Fréttablaðið - 21.09.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 21.09.2004, Blaðsíða 2
2 21. september 2004 ÞRIÐJUDAGUR Um hundrað börn á biðlista eftir dagvistun borgarinnar: Aukin óvissa frístundaheimila DAGVISTUN Færri börn skiluðu sér inn á frístundaheimili borgarinnar á fyrsta degi verkfalls kennara. Soffía Pálsdóttir, fræðslustjóri Íþrótta- og tómstundaráðs Reykja- víkur, segir það valda ugg þar sem frístundaheimilin leiti starfsfólks til að bjóða þeim 100 börnum sem eru á biðlista pláss. „Ég vona að verkfallið verði ekki það langt að foreldrar finni börnun- um aðrar lausnir en að senda þau hingað á frístundaheimilin og ég þurfi að segja upp því fólki sem búið er að ráða,“ segir Ólöf. Um eitt hundrað börn eru á biðlista frístundaheimilanna. Starfsfólk vantar til að anna eft- irspurninni og voru störf auglýst um helgina. Ólöf segir nokkrar umsóknir þegar hafa borist. „Við erum ekki svartsýn á að takist að manna frístundaheimilin,“ segir Ólöf: „Nú lítur Grafarholtið vel út en þar var ástandið verst á sín- um tíma. Enn vantar töluvert af starfsfólki í Breiðholtið en það er líka að leysast og nánast er búið að leysa málin í Seljaskóla,“ seg- ir Ólöf. Ólöf segir ástæðu þess hve und- irmannað var í byrjun hausts hversu miklu fleiri foreldrar hafi sótt um dagvistun fyrir börn sín en áður. „Ef við hefðum vitað að fjöldi barna ykist um 300 til 400 milli ára hefðum við skipulagt vinnu okkar öðruvísi.“ ■ Nota símreikninga fólks í markaðsstarfi Starfsfólk skoðar símreikninga fólks hjá Og Vodafone og notar upplýs- ingarnar í viðleitni til að fá fólk til að gera lengri samninga við fyrirtæk- ið. Fjarskiptalög kveða á um samþykki viðskiptavina fyrir slíkri notkun. PERSÓNUVERND Viðskiptavini fjar- skiptafyrirtækisins Og Vodafone var brugðið þegar starfsmaður fyr- irtækisins hafði samband við hann, vitnaði til símnotkunar hans og bauð sparnaðarleið ef hann vildi gera bindandi samning til lengri tíma við fyrirtækið. Viðskiptavininum var boðið að bæta við „símavini“ gegn því að gerður yrði samningur um heildar- símaþjónustu til 12 mánaða. Var honum bent á hversu mikið hann hefði getað sparað í liðnum mánuði með því að vera með ákveðið síma- númer skráð sem „símavin“. Og Vodafone segist starfa innan þess ramma sem fyrirtækinu er markaður í lögum. Pétur Péturs- son, forstöðumaður upplýsinga- og kynningarmála hjá Og Vodafone, segir að starfsmenn á sviði við- skiptaverndar bjóði stundum vild- arviðskiptavinum sérstök kjör og þarna hafi trúlega verið um slíkt tilvik að ræða. Hann segir alla starfsmenn sem höndla með trún- aðarupplýsingar hafa undirritað trúnaðaryfirlýsingu og áréttaði að ekki hefðu aðrir aðgang að slíkum upplýsingum en þeir sem þyrftu vegna starfssviðs síns. Í níunda kafla fjarskiptalaga, sem fjallar um vernd persónuupp- lýsinga og friðhelgi einkalífs, segir að „með samþykki áskrifanda“ sé fjarskiptafyrirtæki heimilt að vinna úr gögnum vegna markaðs- setningar fjarskiptaþjónustu. Auk ákvæðis um samþykki áskrifenda segir að „úrvinnslu gagna sam- kvæmt þessari grein skulu þeir einir sinna sem eru undir stjórn fjarskiptafyrirtækja og sjá um gerð reikninga eða stjórnun fjar- skiptaumferðar, fyrirspurnir not- enda, uppljóstrun misferlis, mark- aðssetningu fjarskiptaþjónustu eða virðisaukandi þjónustu“. Áskrift- arskilmálar bæði heimasíma- og farsímaþjónustu Og Vodafone eru aðgengilegir á vef fyrirtækisins, en í þeim er ekki kveðið á um að viðskiptavinir samþykki að fyrir- tækið vinni úr gögnum vegna markaðssetningar. Persónuvernd sagðist ekki geta skorið úr um það símleiðis hvort brotið væri gegn persónuverndar- sjónarmiðum með markaðssetn- ingu Og Vodafone. Sigurjón Ingva- son, forstöðumaður lögfræðideild- ar Póst- og fjarskiptastofnunar, áréttaði að undir ákveðnum kring- umstæðum væri fjarskiptafyrir- tækjum heimil notkun persónuupp- lýsinga til markaðssetningar, en kvaðst að óathuguðu máli ekki geta sagt til um þetta einstaka tilvik. olikr@frettabladid.is Hryðjuverkahópur í Írak: Bandarískur gísl myrtur KAÍRÓ, AP Myndir af aftöku banda- ríska gíslsins Eugene Armstrong voru settar á vefsíðu íslamsks skæruliðahóps í gær. Á myndband- inu sést hvernig höfuð Armstrongs er sagað af með hnífi. Talið er að hryðjuverkaleiðtog- inn al-Zarqawi hafi framið ódæðið. „Þú átt í höggi við menn sem unna dauðanum á sama hátt og þú unnir lífinu,“ segir hann í einræðu sinni til Bush áður en hann myrðir gíslinn. Armstrong var í appelsínugulum samfestingi en ódæðismennirnir svartklæddir