Fréttablaðið - 21.09.2004, Síða 1

Fréttablaðið - 21.09.2004, Síða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 ÞRIÐJUDAGUR DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG NORÐAN NEPJA RIGNING EÐA SKÚRIR UM NORÐANVERT LANDIÐ EN ÚRKOMUMINNA SYÐRA. HITI 5-12 STIG, HLÝJAST SUNNAN TIL. SJÁ SÍÐU 6. 21. september 2004 – 258. tölublað – 4. árgangur SKOÐA SÍMREIKNINGA Starfsfólk Og Vodafone skoðar símreikninga og notar upplýsingarnar í viðleitni til að fá fólk til að gera lengri samninga við fyrirtækið. Fjar- skiptalög kveða á um samþykki fyrir slíkri notkun. Sjá síðu 2 DAVÍÐ VINSÆLLI Vinsældir Davíðs Oddssonar aukast í skoðanakönnun blaðs- ins. 26 prósent treysta honum nú minnst stjórnmálamanna í stað 57 prósenta síðast. Sjá síðu 4 SKIPAN Í HÆSTARÉTT Ólafur Börkur Þorvaldsson hæstaréttardómari telur meiri- hluta Hæstaréttar raða Jóni Steinari Gunn- laugssyni of aftarlega í hæfnisröð í umsögn um skipan hæstaréttardómara. Sjá síðu 6 Kvikmyndir 26 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 22 Sjónvarp 28 KJARAMÁL Útgerðarfyrirtækið Brim hefur stofnað sérstakt rekstrarfélag um ísfisktogarann Sólbak EA 7. Við breytinguna stendur skipið utan Landssam- bands íslenskra útvegsmanna. Sjómenn á skipinu starfa utan stéttarfélaga sjómanna. Við breytinguna fækkar sjó- mönnum í áhöfn. Skipið heldur á veiðar strax eftir löndun og hver skipverji fær einn hlut og marg- feldi eftir stöðu um borð. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir aðgerðirnar klárlega brjóta kjara- samninga: „Þetta stenst engin lög og verður tekið á málinu af fullri einurð samtakanna.“ Sævar segir Brim sennilega nota ákvæði í kjarasamningunum sem leyfi færri menn í áhöfn við tæknibreytingar. „Það eru engar tæknibreytingar um borð í þessu skipi þannig að kjarasamningar eru þverbrotnir og sjómenn hlunnfarnir.“ Guðmundur Kristjánsson, for- stjóri Brims hf., segist í fréttatil- kynningu lengi hafa verið á þeirri skoðun að núverandi fyrirkomu- lag í samningum útvegsmanna og sjómanna sé komið í ákveðið öng- þveiti. Sú leið sem útgerðin fari í samkomulagi við sjómenn verði háttalag samningsgerðar í fram- tíðinni. Drög samningsins hafi verið lögð fyrir LÍÚ, Samtök at- vinnulífsins og sjómannasamtök- in. Hugmyndirnar voru sam- þykktar af öllum en hafnað af sjó- mannasamtökunum. ■ KVIKMYNDASAFN ÍSLANDS sýnir klukkan átta í kvöld í Bæjarbíói í Hafnar- firði þýsku áróðurskvikmyndina Sigur vilj- ans frá árinu 1934 eftir kvikmyndagerðar- konuna Leni Riefenstahl. KJARADEILA Mikið ber í milli í deilu grunnskólakennara og launa- nefndar sveitarfélaganna og sáttafundur hefur ekki verið boð- aður fyrr en á fimmtudag. Nokkrum tímum áður en verk- fall hófst á miðnætti á sunnudag slökuðu kennarar nokkuð á kröf- um sínum og drógu til baka kröfu um fækkun skóladaga um fimm. Samninganefnd sveitarfélaga taldi að það lækkaði kröfu kenn- ara um hálfan milljarð króna. Þá lögðu kennarar fram tilboð um skammtímasamning til loka þessa skólaárs sem þeir töldu að hefði sextán prósenta kostnaðarauka í för með sér fyrir sveitarfélögin. Launanefnd sveitarfélaga hafnaði þessu tilboði og taldi að það leiddi til 24 prósenta kostnaðarauka. Hún ítrekaði þess í stað tillögu sína að samningi til ársloka 2008 sem hún taldi fela í sér tæplega nítján prósenta hækkun fyrir sveitarfélögin. Þá var ljóst að samningar næðust ekki og ríkis- sáttasemjari sleit samningafundi á tíunda tímanum. Í gær hélt samninganefnd kenn- ara áfram störfum í húsakynnum ríkissáttasemjara. Eiríkur Jóns- son, formaður Kennarasambands Íslands, segir kennara ætla að nýta tímann fram á fimmtudag til að skoða málið ofan í kjölinn. Hann segir töluvert skilja á milli kenn- ara og launanefndarinnar. „Samn- ingstilboðið sem við lögðum fram á sunnudeginum var mun kostnaðar- minna en fyrri hugmyndir. Þar lögðum við áherslu á breytingar á vinnutíma og reiknuðum með launahækkunum á við aðrar stétt- ir. Samninganefnd sveitarfélaga missti þar af góðu tækifæri til að leysa deiluna.