Fréttablaðið - 20.09.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 20.09.2004, Blaðsíða 16
Norðurlandameistaramót barna- skólasveita í skák fór fram í Laugalækjaskóla um helgina og lauk með sigri Rimaskóla. Íslend- ingar voru sérstaklega sigursælir á mótinu en sveit Laugalækjar- skóla tryggði sér annað sætið. Rimaskóli náði efsta sætinu með 15 1/2 vinning en Laugalækjar- skóli fylgdi fast á eftir með 15 vinninga og Svíar hlutu 12 vinn- inga. Helgi Árnason, skólastjóri Rimaskóla, var að vonum hæst- ánægður með frammistöðu síns fólks og segir glæsilegan árangur íslensku sveitanna sýna svo ekki verði um villst að skákvakningin sé að skila árangri. „Svíar hafa einokað þennan titil síðustu fjögur ár. Við náðum þriðja sæti á þessu móti þegar það var haldið í Finnlandi í fyrra og gerðum svo enn betur núna. Það er sérstaklega ánægjulegt að íslenskir skólar skuli ná tveimur efstu sætunum og það sýnir hversu gróskan í skáklífinu hjá yngstu kynslóðinni er mikil. Þetta er afrakstur starfs Hróksins, Skáksambandsins, Hellis og Tafl- félags Reykjavíkur en þegar vakningin hófst má segja að við í Rimaskóla höfum svarað kallinu og þegar félög eins og Hrókurinn ráðast til leiks komum við upp á réttum tíma.“ Hjörvar Steinn Grétarsson, Ingvar Ásbjörnsson, Sverrir Ás- björnsson, Hörður Aron Hauks- son og Júlía Rós Hafþórsdóttir skipuðu sveit Rimaskóla og Ás- björn Torfason var liðsstjóri. Rimaskóli sigraði Finna 4-0 í lokaumferðinni þar sem Hjörvar, Ingvar, Sverrir og Hörður unnu allir örugglega. Einar Sigurðsson, Vilhjálmur Pálmason, Daði Ómarsson, Matthías Pétursson og Ívar Örn Jónsson voru í sveit Laugalækjarskóla og Torfi Leós- son var liðsstjóri. Drengirnir gerðu sér lítið fyrir og unnu glæsilegan sigur á Svíum 3-1. Einar, Vilhjálmur og Matthías unnu sínar skákir en Daði tapaði. Svíar hafa, eins og fyrr segir, unnið keppnina fjögur ár í röð og því tími til kominn að fá íslenskan sigur. Helgi Ólafsson stórmeistari þjálfaði sveit Rimaskóla og Helgi Árnason segist ekki frá því að það hafi gert útslagið. „Helgi var rétt- ur maður á réttum stað og hann náði mjög vel til krakkanna.“ Helgi segir að vitaskuld hafi mikil gleði ríkt í herbúðum ís- lensku krakkanna „en það var gaman að sjá hversu yfirvegaðir þeir voru. Strákarnir í Rimaskóla fengu tækifærið og nýttu það og unnu síðustu átta skákirnar undir mikilli pressu.“ ■ 16 20. september 2004 MÁNUDAGUR SOPHIA LOREN Þessi sígilda ítalska þokka- gyðja og kvikmyndaleikkona er 70 ára í dag. Ungt skákfólk í stórsókn RIMASKÓLI: NORÐURLANDAMEISTARI Í SKÁK „Kjóll konu á að vera eins og gaddavírsgirð- ing: þjóna tilgangi sínum án þess að eyði- leggja útsýnið.“ - Sophia Loren veit þetta auðvitað allt. timamot@frettabladid.is MERKISATBURÐIR 1881 Chester A. Arthur verður 21. for- seti Bandaríkjanna daginn eftir að forveri hans James A. Garfield andast. 1946 Fyrsta kvikmyndahátíðin í Cannes er haldin en henni var slegið á frest árið 1939 vegna seinni heimsstyrjaldarinnar. 1958 Brjáluð blökkukona stingur Martin Luther King í brjóstið þar sem hann er staddur í verslunarmið- stöð í New York. 1982 Ronald Reagan, forseti Bandaríkj- anna, tilkynnir að Bandaríkin, Frakkland og Ítalía ætli að senda friðargæsluliða inn í Beirút á ný. 1985 Öflugur jarðskjálfti ríður yfir Mexíkóborg, sá annar á skömm- um tíma. 1989 F. W. de Klerk sver embættiseið sem forseti Suður-Afríku. 1991 Vopnaleitarmenn Sameinuðu þjóðanna halda af stað til Íraks í leit að gereyðingarvopnum. 1992 Franskir kjósendur samþykkja Maastricht-samninginn. 1999 Raisa Gorbatsjova, eiginkona Gor- batsjpvs fyrrum Sovétleiðtoga, deyr af völdum lungnabólgu. AFMÆLI Sigurjón Kjartansson, útvarpsmaður og tvíhöfði, er 36 ára. BRÚÐKAUP Eygló Sif Halldórsdóttir og Ívar Þóris- son voru gefin saman af sr. Þórhalli Heimissyni í Hafnarfjarðarkirkju þann 4. september. Með þeim á myndinni eru synir þeirra Halldór Mar og Þórir Örn. LJÓSMYNDARI: GUÐBJÖRG HELGA. ANDLÁT Ingrid Eydal lést í Vimmerby í Svíþjóð 9. september. Margrét Guðmunda Guðmundsdóttir, Akralandi 3, lést 11. september. JARÐARFARIR 13.30 Margrét Guðmunda Guðmunds- dóttir, Akralandi 3, verður jarð- sungin frá Fríkirkjunni. 