Fréttablaðið - 19.09.2004, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 19.09.2004, Blaðsíða 45
SUNNUDAGUR 19. september 2004 25 Fallbaráttan í Landsbankadeild karla í knattspyrnu: Þjóðsagan um Framara FÓTBOLTI Framarar hafa bjargað sér frá falli úr úrvalsdeildinni í loka- umferðinni síðustu fimm ár og í dag reynir enn og aftur á þjóðsög- una um Safamýrarliðið og hetju- dáðir þess í lokadegi Íslandsmóts- ins. Mótherjarnir í dag eru Kefl- víkingar, sem mættu einnig við svipaðar aðstæður á Laugardals- völlinn fyrir þremur árum en Fram vann þá 5-3 sigur og bjarg- aði sér frá falli í ótrúlegum átta marka leik. Haustið 1999 voru Framarar í 7. sæti fyrir 18. um- ferðina, einu stigi á undan fallsæt- inu, en björguðu sér frá falli með sigri gegn Víkingum sem jafn- framt þýddi að nágrannarnir úr Víkingi og Val féllu. Árið eftir sátu Framarar í fall- sæti fyrir lokaumferðina á lakari markatölu en Stjörnumenn. Stór- tap Stjörnunnar í lokaleiknum þýddi að Fram og Breiðablik nægði jafntefli úr lokaleiknum og leikur liðanna varð að leikleysu þegar liðin biðu eftir lokaflautinu því 1-1 jafntefli dugði báðum til áframhaldandi veru í úrvalsdeild- inni. Sumarið 2001 byrjaði hörmu- lega fyrir Fram en liðið fékk að- eins 4 stig út úr tíu fyrstu leikjum tímabilsins. En við tók magnaður endasprettur þar sem Fram náði 16 stigum út úr síðustu átta leikj- um sínum og bjargaði sér frá falli með 5-3 sigri á Keflavík í loka- leiknum. Haustið 2002 var mjög svipað. Fram var í vondum málum fyrir þrjá síðustu leikina en náði úr þeim sjö stigum, vann þá tvo sein- ni með markatölunni 8-4 og bjarg- aði sér á markatölu á kostnað Keflvíkinga. Í fyrra var Fram í botnsætinu fyrir lokaumferðina en með 1-0 sigri á Þrótti felldi liðið ekki bara Þróttara heldur stökk upp um þrjú sæti og endaði í sjöunda sæti í deildinni. Framarar hafa því náð í 13 stig af 15 mögulegum út úr lokaumferðinni síðustu fimm ár og alltaf bjargað sér frá falli. Anelka bjargaði Keegan Frakkinn Nicolas Anelka skoraði tvö mörk fyrir Man. City. Meistarar Arsenal töpuðu sínum fyrstu stigum. Mark Hughes byrjar með sigri. FÓTBOLTI Tvö mörk Frakkans Nicolas Anelka á tíu mínútna kafla tryggðu Manchester City sigur á Crystal Palace í ensku úrvalsdeild- inni í knattspyrnu í gær og léttu jafnframt á pressunni á stjóranum Kevin Keegan, sem átti á hættu að vera rekinn færi leikurinn illa. „Ég er öruggur í eina viku til viðbótar að minnsta kosti en það eru erfiðir leikir fram undan og því er pressan fljót að koma aftur. Nú er bara að sjá hvort þið fjöl- miðlamenn gefið okkur smáfrið, keyrið sirkusinn ykkar í aðra borg og beinið sviðsljósinu á eitthvað annað manngrey sem fær þá að ganga í gengum það sem ég hef gengið í gengum þessa vikuna,“ sagði Keegan eftir leikinn. Mark Hughes byrjar vel með Blackburn en liðið vann Portsmouth 1-0 í fyrsta leik Wales- verjans með liðið. Það var Matt Jansen sem skoraði sigurmarkið fimmtán