Fréttablaðið - 19.09.2004, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 19.09.2004, Blaðsíða 54
■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 0,5%. Big Food Group. Vestmannaeyjum. 34 19. september 2004 SUNNUDAGUR Skúli Sverrisson er einn af fáum íslenskum atvinnumönnum í tón- list sem eru að gera nákvæmlega það sem þeir vilja. Hann er þaul- lærður bassaleikari sem býr í New York og er líklegast þekkt- astur hér á landi á meðal tónlistar- grúskrara fyrir að starfa óreglu- lega með bandarísku listasveit- inni Blonde Redhead. Sveitin er ein helsta listrokksveit New York og heldur hér tvenna tónleika, í kvöld og annað kvöld, í Austurbæ þar sem Skúli plokkar bassann. Það gerði hann líka þegar sveitin spilaði hér fyrst á upprisuhátið Hljómalindar fyrir þremur árum. „Ég kynntist bræðrunum Ama- deo og Simone á meðan ég var í tónlistarnámi í Boston,“ segir Skúli og á þar við tvíburabræð- urna í Blonde Redhead. „Við flutt- um saman til New York og vorum að stofna saman hljómsveit á þeim tíma sem við kynntumst Kazu. Ég tók þannig þátt í upphafi sveitarinnar áður en hún varð að Blonde Redhead því þá hétum við Masculine Feminin. Svo fór ég að snúa mér að öðrum hlutum. Þá var ég að spila mikið af spunatónlist og ferðaðist mikið. Ég hætti en við héldum alltaf góðum vinskap. Svo hef ég öðru hverju spilað með, og spilaði t.d. inn á síðustu plötu, Misery Is a Butterfly.“ Skúli sinnir einnig öðrum spennandi verkefnum í New York þar sem hann býr. Hann hefur starfað náið með Laurie Ander- son, spúsu Lou Reed, í ein sex ár og er það hans helsta tekjulind. „Ég starfa fyrir hana bæði sem hljóðfæraleikari og tónlistar- stjóri,“ útskýrir Skúli. „Svo hef ég tekið þátt í því að vinna að þessum listaverkum hennar. Við erum í miðju kafi núna að gera tónlist við kvikmynd sem hún gerði fyrir heimssýninguna Expo. Svo spila ég með nokkrum sveit- um þarna, m.a. Pachora, og er að vinna með Jennifer Reeves fyrir Moma-safnið. Hún er að gera handmálaða kvikmynd, sem ég geri tónlist fyrir.“ Skúli ætlar að leika tónlist eftir sig áður en Blonde Redhead stígur á svið bæði kvöldin. Hann segir félaga sína mjög spennta fyrir því að koma hingað, enda séu þeir fróðir bæði um íslenska tónlistarmenningu og þjóð. Liðs- menn stoppa hér í fjóra daga og hlakka mest til þess að komast á hestbak. Sem sagt sveitafólk í stórborginni. Uppselt er á tónleika Blonde Redhead á sunnudagskvöldið, en miðar eru enn til á aukatónleik- ana á mánudag. Slowblow hitar upp. ■ Fáðu flott munnstykki „Ég mundi halda að áhugi á þjóð- málum væri í dálítilli lægð eftir blóðug átök sumarsins, nú þegar engar kosningar eru í nánd og við er tekinn forsætisráðherra sem fólki finnst ekkert ofboðs- lega spennandi. En reyndar segi ég við sjálfan mig á hverju hausti að nú verði þetta dauft ár og ekkert að gerast, en svo verða spennandi hvellir eins og fjöl- miðlamálið og nú öryrkjamálið,“ segir Egill Helgason sjónvarps- maður, sem í hádeginu fer af stað með umræðuþáttinn Silfur Egils á Stöð 2. „Jú, ég hef nú alltaf heyrt utan af mér að margir horfi á þáttinn í sunnudagsþynnkunni og síðbúnum hádegismat, en svo er líka eldra og rólegra fólk með lifandi áhuga á þjóðmálaumræð- unni, því þótt við Íslendingar séum ekki endilega tilbúnir að berjast fyrir hugsjónum okkar eða hagsmunum er mikill gró- andi í umræðunni. Kannski má segja að of mikið sé talað. Það mætti stundum hugsa meira og framkvæma, í stað þess að mala endalaust.