomnu vélina í Birmingham í Englandi. „Við héldum til Englands þar sem við heilluðumst af vélinni og hófum þá rekstur- inn upp frá því. Í fyrstu gerðum við þetta samhliða vinnu en nú hef ég alfarið snúið mér að rekstri þessa smáa fjölskyldufyrir- tækis,“ segir Erlingur. Tæknin við að losa klessurnar felst í því að vatn er hitað upp í 100 til 150 gráður og síðar er því skotið með lágum þrýstingi á klessurnar. Að því loknu er vistvænu hreinsiefni bætt við og klessan einfaldlega burstuð í burtu, en ólíkt hefðbundinni há- þrýstitækni leysir þessi aðferð tyggjóið al- veg upp. „Þetta er hljóðlaus og áreynslulaus hátt- ur við hreinsunina og gæti í raun hentað í ótrúlegustu hreinsunarverkefnum,“ segir Erlingur og segir að hrein aðkoma að fyrir- ækjum kalli á jákvæða upplifun viðskipta- vina. „Fólk myndi aldrei henda tyggjó á stéttina fyrir utan heimili sitt, en það er eins og þeg- ar það er komið á almenningssvæði sýni það umhverfinu ekki eins mikla virðingu. Mörg- um finnst í lagi að hegða sér með þessum hætti en þegar fyrirtækin verða yfirþreytt á þessu kalla þau á okkar hjálp,“ segir Erling- ur, sem þarf að veita ýmsum fyrirtækjum endurtekna þjónustu þar sem klessurnar koma alltaf aftur, en hann segir það vera með minni tilkostnaði í hvert skipti. „Endalaust úrval af bragðtegundum eyk- ur bara á vinsældir tyggigúmmís og eru götur fullar af tyggjóklessum alheims- vandamál sem ekki virðist vera að minnka,“ segir Erlingur. kristineva@frettabladid.is Lítið fjölskyldufyrirtæki: Skotið á tyggjóklessur atvinna@frettabladid.is Amma óskast eru orðin nokk- uð algeng orð í atvinnuauglýs- ingum á seinni árum. Þá er átt við góða konu, komna til vits og ára, sem er tilbúin að koma inn á heim- ili og gæta barna í einhvern tiltekinn tíma. Ömmur hafa yfir sér ákveðinn sjarma og verði kennaraverkfallið langt getur eftir- spurnin eftir þeim orðið ótrúlega mikil. Þá þykjast þeir lík- lega heppnir sem eiga alvöru ömmu að halla sér að. Sjö til átta hundruð ný störf geta skapast úti á landi gangi vonir Byggðastofnunar eftir en henni var falið að ráðstafa 500 milljónum af 700 sem ríkis- stjórnin ákvað að verja í atvinnu- átak á landsbyggðinni. Hún valdi 28 verkefni af um hundrað sem sótt var um styrki til og veitti til þeirra samtals 350 milljónum. Starfsmenn skóla á háskólastigi í mars 2003 voru 2.515 tals- ins. Þótt konur séu þar í naumum meiri- hluta eða 52% eru stöðugildi karla 51 fleiri en kvenna. Af 197 prófessorum eru 32 konur eða 16%, sem er sama hlutfall og árið áður. Karlar eru einnig fjölmennari í stöðum aðjúnkta og stunda- kennara. Konur eru hins vegar fleiri meðal lektora og í sérfræði- störfum hvers konar og í stöðum sem tengjast skrifstofustörfum, ráðgjöf, bókasafni og rekstri hús- næðis. Þar er hlutur kvenna 75% á móti 25% hlut karla. Erlingur Snær og Hildur Björk við tyggjóhreinsivélina góðu. Smáauglýsingar á 995 kr. visir.is SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Liggur í loftinu Í ATVINNU FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA NEYTENDUR o.fl. Þú getur pantað smáauglýsingar á www.visir.is KRÍLIN Af hverju vill rafmagnsmaðurinn alltaf skoða gamla dótið okkar í kjallaranum? 26 ára erlendur karlmaður óskar eftir vinnu. Er vanur smíðavinnu en skoða allt. Uppl. í síma 899 9555. 28 ára kk. óskar eftir vinnu. Ýmsu vanur og flest kemur til greina. Uppl. í s: 862 0869 Verkamaður óskar eftir vinnu. Upplýs- ingar í sími 848 5071. „Þetta var bara æðislegt frá a til ö,“ segir Margrét R. Jónasdóttir, förðunarfræð- ingur hjá Mac, sem upplifði ævintýri lífs síns þegar hún var ráðin til að farða lista- fólkið sem kom fram á opn- unarhátíð Ólympíuleikanna í Aþenu. „Í fyrsta lagi var svo gaman að upplifa hvað allir voru glaðir og jákvæðir, ekki síst Grikkirnir sjálfir, sem höfðu lagt allt í að gera leikana sem glæsilegasta. Og svo var ólýsanlega skemmtilegt að fá að vera þátttakandi í förðuninni og undirbúningnum fyrir opn- unarhátíðina.“ Gríðarlegur hiti var í Aþenu þegar leik- arnir voru haldnir og dag- inn sem opnunarhátíiðin var haldin keyrði um þver- bak. „Ég skil núna af hverju fólk í heitum löndum tekur síestur,“ segir Margrét hlæjandi. „Við æfðum í marga daga fyrir hátíðina og aðal- áherslan var á að samræma þannig að allir væru að gera eins. Það var ákveðið þema í gangi og það þurfti að æfa allt oft og mörgum sinnum. Þeir sem sáu um sjónvarpsupptökurnar komu daglega til að biðja um minna silfur, meira gull eða ný litbrigði og það var verið að breyta og bæta fram á síðustu stundu.“ Margrét segist ekki hafa farðað neina fræga í Grikk- landi nema Grikkina sjálfa sem eru frægir í sínu heimalandi en minna ann- ars staðar. „Ég sá ekki um förðun á Björk í Aþenu, en hlotnað- ist hins vegar sá heiður að farða hana í síðustu viku fyrir nýjasta myndbandið hennar sem var tekið upp á Mýrdalssandi. Jú, hún er sú frægasta sem ég hef farðað,“ segir Margrét. „Hún er náttúrlega svo of- boðslega fræg þó okkur finnist hún alltaf vera bara stelpan okkar.“ Þeir hjá Mac í New York tókust á loft eftir að Margrét farðaði Björk og vildu vita allt um hvaða efni og liti hún notaði. „Þeir bíða spenntir og ég sagði auðvitað Björk að hún gæti fengið förðunar- meistara frá Mac hvar sem hún væri stödd í heimin- um,“ segir Margrét og von- ar að Björk muni nýta sér það. edda@frettabladid.is Margrét R. Jónasdóttir förðunarfræðingur: Upplifði ævintýrið í Aþenu Margrét farðaði listamennina sem komu fram á opnunarhátíð Ólympíuleikanna í Aþenu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.