mínútum fyrir leikslok en Hughes hafði áður sent hann inn á sem varamann. „Það hefur mikið reynt á leikmennina, sem hafa þurft að bíða í tíu daga eftir því að vita hver tæki við, þannig að það var mjög mikilvægt fyrir liðið að byrja vel og ná í þessi þrjú stig. Það var frábært fyrir Matt að skora, hann hefur gengið í gegnum erfiða tíma að undanförnu. Hann þarf á sjálfstrausti að halda og sigurmark í leik sem þessum ætti að hjálpa þar til,“ sagði Hughes eftir leikinn. 19 leikmenn inná í lokin Það var mikið fjör í leik Fulham og West Brom sem endaði með 1-1 jafntefli en með aðeins 19 mönnum inni á vellinum. Andy Cole var bæði hetja og skúrkur Fulham því hann kom liðinu yfir 18 mínútum fyrir leikslok þegar Fulham-menn voru orðnir manni færri en var síðan rekinn af velli tólf mínútum síðar ásamt Neil Clement, leik- manni West Brom. Það var Níg- eríumaðurinn Nwankwo Kanu sem tryggði nýliðum West Brom fjórða jafnteflið í sex leikjum þegar hann jafnaði tveimur mínútum fyrir leikslok. Bolton varð fyrsta liðið sem nær stigi af meisturum Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í vetur en liðin gerðu 2-2 jafntefli á Highbury í gær. Það var Daninn Henrik Ped- ersen sem tryggði Bolton stig þeg- ar hann jafnaði fimm mínútum fyrir leikslok. „Ég er himinlifandi með þessi úrslit en ég fór að hafa áhyggjur á tíma í seinni hálfleik þegar við virtumst ekki ætla að nýta okkur að hitta á Arsenal-liðið á slæmum degi,“ sagði Sam Allar- dyce, stjóri Bolton, en hann getur verið ánægður með sína menn sem eru taplausir og náð fimm stigum út úr síðustu þremur leikjum sín- um, gegn Liverpool, Manchester United og Arsenal. „Liðið hefur komist glæsilega í gegnum þessa leiki. Strákarnir eru að spila vel og ég sef rólegar á föstudagsnóttum en oft áður.“ Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var ekki ánægður með vörnina sína. „Við fundum ekki okkar vanalega leik í dag. Þeir áttu þetta skilið en það var súrt fyrir okkur að missa tvisvar niður forustuna. Varnarmenn mínir virkuðu sof- andi og einfaldir í mörkunum þeirra en vandamálin eru liðsins en ekki einstakra leikmanna,“ sagði Wenger eftir leikinn. BECKHAM Á BAKINU David Beckham og félagar hans í Real Madrid töpuðu fyrir Español í spænsku deildinni í gær. Arsenal–Bolton 2–2 1–0 Henry (31.), 1–1 Jaidi (63.), 2–1 Pires (66.), 2–2 Pedersen (85.) Birmingham–Charlton 1–1 0–1 Young (49.), 1–1 Yorke (68.). Blackburn–Portsmouth 1–0 1–0 Jansen (75.) Crystal Palace– Man. City 1–2 0–1 Anelka (55.), 0–2 Anelka, víti (64.), 1–2 Johnson, víti (77.) Norwich–Aston Villa 0–0 West Brom–Fulham 1–1 0–1 Cole (72.), 1–1 Kanu (88.). LEIKIR DAGSINS Í DAG: Southampton–Newcastle Kl. 13.00 Everton–Middlesbrough Kl. 14.00 Chelsea–Tottenham Kl. 15.05 LEIKUR Á MORGUN: Man. Utd.–Liverpool Kl. 19.00 STAÐAN: Arsenal 6 5 1 0 21–7 16 Chelsea 5 4 1 0 6–1 13 Bolton 6 3 2 1 11–8 11 Middlesbr. 