Fréttablaðið - 19.09.2004, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 19.09.2004, Blaðsíða 49
SUNNUDAGUR 19. september 2004 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 16 17 18 19 20 21 22 Sunnudagur SEPTEMBER ■ TÓNLIST ■ KVIKMYNDIR Hollywood Rhapsody – kvikmyndatónlist HÁSKÓLABÍÓI, FIMMTUDAGINN 23. SEPTEMBER KL. 19.30 FÖSTUDAGINN 24. SEPTEMBER KL. 19.30 Græn áskriftaröð #1 Hljómsveitarstjóri ::: John Wilson Einsöngvari ::: Gary Williams Háskólabíó vi› Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is Það besta af hvíta tjaldinu Sinfóníuhljómsveitin býður nú upp á spennandi efnisskrá: Hollywood Rhapsody með breska söngvaranum Gary Willams, sem líkt hefur verið við ekki ómerkari menn en Nat King Cole og Frank Sinatra. Flutt verður m.a. tónlist úr Gone With The Wind, Star Wars, Uppreisninni á Bounty, Singing in the rain, More than you know og They can't take that away from me, svo fátt eitt sé talið. Komdu í magnað ferðalag um hvíta tjaldið! Sunnudagur 19/9 LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren kl 14 KYNNINGARVEISLA - OPIÐ HÚS Við kynnum leikárið: Stutt atriði, dans, söngur, gleði og grín Allir velunnarar velkomnir! Su 19/9 kl 20 - Aðgangur ókeypis Miðasa la á net inu: www. borgar le ikhus. is Miðasala, sími 568 8000 Leikfélag Reykjavíkur • Listabraut 3, 103 Reykjavík ÁSKRIFTARKORT Á 6 SÝNINGAR KR 10.700 (þú sparar 5.500) TÍU MIÐA AFSLÁTTAKORT KR 18.300 (Þú sparar 8.700) BESTI KOSTURINN FYRIR LEIKHÚSROTTUR Reykjavík – á fleygiferð til framtíðar Sýning um hvernig Reykjavík breyttist úr sveit í borg Grófarhúsi, Tryggvagötu 15, Rvk. Opin kl. 13-17 – ókeypis aðgangur Borgarskjalasafn Reykjavíkur Kammermúsíkklúbburinn hefur sitt 48. starfsár á sunnudaginn, 19. sept- ember með tónleikum í Bústaða- kirkju sem hefjast klukkan 20.00. Á tónleikunum verða leikin verk- in Strengjakvartett í F-dúr, op.77.2 eftir Joseph Haydn, Strengjakvar- tett nr.3, „Heimsókn“ eftir Þorkel Sigurbjörnsson og Píanókvintett nr.2 í c-moll, op.115 eftir Gabriel Fauré. Strengjakvartettinn skipa Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari, Zbigniew Dubik fiðluleikari, Helga Þórarins- dóttir lágfiðluleikari og Guðný Jón- asdóttir sellóleikari. Píanóleikari með þeim er Gerrit Schuil. ■ Þorkell, Hydn og Fauré PÍANÓKONSERT FAURÉS ÆFÐUR Gerrit Schuil á æfingu ásamt þeim Guðnýju Jónas- dóttur, Helgu Þórarinsdóttur og Sigrúnu Eðvaldsdóttur ■ ■ KVIKMYNDIR  20.00 Hvíldardagskvikmyndir á Grand Rokk með Tom Waits. Sýndar verða myndirnar Down By Law, Big Time og fleiri. ■ ■ TÓNLEIKAR  16.00 Sönghópurinn Reykjavík 5 heldur tónleika í Salnum, Kópa- vogi. Á efnisskránni eru útstningar Manhattan Transfer og New York Voices ásamt ýmsu öðru skemmtilegu.  20.00 Strengjakvartettar eftir Jos- eph Haydn og Þorkel Sigurbjörns- son ásamt píanókvintett eftir Gabriel Fauré verða á dagskrá fyrstu tónleika Kammermús- íkklúbbsins á þessu starfsári. Tón- leikarnir verða í Bústaðakirkju.  20.30 Sönghópurinn Reykjavík 5 heldur seinni tónleika sína í Saln- um, Kópavogi. ■ ■ LEIKLIST  20.00 Borgarleikhúsið upp á gátt og býður öllum velunnurum til leikhúsveislu þar sem kynnt verða verkefni Leikfélags Reykjavíkur og Íslenska dansflokksins í vetur. ■ ■ LISTOPNANIR  Karls Jóhann Jónsson opnar mynd- listarsýningu í anddyri Grensás- kirkju. ■ ■ FYRIRLESTRAR  15.00 Guðbergur Bergsson flytur fyrirlestur um Kenjarnar eftir Francesco de Goya í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi. ■ ■ MESSUR  20.00 Bræðrabandið annast tón- listarflutning ásamt Rut Regin- alds í fyrstu æðruleysismessu vetrarins í Dómkirkjunni. Prestarn- ir Anna Sigríður Pálsdóttir, Jak- ob Ágúst Hjálmarsson, Karl V. Matthíasson og Bryndís Val- bjarnardóttir guðfræðingur verða einnig við þjónustuna. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síð- ar en sólarhring fyrir birtingu. Tónlistarmaðurinn stórbrotni Tom Waits hefur komið töluvert nálægt kvikmyndagerð af ýmsu tagi, allt frá því leikstjórinn Francis Ford Coppola fékk hann til þess að skrifa tónlist fyrir kvikmyndina One From the Heart árið 1982. Í kvöld efnir fjölmenningarbar- inn Grand Rokk til Hvíldardags- kvölds þar sem sýndar verða myndirnar Down by Law og Big Time, ásamt óvæntu efni úr ónefn- du einkasafni sem ekki verður kynnt frekar fyrr en þar að kemur. Myndina Down by Law gerði Jim Jarmusch árið 1986. Þar fer Tom Waits á kostum ásamt John Lurie og hinum óborganlega Roberto Benigni. Þeir Waits og Lurie leika tvo ógæfusama ein- staklinga sem fyrir slysni lenda saman í fangelsi. Big Time frá árinu 1988 er síð- an stórbrotin tónleikamynd þar sem Tom Waits er allt í senn, miða- sali, sætavísa, skemmtikraftur og söngvaskáld. „Við ætlum að hafa þessi Hvíld- ardagskvöld áfram eitthvað fram eftir vetri,“ segir Kristinn Páls- son, sem stendur fyrir kvik- myndasýningum á Grand Rokk á sunnudagskvöldum. Ekki er ljóst hvort þessi kvöld verða hálfsmán- aðarlega eða vikulega, en Kristinn segir stefnt að því að myndirnar tengist flestar rokktónlist á einn eða annan hátt. Næsta hvíldardagskvöld verð- ur væntanlega helgað glæsiborg- inni Las Vegas. „Bráðlega ætlum við að vera með Bítlakvöld, síðan koma kannski pönkmyndir, og kannski diskókvöld.“ ■ TOM WAITS Kvikmyndirnar Down by Law og Big Time verða sýndar á Grand Rokk í kvöld. Tom Waits á Grand Rokk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.