Fréttablaðið - 19.09.2004, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 19.09.2004, Blaðsíða 40
20 19. september 2004 SUNNUDAGUR Suður. Austur. Norður. Vestur. Bentu á þann sem að þér þykir bestur. Ja, hvar býr hamingjan? Úti á landi, segja nýjustu rannsóknir á lífs- viðhorfi Íslendinga. Sveitafólkið er hamingjusamara, yfirvegaðra, rólyndara og með önnur sjónarmið á gildi lífs og tilveru. Lifa í sátt við Guð og menn. Helgarblaðið tók hugarhús á innfæddum sem aðfluttum dreifbýlingum í Grímsey og Sandgerði og á Patreksfirði og Borgarfirði eystri; einum úr hverri höfuðátt landsins fagra. Lifað í útnárum Guðs „Ég held að Grímsey sé svolítið eins og falin paradís,“ segir skóla- stjórafrúin og leiðbeinandinn Helga Mattína Björnsdóttir í Grímsey. Í Grímseyjarskóla eru nú tólf nemendur á aldrinum sex til þrettán ára. Meðalaldur eyja- skeggja er þrjátíu ár. „Grímseyingar eru vissulega öðruvísi en annað fólk. Þeir eru einstaklega glaðsinna og opnir. Sögnin „að leiðast“ er ekki til í orðaforða íbúanna. Þetta er harð- duglegt fólk og óskaplega sjálf- barga, bæði til vinnu og skemmt- anahalds,“ bætir Helga Mattína við, en sjálf kemur hún af Lauga- veginum í Reykjavík og hefur sannarlega samanburð. Síðastlið- inn áratug hefur hún búið í Grímsey, en áður hafði hún búið eitt ár í Súðavík. „Búflutningar út á land hafa aldrei verið vonbrigði, en alltaf viðbrigði. Að búa í Súðavík og Grímsey er til dæmis mjög ósam- bærilegt miðað við landsbyggð- ina. Annar staðurinn er lokaður; hinn opinn fyrir víðáttunni. Víð- áttan er í algleymingi og þannig verður hugurinn eins; opinn og víður. Það er lýsandi að umhverf- ið kemur fram í daglegu lífi Grímseyinga.“ Þegar Helga Mattína flutti heimilisfang sitt í nyrstu byggð Íslands tók hún vitaskuld bílinn með sér. Í þá daga þvældust fáir á bíl um tvær götur Grímseyjar sem aðeins tekur fimm mínútur að rúnta. „Í fyrstu var gert grín að okkur og þótti ástæða til að taka upp á þorrablóti bílferðir skólastjóra- hjónanna.“ Í Grímsey eru engin fjöll og ekki tekur meira en fimm tíma að ganga hringinn. Veðursæld er mikil þótt vestanáttin sé skæð. Íbúarnir eru 93 en hafa í gegnum tíðina verið í kringum hundrað, enda búið gott og afkoman enn betri. Við Grímsey eru einhver fengsælustu fiskimið landsins og hægt að sjá skipin á veiðum frá eyjunni. Fólkið hefur það gott, bæði afkomulega og í sinni; býr vel, á góð hús, fína bíla og íbúðir í landi og fer mikið í ferðalög til að skoða heiminn. „Grímseyingar eru tengdir sterkum vináttuböndum og njóta þess virkilega að vera saman. Það var mikil upplifun þegar ég fermdi yngsta barnið mitt hér í eynni. Þá kom í ljós að mæður fermingarbarna hafa fyrir sið að halda veislurnar saman, en að jafnaði fermast hér tvö börn á ári. Þá er engum boðið formlega í ferminguna því öll eyjan mætir hvort eð er og er meira en vel- komin. Húsmæðurnar koma fær- andi hendi; sú klárasta í flatköku- bakstri með sína afurð og sömu- leiðis sú sem er flinkust í margengskökugerðinni.“ Í Grímsey er ein verslun, gall- erí, gistiheimili, sumarhótel og veitingastaðurinn Krían. „Fólk gerir hér vel við sig í mat og drykk, býður heim, borðar saman og spilar. Hér búa heimsborgarar en engir sveitamenn með barlóm eða minnimáttarkennd. Maður hefur aldrei á tilfinningunni að maður sé staddur úti á hjara og reyndar finnst mér ég oft búa í New York miðað við víðáttuna og þegar ég keyri um sveitir landsins og horfi á afskekkta sveitabæi uppi í hlíðum. Því hér er svo mik- ið bæjarlíf og eyjarskeggjar svo sprelllifandi, duglegir og glaðir í dagsins amstri.