Fréttablaðið - 20.09.2004, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 20.09.2004, Blaðsíða 52
20 20. september 2004 MÁNUDAGUR FÓTBOLTI Framarar eru ótrúlegasta lið landsins en þeir „björguðu“ sér frá falli sjötta árið í röð í gær þrátt fyrir að hafa tapað, 1–6, fyrir Keflavík. Er engu líkara en þeir séu farnir að gera grín að deildinni en þeir falla ekki einu sinni þótt þeir tapi 1–6. Bjóst við Frömurum grimmari ,,Við vorum staðráðnir í að spila þetta af alvöru þrátt fyrir að það væri þannig séð ekki mikið að spila fyrir. Við enduðum í 5. sæti og hefðum getað endað neðar en ég bjóst við Frömurunum grimm- ari. Við vorum kannski ekki að spila neinn stórleik, mér fannst þeir bara daufir. Við byrjuðum strax að láta boltann rúlla og um leið og við náum því opnast ein- hvers staðar glufur. Við gerðum það alveg ágæt- lega og vorum að sprengja mikið inn á senterana og hefðum þess vegna getað skorað enn fleiri mörk. Við fengum fullt af færum og ég veit ekki hvað það var dæmd oft rangstaða á okkur. Það var jákvætt að enda þetta svona og gott fyrir bikarleikinn um næstu helgi að taka þetta með góðum sigri núna og bætir sjálfs- traustið frá því sem hefur verið,“ sagði Stefán Gíslason, leikmaður Keflvíkinga. Sérstakur leikur ,,Við vorum ekki tilbúnir í þennan leik, það er alveg á hreinu. Þetta var mjög sérstakur leikur því að síðustu sex ár hefur Fram orðið að vinna en nú þurftum við ekki að vinna. Ég hef ekki skýr- ingu á því hvað gerðist og get ekki greint það svona strax eftir leik. Það er mjög erfitt að fara inn í hausinn á mönnum og sjá hvað er að en þetta er víti til varnaðar og eitthvað til þess að læra af. Við vorum ekkert að halda okk- ur uppi á þessum leik í dag, við héldum okkur uppi á ágætis spila- mennsku í öðrum leikjum seinni hluta mótsins eftir að ég tók við liðinu. Ég tek við liðinu með 5 stig og skila því með 17 stig. Það gera 12 stig í seinni umferð og það er viðunandi árangur. Ég sé eftir að hafa breytt vörninni fyrir leikinn. Það eru mín mistök og ég tek þau á mig. Þjálfarinn gerir breytingar og hann verður að standa og falla með þeim. Sem betur fer var ég ekki felldur af þeim þegar á heild- ina er litið en í þessum leik var það falleinkunn“, sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Fram. Áttum að vinna Sigursteinn Gíslason, leikmað- ur og aðstoðarþjálfari Víkinga, var heldur niðurlútur eftir leik- inn. ,,Þetta var dapurt. Við áttum að vinna leikinn þannig að við erum svekktir með að þurfa að fara niður. Mótið hefur verið mjög sérstakt fyrir okkur. Við byrjum einstaklega illa og vorum óheppnir í byrjun. Í fyrstu fimm, sex leikjunum áttum við að fá 10- 12 stig en fáum eitt. Síðan kemur góður kafli þar sem við fáum fullt af stigum en svo föllum við aftur í meðalmennsku og fáum ekki stig fyrr en það er orðið of seint. Við erum ekkert að tapa þessu í dag heldur erum við að tapa þessu í sumar þar sem við erum ekki nógu stöðugir.“ Guðmundur Valur Sigurðsson er þjálfari Grindavíkur og tók við liðinu þegar Selko Sankovic var látinn fara fyrr í sumar. ,,Tilfinn- ingin var ekkert æðisleg að senda Víkingana niður en mig langaði til að vinna og var frekar fúll með að við skyldum ekki gera það. Við áttum smá séns á fimmta sæti og settum auðvitað stefnuna á það.“ Spurður um framhaldið hjá sér sagði Guðmundur; ,,Ég veit það ekki. Það hefur ekkert framhald verið rætt. Það var ákveðið að klára þetta og svo kemur það bara í ljós hvort það verður áframhald á þessu eða einhverjar breytingar verða. En það er alveg klárt mál að ef menn ætla sér eitthvað í þessu þá verður að styrkja hópinn um nokkra leikmenn.“ LEIKIR GÆRDAGSINS Fram tapaði 1-6 en hélt sætinu Grétar Ólafur Hjartarson felldi Víkinga með marki 3 mínútum fyrir leikslok. Keflavík vann Fram 1–6 í Laugardalnum en Framarar björguðu sér frá falli í lokaumferðinni sjötta árið í röð. SVEKKTUR Á LEIÐ NIÐUR Víkingurinn Jón Guðbrandsson hélt um höfuð sér í Grindavík í gær enda féll Víkingur eftir að hafa misst niður unninn leik. Fréttablaðið/Teitur BEÐIÐ EFTIR ÖRLÖGUNUM Framarar biðu spenntir við sjónvarpstækið eftir leikinn gegn Keflavík. Þeir biðu frétta frá Grindavík og Akureyri. Fögnuðurinn var mikill í leikslok eins og sjá má enda sluppu þeir við fall á ótrúlegan hátt sjötta árið í röð. Fréttablaðið/GVA 1–0 Kjartan Ágúst Breiðdal 51. 