“ Egill segist opinn fyrir að hleypa fleiri málum inn í þættina. „Ég þarf náttúrlega að feta ein- stigið milli þess að vera með póli- tískt þras og hleypa nýj- um straumum inn í um- ræðuna. Það er ekki bara hægt að vera með menn sem æpa á hvern annan, enda held ég að sú upp- setning sé orðin pínulítið afdönkuð þótt auðvitað sé það smekksatriði. Mig langar að bjóða upp á hvort tveggja.“ ■ EGILL HELGASON Silfur Egils hefst á ný á Stöð 2 í hádeginu í dag. Pólitískt þras og æpandi menn SKÚLI SVERRISSON Spilar með Blonde Redhead í kvöld og annað kvöld. Hann hefur verið virkur í djassheiminum í New York og einn af eftirsóttustu bassaleikurunum þar. PLOKKAR BASSANN MEÐ BLONDE REDHEAD NÚ SEM OG FYRIR ÞREMUR ÁRUM Íslendingur í listrokksenu New York ... fær Han Solo eða Harrison Ford sem hefur vanið komu sína hingað til lands. Ford er að verða heimavanur hér á landi og ætlar að skella sér á Hárið. HRÓSIÐ Hvernig ertu núna? Nokkuð spræk. Hæð: 173 cm. Augnlitur: Blágrár. Starf: Flugfreyja / verslunareigandi / þáttagerðarkona. Stjörnumerki: Sporðdreki. Hjúskaparstaða: Gift. Hvaðan ertu? Fædd í Kópavogi. Helsta afrek: Eignast fjögur yndisleg börn. Helstu veikleikar: Fullkomnunarárátta. Helstu kostir: Heiðarleg og samviskusöm. Uppáhaldssjónvarpsþáttur: Lífsaugað og Will & Grace. Uppáhaldsútvarpsþáttur: Daddi Disco á laugardagskvöldum. Uppáhaldsmatur: Allt sem mamma mín eldar. Uppáhaldsveitingastaður: Enginn sérstakur. Uppáhaldsborg: San Francisco. Uppáhaldsíþróttafélag: Víkingur, ÍBV og Andvari. Mestu vonbrigði lífsins: Finna að ég get ekki allt! Hobbý: Hestamennska. Viltu vinna milljón? Já takk :) Jeppi eða sportbíll: F350 pickup! Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Hestakona og flugfreyja. Skelfilegasta lífsreynslan: Andlát ástvina. Hver er fyndnastur? Börnin mín. Hver er kynþokkafyllstur? Óli Árna. Trúir þú á drauga? Já. Hvaða dýr vildirðu helst vera? Svartur pardus. Hvaða dýr vildirðu ekki vera? Slanga. Áttu gæludýr? Já, hesta og kisu. Hvar líður þér best? Uppi í sveit með fjölskyldunni og hestunum. Besta kvikmynd í heimi: Engin sérstök. Besta bók í heimi: Rauðu ástarsögurnar. Næst á dagskrá: Klára að innrétta húsið mitt. BAKHLIÐIN Á GUÐRÚNU MÖLLER Rauðu ástarsögurnar bestar ■ SJÓNVARP ■ FÓLK Ostur vígður í Grafarvogi Osturinn, nýtt leiktæki við Rima- skóla í Grafarvogi, var afhjúpað á föstudaginn við hátíðlega athöfn. Valey Fanney Ívarsdóttir, nem- andi í 6. bekk Rimaskóla, hannaði Ostinn fyrir ári síðan í hugmynda- samkeppni sem skólinn stóð fyrir í tilefni af tíu ára afmæli hans. Leiktækið var smíðað á allan hátt eftir tillögu hennar en það voru nemendur Rimaskóla sem völdu bestu hugmyndina. Osturinn er um tveir metrar á hæð og fimm metrar á lengd. Það er með sönnu hægt að segja að Osturinn sé margnota en í honum má finna klifurgrind, göt til að kasta boltum í gegnum, sparkvöll og körfu. Um 400 nemendur tóku þátt í hugmyndakeppninni en Osturinn þótti skara fram úr. „Ég er svakalega stoltur af nemendunum,“ segir Helgi Árna- son, skólastjóri Rimaskóla. „Við höfum verið að gera það gott á Norðurlandamótinu í skák og höf- um staðið okkur vel í myndlistar- samkeppni og nýsköpun. Hér er mikil gróska í sköpunarþrá nem- enda.“ ■ OSTURINN Nemendur Rimaskóla tóku Ost- inum vel þegar hann var vígður á föstudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.