13.30 Haukur Jónsson, Rauðalæk 61, verður jarðsunginn frá Áskirkju. 15.00 Árni Guðmundsson, stýrimaður, verð- ur jarðsunginn frá Grafarvogskirkju. Á þessum degi árið 1975 kom David Bowie sínu fyrsta lagi í efsta sæti vinsældalista. Lagið sem braut þennan múr var Fame af plötunni Young Americans, sem sjálfur John Lennon hjálpaði Bowie að semja. Bowie vakti verulega athygli með persónunni Ziggy Stardust en Bowie kynnti hann til sögunnar árið 1972 á plötunni The Rise and Fall of Ziggy Stardust and the Spiders from Mars. Ziggy var ætlað að gera grín að útblásnum sjálfhverfum poppstjörnum en var óvænt tekinn mjög hátíðlega af gagnrýnendum og aðdáendum Bowies, sem varð stórstjarna í kjölfarið. Bowie fór í tónleikaferðalag um England og Bandaríkin áður en hann setti persónu Ziggy til hliðar árið 1973. Hann hélt áfram að stækka aðdáendahópinn með plötunum Diamond Dogs og Young Americans og gekk síðan í endurnýjun lífdaga sem popp- stjarna á níunda áratugnum með Let’s Dance. ■ Bowie nær toppnum DAVID BOWIE Er fyrir löngu orðinn goð- sögn í lifanda lífi en hann kom sterkur inn árið 1975 þegar lagið Fame af Young Americans fór á toppinn. ÞETTA GERÐIST DAVID BOWIE NÆR TOPPSÆTI VINSÆLDALISTA Í FYRSTA SINN 20. september 1975 Meðalaldur allra nemenda í Garðyrkju- skólanum á Reykjum í Ölfusi, bæði í há- skólanámi og starfsmenntanámi, er 37 ár. 51 nemandi er í háskólanáminu og er meðalaldur þeirra 38 ár. Þegar aldur nemenda á einstökum háskóla- brautunum er skoð- aður kemur í ljós að meðalaldur- inn í garðyrkju- tækni er 39 ár, 40 ár í skóg- r æ k t - a r - tækni og 36 ár í skrúðgarðyrkjutækni. Aldur allra nemenda á starfsmennta- brautunum er að meðaltali 36 ár en eft- ir brautum er hann 38 ár á blóma- skreytingabraut og eins á garðplöntu- braut, 31 ár á ylræktarbraut og 30 ár á skrúðgarðyrkjubraut. 55 nemendur eru á starfsmenntabrautunum. Mikil breidd er í aldri nemenda, elsti nemandi skólans er sextugur en þeir yngstu rétt tæplega tvítugir. Sam- kvæmt þessum tölum er nokkuð ljóst að nemendur skólans eru að meðaltali heldur eldri núna en í síðasta ár- gangi. Þá er mikil aukning í fjar- námi, sérstaklega á garðplöntubraut, sem sýnir að fjarnámið höfðar mikið til eldri nemenda. Skólinn er greinilega, fyrir utan sitt hefðbundna fræðsluhlut- verk meðal ungs fólks, einnig að sinna víðtæku símenntunarhlutverki starf- andi fólks í græna geiranum. Þá eru enn ótaldir um 100 aðrir innritaðir nemend- ur skólans, skógarbændur í verkefninu „Grænni skógum“, en þeir stunda sitt nám víða um land og fer fullnaðarinn- ritun fram núna í september. ■ Fjölgun í Garðyrkjuskólanum Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi Jón Víðir Steindórsson frá Teigi, Bröttukinn 20 verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, mánudaginn 20. september, kl. 15.00. Rannveig S. Guðmundsdóttir, Sæunn Jónsdóttir, Margrét Ólöf Jónsdóttir og Hilmar Jónsson, Oddný Jóhanna Jónsdóttir og Björgvin Þór Ingvarsson, Laufey Brá Jónsdóttir og Jón Ingi Hákonarson, Edda Rún Jónsdóttir og Sigþór Marteinsson og barnabörn. SIGURGLEÐI Rimaskóli náði fyrsta sæti á Norðurlandameistaramóti barnaskólasveita í skák um helgina. Gleðin var að vonum mikil en Svíar hafa einokað toppsætið í fjögur ár. LOKASTAÐAN 1. Rimaskóli 15 1/2 vinningur af 20 2. Laugalækjarskóli 15 3. Svíþjóð 12 4. Danmörk 7 5. Noregur 6 6. Finnland 4 1/2 HELGI OG HÁKON ARNARSSYNIR Tví- burarnir eru 19 ára og eru yngstu nemend- ur Garðyrkjuskólans á Reykjum í Ölfusi. Þeir eru búsettir á Akureyri og stunda nám á skrúðgarðyrkjubraut. Meðalaldur allra nemenda í Garðyrkjuskólan- um á Reykjum í Ölfusi, bæði í háskólanámi og starfsmenntanámi, er 37 ár. Mikil breidd er í aldri nemenda, elsti nem- andi skólans er sextugur en þeir yngstu, tví- burarnir, eru 19 ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.