1–1 Arnar Gunnlaugsson 57. 2–1 Valur Fannar Gíslason 64. 3–1 Kjartan Ágúst Breiðdal 83. DÓMARINN Egill Már Markússon Í meðallagi BESTUR Á VELLINUM Kjartan Ágúst Breiðdal Fylki TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 11–7 (4–4) Horn 11–3 Aukaspyrnur fengnar 16–19 Rangstöður 6–3 MJÖG GÓÐIR Valur Fannar Gíslason Fylki Kjartan Ágúst Breiðdal Fylki GÓÐIR Þórhallur Dan Jóhannsson Fylki Ólafur Stígsson Fylki Finnur Kolbeinsson Fylki Hrafnkell Helgason Fylki Petr Podzemsky KR Theodór Elmar Bjarnason KR Ágúst Gylfason KR Arnar Gunnlaugsson KR Guðmundur Benediktsson KR 3-1 FYLKIR KR 0–1 Þórarinn Kristjánsson 12. 0–2 Guðmundur Steinarsson 32. 0–3 Hólmar Örn Rúnarsson 75. 0–4 Hörður Sveinsson 83. 1–4 Fróði Benjaminsen 85. 1–5 Ingvi Rafn Guðmundsson 88. 1–6 Hólmar Örn Rúnarsson 89. DÓMARINN Kristinn Jakobsson mjög góður BESTUR Á VELLINUM Zoran Daníel Ljubicic Keflavík TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 9–17 (1–10) Horn 8–1 Aukaspyrnur fengnar 13–11 Rangstöður 0–11 FRÁBÆRIR Zoran Daníel Ljubicic Keflavík MJÖG GÓÐIR Ingvi Rafn Guðmundsson Keflavík GÓÐIR Stefán Gíslason Keflavík Haraldur Guðmundsson Keflavík Ólafur Ívar Jónsson Keflavík Jónas Guðni Sævarsson Keflavík Hörður Sveinsson Keflavík Guðmundur Steinarsson Keflavík Hólmar Örn Rúnarsson Keflavík 1-6 FRAM KEFLAVÍK 0–1 Grétar Sigurðsson 3. 1–1 Óskar Örn Hauksson 7. 1–2 Vilhjálmur Ragnar Vilhjálmsson 7. 1–3 Grétar Sigurðsson 12. 2–3 Momir Mileta 64. 3–3 Grétar Ólafur Hjartarson 87. DÓMARINN Ólafur Ragnarsson mjög góður BESTUR Á VELLINUM Grétar Sigurðsson Víkingi TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 9–12 (4–7) Horn 11–6 Aukaspyrnur fengnar 7–14 Rangstöður 1–2 MJÖG GÓÐIR Grétar Sigurðsson Víkingi GÓÐIR Óskar Örn Hauksson Grindavík Momir Mileta Grindavík Grétar Ólafur Hjartarson Grindavík Vilhjálmur Ragnar Vilhjálmsson Víkingi 3-3 GRINDAVÍK VÍKINGUR Fráfarandi Íslandsmeistarar KR enduðu í sjötta sæti Landsbankadeildar karla: Tvenna hjá Kjartani gegn KR-ingum FÓTBOLTI Það vantaði menn í bæði lið í þessum leik. Hjá Fylki voru Björgólfur Takefusa og Björn Við- ar Ásbjörnsson farnir til náms er- lendis, Þorbjörn Atli Sveinsson var meiddur, Guðni Rúnar Helga- son í leikbanni og Haukur Ingi Guðnason, Björgvin Vilhjálmsson og Jón B. Hermansson voru allir meiddir. Hjá KR var Kristján Örn Sigurðsson í leikbanni og Bjarni Þorsteinsson, Kristinn Hafliðason og Garðar Jóhannsson allir meiddir. Þorlákur Már Árnason stillti upp í 4-3-3 og kom á óvart að í fremstu víglínu var Hrafnkell Helgi Helgason á meðan Sævar Þór Gíslason sat á bekknum. Kjartan skorar Fyrsta mark leiksins kom á 52. mínútu þegar Kjartan Ágúst Breiðdal komst í gegn, hélt Jökli Elísarbetarsyni frá sér og skoraði framhjá Kristjáni Finnbogasyni. Aðeins sex mínútum síðar náði KR að jafna þegar Arnar Gunn- laugsson skoraði með skoti úr markteig eftir mikinn darraðar- dans en Arnar skoraði með hægri fæti, sem er ekki daglegt brauð hjá honum. Kjartan Ágúst tók hornspyrnu á 65. mínútu og rataði hún á koll- inn á Vali Fannari Gíslasyni, fyr- irliða Fylkis, sem skoraði. Á 83. mínútu innsiglaði Kjartan Ágúst sigurinn með skalla af fjærstöng eftir fyrirgjöf frá vara- manninnum Sævari Þór. Þess má geta að mörkin hjá Kjartani í þessum leik voru hans fyrstu í Landsbankadeildinni en hann hefur skorað í Visa-bikarnum fyrir Fylki áður. MME LANDSBANKADEILD KARLA LANDSBANKADEILD KARLA [ STAÐAN ] FH 18 10 7 1 33–16 37 ÍBV 18 9 4 5 35–20 31 ÍA 18 8 7 3 28–19 31 Fylkir 18 8 5 5 26–20 29 Keflavík 18 7 3 8 31–33 24 KR 18 5 7 6 21–22 22 Grindavík 18 5 7 6 24–31 22 Fram 18 4 5 9 19–28 17 Víkingur 18 4 4 10 19–30 16 KA 18 4 3 11 13–30 15 MARKAHÆSTIR Gunnar Heiðar Þorvaldsson, ÍBV 12 Grétar Hjartarson, Grindavík 11 Þórarinn Kristjánsson, Keflavík 10 Allan Borgvardt, FH 8 Arnar Gunnlaugsson, KR 7 Björgólfur Takefusa, Fylki 7 Ríkharður Daðason, Fram 7 Atli Viðar Björnsson, FH 6 Grétar Sigurðsson, Víkingi 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.