Fréttablaðið - 20.09.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 20.09.2004, Blaðsíða 2
2 20. september 2004 MÁNUDAGUR BERLÍN, AP Hægriöfgamenn fengu álíka mikið fylgi í fylkisþings- kosningunum í Brandenborg og jafnaðarmannaflokkur Gerhards Schröder kanslara. Báðir flokk- arnir fengu á milli níu og tíu pró- sent atkvæða samkvæmt út- gönguspám. Gangi þær spár eftir hafa jafnaðarmenn beðið sinn versta ósigur í sögunni. Gott gengi öfgahægriflokka í Brandenborg og Saxlandi veldur mörgum áhyggjum. „Þetta hlýtur að vera aðvörun fyrir lýðræðis- flokka Þýskalands,“ sagði Laurenz Meyer, framkvæmda- stjóri Kristilegra demókrata, sem töpuðu miklu fylgi. Flokkur lýðræðislegs sósíal- isma, arftaki austurþýska komm- únistaflokksins, vann á í Branden- borg og jók fylgi sitt úr 23,3 pró- sentum í síðustu kosningum í 28,4 prósent nú. Hægriöfgaflokkurinn Þýsk þjóðareining fékk nær sex prósenta fylgi og tryggði sér því setu á fylkisþingi Brandenborgar næsta kjörtímabilið. Kristilegir demókratar töpuðu meirihluta sínum í Saxlandi, fóru úr 57 prósentum í 44 prósent. ■ VERKFALL Hafið er verkfall 4.500 grunnskólakennara um land allt og þurfa því rúmlega 43 þúsund skólabörn heima að sitja þar til deila kennara og launanefndar sveitarfélaga leysist. Samningaviðræður stóðu yfir fram til miðnættis í nótt en sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins ber enn mikið í milli og ekki er út- séð um hvenær eða hvort samn- ingar náist. Fyrir utan Karphúsið í gær af- hentu grunnskólabörn úr Hafnar- firði samninganefnd kennara og sveitarfélaga undirskriftalista með um 200 nöfnum grunnskóla- nema í Hafnarfirði. Var skorað á deilendur að semja sem fyrst og hugsa um framtíð barnannna í landinu. Margrét Guðjónsdóttir, Elín Sigurðardóttir og Katrín Hall- grímsdóttir, allar úr Hvaleyrar- skóla, sögðu af því tilefni í samtali við Fréttablaðið að þær styddu fyllilega kröfur kennara. „Við viljum að kennarar fái hærri laun. Þetta er erfitt starf, við nemendur getum verið ótrúlega erfið. Vinnu- dagurinn er langur og launin eru allt of lág,“ sögðu þær. Þær sögðust sjálfar vera með frábæra kennara og það skipti miklu máli fyrir ungt fólk að hafa góðar fyrirmyndir. Samkvæmt upplýsingum frá Kennarasambandi Íslands eru meðallaun grunnskólakennara um 210 til 215 þúsund krónur á mán- uði. Byrjunarlaun 24-27 ára nýút- skrifaðra grunnskólakennara eru rúm 130 þúsund á mánuði. Kröfur grunnskólakennara eru meðal annars þær að byrjunar- laun verði sambærileg við laun framhaldsskólakennara. Byrjun- arlaun framhaldsskólakennara eru tæp 240 þúsund á mánuði. Þá vilja kennarar draga úr kennsluskyldu, minnka kennslu- skyldu umsjónarkennara, auka lágmarksundirbúning á forræði kennara og afnema launapotta. Grunnskólakennarar fóru síð- ast í dagsverkfall 27. október 1997. Þremur árum áður stóðu þeir í sex vikna verkfalli ásamt framhaldsskólakennurum. Tekist hefur að semja um kjör kennara í nokkrum einkareknum grunnskólum. Til að mynda fer einungis hluti kennara í Ísaks- skóla í verkfall, Hjallaskólakenn- arar fara ekki í verkfall og ekki heldur kennarar Landakotsskóla og Tjarnarskóla. sda@frettabladid.is „Nei, ég er bara alls ekki í rusli. Ég er svo dugleg að flokka að það fellur lítið rusl til hjá mér.“ Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi er formaður nefndar sem leggur til hækkun á sorphirðugjaldi í Reykjavík. Nefndin leggur líka til að þeir sem sætta sig við minni sorphirðu borgi minna. SPURNING DAGSINS Björk, eruð þið ekki í rusli yfir þessu? Bílslys á Hellisheiði: Þriggja bíla árekstur ÁREKSTUR Þriggja bifreiða árekst- ur varð á Hellisheiði við Hafra- vatnsveg seinnipart sunnudags og voru sjö fluttir á slysadeild en enginn alvarlega slasaður. Loka þurfti hluta af Suðurlandsvegi vegna slyssins í rúman klukku- tíma og myndaðist mikil röð bíla en umferð var hleypt framhjá inn í Heiðmörk. Bílarnir þrír eru mik- ið skemmdir en að