5 3 1 1 11–9 10 Everton 5 3 1 1 7–6 10 Tottenham 5 2 3 0 4–2 9 Aston Villa 6 2 3 1 7–6 9 Charlton 6 2 2 2 7–10 8 Liverpool 4 2 1 1 6–3 7 Man. City 6 2 1 3 8–6 7 Portsmouth 5 2 1 2 9–8 7 Man. Utd. 5 1 3 1 5–5 6 Newcastle 5 1 2 2 9–9 5 Birmingham 6 1 2 3 4–6 5 Fulham 6 1 2 3 7–11 5 Blackburn. 6 1 2 3 5–11 5 Southampton 5 1 1 3 5–8 4 Norwich 6 0 4 2 5–9 4 West Brom 6 0 4 2 5–9 4 Crystal Palace 6 0 1 5 5–13 1 MARKAHÆSTIR: Jose Antonio Reyes, Arsenal 5 Nicolas Anelka, Man. City 5 Thierry Henry, Arsenal 5 Andy Cole, Fulham 4 Henrik Pedersen, Bolton 4 Robert Pires, Arsenal 4 Andy Johnson, Crystal Palace 3 Dennis Bergkamp, Arsenal 3 Jay Jay Okocha, Bolton 3 Jimmy Floyd Hasselbaink, Middl. 3 Jermain Defoe, Tottenham 3 Mark Viduka, Middlesbrough 3 Yakubu Ayegbeni, Portsmouth 3 LEIKIR GÆRDAGSINS ENSKA ÚRVALSDEILDIN SÆTINU FAGNAÐ Framarar hafa fagnað innilega eftir loka- umferðina síðustu fimm ár, líklega einir liða. Fréttablaðið/Hari GLEÐI OG SORG HJÁ COLE Andy Cole kom Fulham yfir gegn West Brom í gær og fagnar hér að ofan marki sínu. Andy Cole fagnaði ekki tólf mínútum síðar þegar hann var rekinn út af og enn síður tveimur mínútum fyrir leikslok þegar Nígeríu- maðurinn Nwankwo Kanu jafnaði leikinn. GÓÐ BYRJUN HJÁ HUGHES Mark Hughes fagnar hér á myndinni til vinstri Matt Jansen eftir að sjá síðastnefndi hafði tryggt Blackburn sigur í fyrsta leiknum undir stjórn Walesverjans. Matt Jansen hafði komið inn á sem varamaður og þetta var fyrsta mark hans fyrir félagið í meira en eitt ár. Spænski boltinn í gær: Beckham á bekknum FÓTBOLTI Jose Antonio Camacho setti þá David Beckham, Iker Casillas og Raul á bekkinn þegar Real Madrid mætti Español í í spænsku úrvalsdeildinni gær í kjölfar þess að liðið tapaði 0–3 fyrir Bayer Leverkusen í meista- radeild Evrópu á miðvikudaginn. Sú ráðstöfum hjálpaði þó Real- liðinu lítið í leiknum en liðið varð að sætta sig við 0-1 tap. Markið skoraði Maxi Rodriguez á 42. mínútu en Real-liðið missti bæði Walter Samuel og Michel Salgado út af með rautt spjald sem og að Ronaldo lét verja frá sér víta- spyrnu í upphafi seinni hálfleiks. Ryder-bikarinn í golfi: Mikið forskot Evrópubúa GOLF Evrópuliðið hefur sex stiga forskot á það bandaríska, 11–5, fyrir síðasta daginn í Ryder- bikarnum en bandaríska liðið stóð sig þó aðeins betur í gær en fyrs- ta daginn sem Evrópa burstaði þá 6,5-1,5. Evrópa vann annan daginn 4.5–3.5 og vantar því aðeins þrjú stig af tólf mögulegum í dag til þess að halda Ryder-bikarnum innan sinna raða. Bandarísku kylfingunum gengur afar illa að vinna saman ef marka má fyrstu tvo daganna. Evrópubúar hafa því öll spil á hendi til þess að vinna Ryder- bikarinn annað skiptið í röð og í sjöunda sinn í tíu keppnum. Síðasti keppnisdagurinn er í dag þar sem fara fram 12 einstak- lingskeppnir. Þar hafa Banda- ríkjamenn jafnan verið sterkari en þeir þurfa að vinna upp sex stiga forskot sem kemur til með að verða mjög erfitt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.