Fréttablaðið - 20.09.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 20.09.2004, Blaðsíða 8
20. september 2004 MÁNUDAGUR TÓNLEIKAFERÐ Stuðmenn héldu í síðustu viku í sína fyrstu ferð til Rússlands og hafa móttökur þar verið mjög góðar og mikið um það fjallað í rússneskum blöðum og sjónvarpi. „Rússar eru afar góðir heim að sækja og allt hefur geng- ið eins og best verður á kosið. Allt sem að okkur snýr hefur verið til mikillar fyrirmyndar,“ segir Jak- ob Frímann Magnússon í Stuð- mönnum. Lengi hafði staðið til að Stuðmenn myndu sækja Rússa heim en var það fyrir frumkvæði ræðismanns Íslands í Pétursborg að það varð að veruleika og sá hann jafnframt um alla kynningu og undirbúning í tengslum við tónleikaferðina. Um það leyti sem náðist í Jakob Frímann stóð yfir fjórða sjónvarpsviðtal Stuðmanna í ferðinni og var það rétt áður en þeir stigu á svið með sína síðustu tónleika í þessari ferð. „Við erum búin að fá forsmekkinn af fyrrum höfuðborg þessara gamla stór- veldis og virðist sem hjörtun slái með svipuðum hraða á Íslandi og Rússlandi. Við myndum hiklaust þiggja boð aftur ef það bærist,“ segir Jakob Frímann. ■ FJARSKIPTI Fjarskiptafélagið eMax hefur í sumar byggt upp þráðlaust dreifikerfi í Borgarfirði og á Suðurlandi við Þingvallavatn og í Grímsnesi. Nokkur hundruð sumarhúsaeigenda nýta sér þjón- ustuna að sögn Stefáns Jóhannes- sonar, framkvæmdastjóra eMAX. Hann segir bændur á þessum svæðum líka nýta sér þjónustuna í auknum mæli. Stefán segir að tæknin sem eMax noti sé mun ódýrari lausn á dreifikerfi fyrir landsbyggðina en stóru símafélögin bjóða upp á. ,,eMax treystir sér fullkomlega til að setja upp og reka öflugt dreifi- kerfi fyrir landsbyggðina fyrir mun lægri upphæð en það myndi kosta Símann. Þar að auki tel ég að það myndi taka mun skemmri tíma fyrir okkur, innan við tvö ár, að ná til meginþorra landsbyggð- arinnar“. eMax býður upp á háhraða- tengingu sem dreift er með sendum á möstr- um. Sendingin nær um 25 til 30 kílómetra frá mastrinu og not- andinn verður að hafa sjónlínu í sendinn. Stefán segir að önnur fjarskiptafélög bjóði ekki upp á þráðlaus dreifi- kerfi á landsbyggðinni. eMax sé hins vegar að efla þjónustuna á fá- mennum stöðum. ,,Ég get nefnt Grenivík og Vík í Mýrdal sem dæmi. Það eru of lítil sveitarfélög fyrir ADSL-þjónustu Símans sem byggist á koparköplum sem lagðir eru í jörð. Þetta borgar sig fyrir okkur því tæknin sem við notum er ódýrari en tækni stóru félag- anna.“ Þá séu fimm til tíu önnur sveitarfélög til skoðunar hjá fé- laginu, sem njóta ekki háhraða- þjónustu um þessar mundir. Þráð- lausa tengingin getur borið alla þá þjónustu sem hægt er að flytja um ADSL-kerfið, að sögn Stefáns, þar á meðal sjónvarpssendingar. Stefán segir að eMax vilji bjóða upp á þessa þjónustu sem víðast á landsbyggðinni. Það sé mun hagkvæmara en uppbygging á dreifikerfi Símans sem stjórn- málamenn hafi einblínt á og kann að kosta fimm milljarða króna. ,,Þessi umræða er á villigötum“, segir Stefán. ,,ADSL-tæknin hent- ar ekki á dreifbýlustu stöðunum og ef menn ætla að neyða Símann til að byggja það upp með niður- greiðslu frá ríkinu er um leið verið að skemma fyrir fyrirtækj- um eins og okkar sem eru í þessu upp á eigin reikning. Við yrðum þó sennilega að fá meðgjöf á allra fámennustu stöðunum en hún yrði ekki nærri eins há og rætt er um í tilfelli Símans.“ ghg@frettabladid.is ,,ADSL- tæknin hentar ekki á dreifbýl- ustu stöð- unum. Byggja upp þráðlaust dreifikerfi úti á landi Fyrirtæki á fjarskiptamarkaði vill byggja upp þráðlaust dreifikerfi á landsbyggðinni í samkeppni við Símann. Framkvæmdastjóri segir umræðu stjórnmálamanna um uppbyggingu Símans á villigötum. STEFÁN JÓHANNESSON Fjarskiptafyrirtækið eMax hefur byggt upp þráðlaust dreifikerfi í Borgarfirði og á Suðurlandi. STUÐMENN vöktu athygli fjölmiðla í Rússlandi. Stuðmenn slá í gegn: Góðar viðtökur í Rússlandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.