“ thordis@frettabladid.is „Ég fann reyndar mína konu í höfuðstaðnum, en Sandgerðingar finna ástina jafnt heima í þorpinu sem og annars staðar um heim- inn,“ segir Sigursveinn Jónsson, formaður knattspyrnudeildarinn- ar Reynis í Sandgerði. Sigursveinn er borinn og barnfæddur í þessum ysta útgerðarbæ Suðurnesja og foreldrar hans eru báðir innfædd- ir Sandgerðingar með stórar fjöl- skyldur á báða bóga í bænum. Í Sandgerði búa um 1.400 manns. Sigursveinn er klár á því að Sandgerði muni dafna í framtíð- inni enda bærinn hálfpartinn orð- inn að úthverfi höfuðborgarsvæð- isins. „Það voru gífurleg vonbrigði fyrir konuna að uppgötva að ég væri úr Sandgerði á sínum tíma. Henni reyndist þung raunin að flytja hingað og var lengi að kynn- ast einhverjum í bænum. En svo vinnur Sandgerði á, enda sjarmer- andi bær með góðu fólki og ein- stakt að ala hér upp börn. Hér geta börnin leikið sér frjáls úti í náttúr- unni frá morgni til kvölds og upp- lifað ævintýri sem ekki gerast á malbikinu.“ Sigursveinn segir að mesti ókostur bæjarfélagsins sé smæð- in. „Þá tala ég út frá fótboltanum. Það er erfitt að halda úti öflugu félagsstarfi án stuðnings fyrir- tækjanna í bænum sem hér eru svo fá. Í samanburði við nágranna- bæinn Grindavík, einn stærsta kvótabæ landsins, er knattspyrnu- liðið þar í úrvalsdeild, enda miklir peningar í umferð og slíkt helst alltaf í hendur.“ Sigursveinn segir Sandgerð- inga eiga sameiginlegt að sækja í náin tengsl við haf og náttúru. Þeir séu lausir við ys og þys, og haldnir innri ró. „Maður hugsar auðvitað oft hvað það væri fínt að vera einn af fjöldanum í Reykjavík, en svo koma tímar sem maður óttast að það yrði einmanaleg tilvera. Það eina sem vantar til að fullkomna lífið hér er meira úrval afþreying- ar og félagslífs. Hér eru tveir pöbbar og ágætis mæting þegar eitthvað er um að vera, en annars allt lokað klukkan ellefu um helg- ar. Ég mundi vilja sjá þá sem reka pöbbana gera betur í að fá góða listamenn til bæjarins og stuðla þannig að meiri fjölbreytni.“ Og að sögn Sigursveins eru Sandgerðingar afar stoltir af bæn- um sínum. „Þetta var stór útgerð- arbær á sínum tíma, en nú er nær allur kvóti horfinn. Í staðinn er Sandgerði orðinn hálfgerður vís- indabær og svo hefur bæjarstjórn- in verið dugleg við að bæta ímynd- ina. Undanfarið hefur svo verið rætt um sameiningu Sandgerðis við Reykjanesbæ, en flestir Sand- gerðingar eru svo stoltir að þeir vilja ekki heyra á það minnst.“ ■ „Iss, þótt kjaftasögur séu landlæg- ar í litlum sjávarþorpum eru þær bara hluti af lífinu og káfa ekki upp á mig. Svona er mannlífið alls stað- ar; líka í Reykjavík,“ segir hin kotroskna Bríet Arnardóttir, skrif- stofukona og þriggja barna hús- móðir á Patreksfirði. „Kosturinn við smæð samfélagsins felst í sam- heldninni. Ef eitthvað bjátar á vinna allir saman,“ segir Bríet. Bríet er Vestfirðingur í húð og hár. Alin upp á Bíldudal en kynntist ástinni á Patró. „Það er mjög stutt til Reykjavíkur frá Patreksfirði, en mjög langt frá Reykjavík hingað. Vestfirðingar keyra til borgarinnar fyrir hádegi og eru komnir heim aftur um kvöldið.“ Áður en kvótakerfið útrýmdi að mestu byggðinni fyrir vestan var Patreksfjörður blómstrandi fiski- þorp. Núna standa mörg húsanna tóm og íbúarnir um 700. „Fiskimið- in eru ríkuleg og þorpið hefði öll tækifæri til að blómstra á ný ef kvótakerfið væri sanngjarnara. Hér lifa menn fyrst og fremst á fisknum en bærinn er hægfara deyjandi. Atvinnuástand hefur ver- ið nokkuð gott en þeir sem sjá bara vonleysi eru fljótir að flytja á möl- ina. Annars er einkenni íbúanna lífsgleði og skemmtilegheit. Hér, og í fjörðunum í kring, er mikið menn- ingarlíf og nóg að gera. Fólkið er stolt af vestfirska upprunanum og laust við alla dreifbýlisminnimátt- arkennd. Ég verð alltaf Vestfirðing- ur og hér slær hjartað. Hér á ég heima.“ ■ Helga Mattína Björnsdóttir, leiðbeinandi í Grímsey: Heimkynni hamingjunnar Bríet Arnardóttir, skrifstofumaður á Patreksfirði: Hér slær hjartað mitt; hér á ég heima Sigursveinn Jónsson, knattspyrnukappi í Sandgerði: Frúin tollir ekki lengi í einu í Sandgerði M YN D Þ O RG IL S JÓ N SS O N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.