Fréttablaðið - 20.09.2004, Side 1

Fréttablaðið - 20.09.2004, Side 1
● ía vaknaði of seint Landsbankadeildin: ▲ SÍÐA 19 ÍBV tapaði en fékk samt silfur ● kynning á komandi leikári Borgarleikhúsið: ▲ SÍÐA 30 Geit á sviðinu ● treður upp á airwaves Hljómsveitin The Stills: ▲ SÍÐA 30 Borðar hákarl og fiskhausa MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 MÁNUDAGUR KARLMENN OG OFBELDI Jim Messerschmidt fjallar um karlmennsku og ofbeldi í fyrirlestri í Háskóla Íslands í dag. Fyrirlestur sinn flytur hann í stofu 103 í Lögbergi klukkan 12.15. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG BJART MEÐ KÖFLUM SUNNAN TIL Rigning eða skúrir um norðanvert landið. Hiti 6-12 stig, hlýjast sunnan til. Sjá síðu 6 20. september 2004 – 257. tölublað – 4. árgangur ● hús ● fasteignir Mýrin, grjótið og sinan Nýju litirnir í innimálningu: TÓLF ÁRA BÖRN REYNA SJÁLFS- VÍG Börn niður í tólf ára aldur hafa reynt sjálfsvíg og var yngsta barnið sem tók líf sitt fimmtán ára. Landlæknisembættið leggur mikla áherslu á forvarnir gegn sjálfsvígum. Sjá síðu 10 ÓTTAST EKKI ÞENSLUÁHRIF Sam- gönguráðherra segist ekki óttast þenslu- áhrif einstakra samgönguverkefna. Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræði- stofnunar Háskóla Íslands, hefur varað við þensluáhrifum Sundabrautar. Sjá síðu 4 VEIKUM VÍSAÐ AF BAR Stjórnar- maður í Parkinsonsamtökunum segir mikla fordóma gagnvart þeim sem þjást af Park- insonsjúkdómnum. Honum hefur sjálfum verið vikið af veitingastöðum þar sem starfsfólk taldi hann ölvaðan vegna ástands hans. Sjá síðu 6 ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Kvikmyndir 26 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 18 Sjónvarp 28 ATVINNA Fyrstu átta mánuði ársins fengu ríflega 400 útlendingar at- vinnuleyfi hér á landi í tengslum við virkjanaframkvæmdir við Kárahnjúka. Athygli vekur að á sama tíma sýna tölur á vef Hag- stofu Íslands að brottfluttir Aust- firðingar voru 62 fleiri en aðflutt- ir frá janúar til júní 2004. Alls voru gefin út 733 ný at- vinnuleyfi til útlendinga á um- ræddu tímabili, samkvæmt upp- lýsingum frá Vinnumálastofnun. Þetta er met miðað við sambæri- leg tímabil undanfarin ár. Þó er talið ólíklegt að árið í ár verði metár þegar upp er staðið. Mikið af atvinnuleyfum var veitt árið 2001 og 2002, þegar virkjanafram- kvæmdir hófust. Einnig eru horf- ur á að ný atvinnuleyfi verði mjög mörg á næsta ári, þegar bygging álvers fyrir austan hefst fyrir al- vöru. Af þeim 733 útlendingum sem hingað hafa komið til lands á ár- inu, frá 55 þjóðlöndum til að vinna, eru 205 Pólverjar, 96 Kín- verjar, 54 Júgóslavar, 42 Slóvak- ar, 29 Bandaríkjamenn og 19 frá Pakistan. Pólverjarnir, Kín- verjarnir og Slóvakarnir eru nær allir á leið austur til að vinna að Kárahnjúkavirkjun, og verulegur hluti annarra útlend- inga líka. ■ Útlendingar streyma í vinnu við Kárahnjúka en innfæddir á leið burt: Austfirðingum fækkar Í fyrsta skipti á DVD! Í verslanir á morgun SKOÐANAKÖNNUN Meirihluti lands- manna er andsnúinn ríkisstjórn- inni, að því er fram kemur í niður- stöðum nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins. Tæplega 52 pró- sent þeirra sem spurðir voru og tóku afstöðu sögðust andvíg ríkis- stjórninni en 48 prósent fylgjandi. Ríkisstjórnarflokkarnir bæta þó við sig talsverðu fylgi frá því í könnun Fréttablaðsins í júlí. Þeir hafa þó ekki náð sameiginlega jafn miklu fylgi og þeir hlutu í síð- ustu alþingiskosningum og gætu ekki myndað meirihluta ef kosið væri nú. Framsóknarflokkurinn bætir mest við sig samkvæmt könnun- inni og nær tvöfaldar fylgi sitt frá því í júlí. Flokkurinn mælist nú með 13,5 prósenta fylgi, var með 7,5 prósent í júlí en fékk 17,7 pró- sent atkvæða í síðustu kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig tæpum 3 prósentum frá því í júlí og mælist nú með meira fylgi en í þingkosningunum. Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæð- isflokksins, segir könnunina vís- bendingu um að fjölmiðlamálið sé að dala í hugum fólks. Hjálmar Árnason, þingflokks- formaður Framsóknarflokksins segir að flokkur sinn eigi alltaf mikið inni frá skoðanakönnunum. „Það jákvæða við þessar niðurstöð- ur er að fylgi við flokkinn er á upp- leið og vonum við að svo verði áfram fram að kosningum,“ segir hann. Allir þrír stjórnarandstöðu- flokkarnir tapa um tveggja pró- senta fylgi hver frá því í júlí sam- kvæmt könnuninni. Össur Skarp- héðinsson, formaður Samfylkingar- innar, segist hafa átt von á betri út- komu stjórnarflokkanna í skoðana- könnun á þessum tímapunkti. „Þá miða ég við þá óvanalegu skraut- reið sem þeir hafa átt í gegnum fjölmiðlana í tilefni svokallaðra rík- isstjórnarskipta,“ segir Össur. sda@frettabladid.is Sjá síðu 4. Meirihluti á móti ríkisstjórninni Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins er meirihluti lands- manna andvígur ríkisstjórninni. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa þó sótt í sig veðrið frá því í síðustu könnun. Innbrot í Kópavogi: Stolið úr sparibaukum INNBROT Brotist var inn í einbýlis- hús í Kópavoginum í gær. Inn- brotsþjóf- urinn hafði farið inn um glugga sem er um tvo metra frá jörðu. Búið var að opna allar hirslur á heimilinu, snúa öllum vösum út og hirða allt lausafé ásamt farsímum og skart- gripum. „Á náttborðinu hjá okkur stóðu sparibaukar drengjanna okkar og við hlið þeirra eldhúshnífur. Höfðu baukarnir verið skornir upp og allt fé hirt úr þeim,“ segir Rósbjörg S. Þórðardóttir, eigandi hússins. Drengirnir eru 5 og 7 ára gamlir. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. BESTIR INNAN SEM UTAN VALLAR FH-ingar eiga ekki bara besta knattspyrnulið landsins heldur eiga þeir líka bestu áhorfendur landsins. Þeir fjölmenntu til Akureyrar í gær með liðsmenn Botnleðju í fararbroddi. Þeir uppskáru síðan ríkulega og fóru með bikarinn eftirsótta í Hafnarfjörðinn. SPARIBAUKARNIR Þjófur stal öllu úr sparibaukum krakkanna. Kennaradeilan: Verkfallið brostið á VERKFALL Kennaraverkfallið er brostið á. Samningar náðust ekki milli kennara og sveitarfélaga í gær og hófst því verkfall á mið- nætti eins og boðað hafði verið til. Alls eru því 4.500 kennarar heima frá störfum í dag og kennsla fellur niður hjá rúmlega 43 þúsund skóla- börnum á aldrinum 6 til 16 ára. Samningaviðræðum lauk á tí- unda tímanum í gærkvöldi og að sögn Ásmundar Stefánssonar rík- issáttasemjara verður ekki fund- að á ný fyrr en á fimmtudag. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, sagðist óttast að verkfallið gæti orðið langt. „Það tókst ekki að finna lausn. Við buðum sveitarfélögun- um að skoða þá hugmynd að semja út skólaárið. Gerður yrði stuttur samningur með 15 til 16 prósenta raunhækkun, og þar af 6,6 prósenta kauphækkun. Því var hafnað og er því einsýnt að það er ekki vilji til að bjarga málunum,“ segir Eiríkur. Sjá síðu 2.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.