Fréttablaðið - 20.09.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 20.09.2004, Blaðsíða 10
20. september 2004 MÁNUDAGUR Börn niður í tólf ára reyna sjálfsvíg Landlæknisembættið segir börn hér á landi, allt niður í 12-13 ára, gera til- raunir til sjálfsvígs. Yngsti einstaklingurinn sem fallið hefur fyrir eigin hendi var 15 ára. Embættið vinnur að öflugu forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum. FORVARNIR „Við vitum um sjálfs- vígstilraunir barna hér á landi al- veg niður í 12-13 ára,“ sagði Sal- björg Bjarnadóttir, verkefnis- stjóri „Þjóðar gegn þunglyndi“ og sjálfsvígsforvarna hjá Landlækn- isembættinu. Í sérstökum áhættu- hópi hvað þetta varðar eru börn með námsörðugleika, börn sem lenda snemma í fíkniefnum, börn með lystarstol og ungir samkyn- hneigðir sem eru að koma út úr skápnum. Síðastnefndi hópurinn á erfitt uppdráttar, því kynhneigð hans er ekki sú sama og vinanna. Loks má nefna börn, sem lenda í alvarlegu einelti. Landlæknisembættið hefur gefið út bæklinginn „Að koma í veg fyrir sjálfsvíg og sjálfs- vígstilraunir meðal unglinga“ í tilefni alþjóðlegs sjálfsvígsfor- varnadags Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunarinnar, WHO. Bæk- lingurinn, sem gefinn var út af Evrópusambandinu, var þýddur og staðfærður. Hann er fyrst og fremst upplýsingarit um sjálfsvíg og sjálfsvígshegðun, ætlað kenn- urum og öðru starfsfólki í efri bekkjum grunnskóla og í fram- haldsskólum. Er útgáfa hans liður í forvarnaverkefninu Þjóð gegn þunglyndi. Yngsti einstaklingurinn sem fallið hefur fyrir eigin hendi og er skráður hjá Landlæknisemb- ættinu var 15 ára. Salbjörg sagði að í nágrannalöndum okkar væru slíkar tölur allt niður í 11- 12 ára. Salbjörg sagði að síðustu tölur sem Landlæknisembættið hefði staðfestar um sjálfsvíg ung- menna undir 19 ára aldri væru frá árinu 2000. Hver landsfjórð- ungur yrði að skila inn tölum til Hagstofunnar og það gengi ekki hraðar en raun bæri vitni. „Árið 2000 var 51 sjálfsvíg hér á landi,“ sagði Salbjörg. „Þar af voru níu, sem voru 19 ára og yngri, eða 20% af þeim sem fyr- irfóru sér. Þetta ár skar sig nokk- uð úr, því það höfðu aldrei verið jafn mörg sjálfsvíg og þá. Þær vísbendingar sem við höfum fengið segja okkur, að á síðustu tveimur árum hafi sjálfsvígin verið færri en árið 2000. Hvað varðar sjálfsvígstilraunir, þá teljum við að hér séu gerðar 500 til 600 sjálfsvígstilraunir á ári.“ „Við höfum miklar áhyggjur af unga fólkinu,“ sagði Salbjörg enn fremur. „Það er áhyggjuefni hversu mörg börn eru að gera sjálfsvígstilraunir. Í mörgum til- vikum eru þau einungis að kalla á hjálp með því að skaða sig og fá þá viðeigandi aðstoð.“ jss@frettabladid.is NÁNARI UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA 544 4500 OG Á NTV.IS Hlíðasmára 9 - Kópavogi Davíð Pétur Steinsson Vefhönnuður hjá Plazt.com „Ég byrjaði á 3D StudioMax hjá NTV, fór síðan á Photoshop námskeið og að lokum Vefsíðugerð MX 2004. Þessi frábæru námskeið hafa skilað sér í því að í dag starfa ég sem vefhönnuður hjá Plazt.com“ Alvöru námskeið í vefsíðugerð þar sem farið er í alla mikilvægustu þætti vefhönnunar s.s. útlitshönnun, myndvinnslu, HTML-kóðun, gagnagrunnsfræði, Javascript, uppsetningu og viðhald bæði minni og stærri vefsvæða. Mikil áhersla er lögð á verklegar æfingar og í lok námskeiðs ætti nemandi að hafa lokið við eigin vef frá hugmynd að fullunnu vefsvæði. Byrjar 28. sept. & lýkur 16. des Kennt er þri. & fim. 18-22 og lau. 8:30-12:30 Námskeiðinu er skipt í þrjá hluta: 1 - Myndvinnsla fyrir vefinn með Fireworks MX 2004 2 - Almenn vefsíðugerð með Dreamweaver MX 2004 3 - Gagnagrunnstengd vefsíðugerð með Dreamweaver MX 2004 FERÐAMENNSKA Borið hefur á óánægju meðal ferðamanna við Bjarnarflag við Mývatn í sumar, þar sem bannað hefur verið að baða sig í lóninu. Landsvirkjun ber ábyrgð á lón- inu og í sumar settu starfsmenn fyrirtækisins upp skilti þar sem segir að böðun sé stranglega bönnuð vegna slysahættu þar sem heitir hverir séu undir yfirborði vatnsins. Telja staðkunnugir að þarna hafi ferðamenn lengi iðkað böð slysalaust og Landsvirkjun hafi ekki sett sig upp á móti því fyrr en nú. Það kunni hugsanlega að tengjast þátttöku Landsvirkj- unar í nýju félagi sem rekur bað- aðstöðu í lóninu og tekur gjald af gestum. Fulltrúar Landsvirkjunar segja að skilti með aðvörunum hafi staðið þarna í mörg ár. Hins vegar hafi Landsvirkjun staðið fyrir átaki í sumar þar sem hættuleg svæði sem fyrirtækið ber ábyrgð á voru merkt betur en áður. Ingvar Hafsteinsson, stöðv- arstjóri í Kröfluvirkjun segir að í Bjarnarflagi sé mikil slysahætta og þar hafi fyrir nokkrum árum næstum orðið slys á barni vegna hita. Ingvar segir að nýja skiltið eigi að skerpa á þessu og það tengist baðfélaginu á engan hátt. Landsvirkjun beri ábyrgð á lón- inu og vilji beina fólki frá því. ■ Bannað að baða sig í lóninu við Bjarnarflag við Mývatn: Umdeild slysahætta BJARNARFLAG VIÐ MÝVATN Ferðamenn vilja baða sig í lóninu. Lands- virkjun telur það hins vegar mikla slysagildru. ÞUNGLYNDI Talið er að allt að 500 til 600 sjálfsmorðstilraunir séu gerðar hér á landi á ári hverju. Yngsti einstaklingurinn sem fallið hefur fyrir eigin hendi og er skráður hjá Landlæknis- embættinu var 15 ára. ÞJÓÐ GEGN ÞUNGLYNDI Landlæknisembættið hefur gefið út bæklinginn „Að koma í veg fyrir sjálfsvíg og sjálfs- vígstilraunir meðal unglinga“ og er útgáfa hans liður í forvarnaverkefninu Þjóð gegn þung- lyndi sem var ýtt úr vör fyrir ríflega ári síðan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.