sögn lögreglu er það mesta mildi að ekki hafi orðið nein alvarleg slys á fólki. ■ Stóru flokkarnir töpuðu stórt í fylkiskosningum í Þýskalandi: Hægriöfgamenn í sókn SIGURSÆLL Holger Apfel og félagar í Lýðræðislega þjóðarflokknum fögnuðu góðri kosningu í Saxlandi. Þeim er lýst sem hægriöfga- mönnum. Kennaraverkfall hafið Rúmlega 43 þúsund skólabörn þurfa heima að sitja í dag því ekki tókst að leysa launadeilu kennara og sveitarfélaga fyrir miðnætti, en þá hófst boðað verkfall 4.500 grunnskólakennara. MARGRÉT GUÐJÓNSDÓTTIR, ELÍN SIGURÐARDÓTTIR OG KATRÍN HALLGRÍMSDÓTTIR ÚR HVALEYRARSKÓLA „Við viljum að kennarar fái hærri laun. Þetta er erfitt starf, við nemendur getum verið ótrúlega erfið. Vinnudagurinn er langur og launin eru allt of lág,“ sögðu þær. Þær sögðust sjálfar vera með frábæra kennara og það skipti miklu máli fyrir ungt fólk að hafa góðar fyrirmyndir. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Starfsmönnum Klumbu komið til hjálpar: Engum sagt upp störfum BRUNI Fundur verður haldinn í dag með þeim 25 starfsmönnum fiskverkunarhússins Klumbu í Ólafsvík, sem brann til kaldra kola aðfaranótt laugardags, þar sem framtíð fólksins verður rædd. Meðal starfsmanna er að finna nokkur hjón og því nokkur heimili sem fá innkomu sína ein- ungis frá Klumbu. „Við gerum allt sem við getum fyrir fólkið okkar, það veit hug okkar og við ætlum engum að segja upp,“ segir Leifur Halldórsson, sem er eigandi Klumbu ásamt tveimur sonum sínum. ■ Kínversk stjórnmál: Jiang lætur af völdum KÍNA, AP Jiang Zemin, fyrrum for- seti Kína, hefur látið af síðasta stóra embættinu sem hann gegn- di í kínverskum stjórnmálum. Hann sagði af sér formennsku í yfirstjórn kínverska hersins á fundi miðstjórnar kínverska kommúnistaflokksins. Við því embætti tekur eftirmaður hans á forsetastóli, Hu Jintao. Jiang Zemin átti að gegna emb- ættinu til ársins 2007 en sagði af sér og sagðist í yfirlýsingu alltaf hafa ætlað sér að segja af sér öll- um embættum í þágu langtíma þróunar flokks og þjóðar. ■ VALDASKIPTI Jiang Zemin hefur afsalað sér völdum í hendur Hu Jintao. FRAMBOÐ Ágúst Einarsson prófess- or hefur ákveðið að gefa kost á sér til embættis rektors Háskóla Ís- lands, en nafn hans hefur verið nokkuð í umræðunni síðan Páll Skúlason tilkynnti að hann sæktist ekki eftir endurkjöri. „Ég tel mikil- vægt að bæta stjórnsýslu Háskóla Íslands, sérstaklega á sviði fjár- mála, og gæta hagsmuna skólans gagnvart stjórnvöldum,“ segir Ágúst. Hann segir háskólann að mörgu leyti standa á tímamótum, hann hafi stækkað mikið og eigi í harðri samkeppni við innlenda og erlenda skóla. „Það er brýnt að taka á málum með hagsmuni skólans í fyrirrúmi. Það bíða mörg verkefni sem þarf að taka á. Margir virðast treysta mér til þess og ég er þakk- látur fyrir það. Svo kemur í ljós hvað verður,“ segir Ágúst. Menntamálaráðuneytið mun aug- lýsa stöðu háskólarektors í janúar- mánuði næstkomandi en rektors- kjör fer fram um miðjan mars. ■ Hræringar í Háskóla Íslands: Ágúst Einarsson í rektorsframboð ÁGÚST EINARSSON Hefur ákveðið að gefa kost á sér til emb- ættis rektors Háskóla Íslands. Bílvelta: Jeppi í Laxá SLYS Jeppabifreið valt af brú út í Laxá í Aðaldal í gær. Ökumaður jeppans kom akandi yfir brúna þar sem annar bíll kom á móti en áttaði sig ekki á að brúin væri einbreið. Þegar stefndi í harðan árekstur ók jeppinn út af og valt heila veltu nið- ur sex til átta metra við árbakkann þar sem áin er grynnri. Þrír voru fluttir til aðhlynningar á sjúkrahús með minniháttar meiðsli. Lögregl- an segir það mildi að ekki fór verr en jeppabifreiðin er ónýt. ■ MARGIR SÆRÐIR Um tuttugu manns særðust þegar sprengja sprakk undir lögreglubíl í borg- inni Mersin í suðurhluta Tyrk- lands. Tveir voru í lífshættu að sögn lækna. Kúrdískir uppreisn- armenn og íslamskir vígahópar hafa staðið fyrir árásum í Tyrk- landi undanfarið. ■ EVRÓPA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.