“ Birgir Björn Sigurjónsson, for- maður launanefndar sveitarfélag- anna, segir að tilboð kennara um breyttan vinnutíma hefði þýtt að hluti dagvinnu hefði breyst í yfir- vinnu. „Þetta hefði orðið of dýrt. Auk þess höfðum við áður hafnað þessum tillögum í þriggja ára samningi. Þannig að ég trúi því ekki að kennarar hafi talið líklegt að við myndum samþykkja þetta tilboð.“ Sjá einnig síður 6, 8 og 10. Stál í stál Kennarar lögðu fram sáttatillögu sem þeir töldu hafa 16 prósenta kostn- aðarhækkun í för með sér fyrir sveitarfélögin. Launanefnd sveitarfélaga taldi hækkunina nær 24 prósentum. Næst fundað á fimmtudag. FORELDRARNIR HEIMA Sigurður Sigurðsson og Lára Bæhrenz þurfa að vera heima hálfan daginn með einhverfri dóttur sinni Blómeyju Bæhrenz meðan á kenn- araverkfalli stendur. Þau eru bæði í Kennaraháskólanum, þar sem 80 prósenta mætingarskylda er í öllum fögum. Ef þau uppfylla hana ekki, detta þau út úr kúrsum og námslánin fara fyrir lítið. Kennaraverkfall: 40 milljónir sparast á dag KJARAMÁL Sveitarfélögin spara um fjörutíu milljónir króna í launa- greiðslur á dag vegna verkfalls rúmlega fjögur þúsund kennara. Launakostnaður sveitarfélaganna vegna grunnskólakennara og skóla- stjóra á þessu ári var áætlaður 16,2 milljarðar króna, en ljóst er að hann lækkar eftir því sem verkfallið dregst á langinn. Sveitarfélög á landinu voru rek- in með 2,6 milljarða króna tapi með afskriftum á síðasta ári, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Miðað við þessar forsendur myndi 65 daga verkfall vinna upp rekstrartap sveitarfélaganna á síðasta ári. ■ Formaður Sjómannasambandsins segir sjómenn hlunnfarna: Skipverjar Sólbaks utan stéttarfélags Íslensk framleiðsla skipar mikilvægan sess í þjóðlífinu og mun í vaxandi mæli standa undir velferð þjóðarinnar. Í fyrsta skipti á DVD! Komin í verslanir ● rio lék sinn fyrsta leik í átta mánuði Enski boltinn: ▲ SÍÐA 22 Man. Utd lagði Liverpool ● skellti sér á skeljarnar Ferðamenn: ▲ Emilía Borgþórsdóttir: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Kennir kyrrsetu- fólki leikfimi ● heilsa Nýr sjónvarpsþáttur: ▲ SÍÐA 31 Réttur er settur ● laganemar í sjónvarpi HJÁ RÍKISSÁTTASEMJARA Sveitarfélögin hafa sparað 120 milljónir króna í launakostnað vegna verkfalls kennara þegar samninganefndirnar koma aftur saman til fundar á fimmtudag. Fötluð börn: Tugir barna án vistunar KENNARAVERKFALL Um 75 fötluð börn í Öskjuhlíðarskóla fá ekki skóladag- vist. Því kemur í hlut foreldra eða annarra aðstandenda að gæta þeirra á daginn. Gerður Aagot Árnadóttir, for- maður Foreldrafélags Öskjuhlíðar- skóla, gagnrýnir mjög, að aðgerðir af því tagi sem kennarar standi nú fyrir bitni alltaf harðast á fötluðum börnum og aðstandendum þeirra. „Það er eins og alltaf sé hægt að setja okkur í algerlega vonlausa að- stöðu,“ segir hún. „Ef þetta eru mik- ið fötluð börn, eins og eru í sérskól- unum, þá þola þau alls ekki þvæling í pössun milli staða. Þau verða erfið og óróleg. “ Sjá síðu 8 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R SÍÐA 31 Bónorð við Gullfoss

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.