eins og í öðrum mynd- böndum sem sýna morð á vestræn- um gíslum í Írak. ■ Kennaraverkfallið: Verðir í Vals- heimilinu KJARAMÁL Verkfallsverðir kennara fóru í alla skóla á höfuðborgar- svæðinu í gær til að kanna hvort þar væri unnið í trássi við verk- fall grunnskólakennara. Þá heim- sóttu þeir einnig tuttugu fyrir- tæki og stofnanir í Reykjavík, þar á meðal leikjanámskeið KB banka í Valsheimilinu. Ólafur Loftsson, formaður Kennarafélags Reykjavíkur situr í verkfallsstjórn kennara. Hann segir að verkfallsverðir skili at- hugasemdum sínum til verkfalls- stjórnarinnar sem meti síðan hvort ástæða sé til að bregðast við. Verkfallsmiðstöð kennara er í Borgartúni 22. ■ ■ LANDHELGISGÆSLAN Við ætlum að senda mann til að þakka honum í eigin persónu. Hann á skilið að fá eitthvað strákurinn. Ingvar Ólason er fyrirliði Fram, sem bjargaðist frá falli í síðustu umferð sjötta árið í röð. Grétar Ólaf- ur Hjartarson leikmaður Grindavíkur jafnaði metin gegn Víkingi á lokamínútunum sem varð til þess að Víkingur féll en Fram hékk uppi. SPURNING DAGSINS Ingvar, eruð þið búnir senda Grétari þakkarskeyti? Kveiktu í vélageymslu SLYS Krakkar á aldrinum fimm til átta ára kveiktu í vélageymslu við bæinn Skorrastað í Norðfjarðar- sveit í gærmorgun. Þau voru að fikta við eld með þessum af- leiðingum. Tvær bifreiðar og heyvinnutæki í geymslunni skemmdust í eldinum. Það var skömmu fyrir hádegi sem heimil- isfólk á bænum varð vart við eld- inn og gerði slökkviliðinu í Neskaupstað viðvart. Slökkvistarf gekk vel og engin slys urðu á fólki. ■ Nýr Corolla. Tákn um gæði. www.toyota.is Það gerir lífið spennandi að vita ekki alltaf hvað bíður manns. En um bíla gegnir öðru máli. Þér finnst nýr Corolla spennandi kostur af því að þú veist hvað bíður þín í nýjum Corolla. Þú gerir kröfur um öfluga, hljóðláta og sparneytna vél, öryggi í umferðinni, þægindi í akstri og bíl sem er góður í endursölu. Þess vegna viltu nýjan Corolla og ert spenntur þegar þú sest undir stýri í fyrsta skipti. Komdu og prófaðu nýjan Corolla. Njóttu þess að lífið er spennandi! ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 25 72 4 09 /2 00 4 SÍMTÆKI Í fjarskiptalögum segir að fyrir verði að liggja samþykki viðskiptavina fjarskiptafyrir- tækja áður en upplýsingar um þá eru not- aðar í markaðsstarfi eða til að bjóða virðis- aukandi þjónustu. PÉTUR PÉTURSSON Forstöðumaður upplýsinga- og kynningarmála hjá Og Vodafone segir fyrirtækið starfa innan þess ramma sem því er settur varðandi markaðssetningu þjónustu. Í VALSHEIMILINU Börn á leikjanámskeiði KB banka. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA INNBROT Í BÍLA Brotist var inn í tvo bíla í Reykjavík í gærkvöldi. Um klukkan hálfátta var farið inn í ólæsta bifreið í Austurbæn- um og stolið geislaspilara og skólatösku. Þá var skömmu síðar farið inn í bíl í efri byggðum austurborgarinnar, en ekki vitað til að nokkru hafi verið stolið. Málin eru í rannsókn og telur lög- regla ekki útilokað að sami þjóf- urinn hafi verið að verki í báðum tilvikum. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR SKORRASTAÐUR Í NORÐFJARÐAR- SVEIT Tvær bifreiðar og heyvinnutæki skemmd- ust í eldsvoða. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E LM A G U Ð M U N D SD Ó TT IR HEIMSÓTTU GÆSLUNA Sjö skip- brotsmenn af kanadíska tundur- spillinum Skeena sem fórst við Viðey 25. október árið 1944 heim- sóttu Landhelgisgæsluna síðasta föstudag. Ættingjar þeirra og lát- inna skipverja voru með í för. 198 manns var bjargað í sjóslysinu og átti Einar Sigurðsson skipstjóri á Aðalbjörginni heiðurinn af því, að því er fram kemur í tilkynningu Landhelgisgæslunnar. BÖRN Á LEIÐ ÚR SKÓLA Margir foreldrar vilja að börnin sæki frí- stundaheimili eftir skóla. Þar geta þau skemmt sér með félögunum þar til foreldr- arnir ljúka sínum vinnudegi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. KJARAMÁL Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri segir að upp sé komin mjög erfið staða í viðræðum kennara og sveitarfé- laga. ,,Það ber mikið á milli aðila og ég tel að það sé ógjörningur fyrir sveitarfélögin að verða við kröfum kennara. Það bætir ekki úr skák að umræðan um kröfu- gerðina er illskiljanleg venju- legu fólki. Foreldrar, sveitar- stjórnarmenn og margir kenn- arar eiga erfitt með að átta sig á deilunni og í hvaða stöðu hún er. Ég held að það bæti enn á óánægju fólks með stöðu mála“. Lúðvík Bergvinsson, oddviti meirihluta bæjarstjórnar Vest- mannaeyja, segir að ríkið verði að koma að lausn kjaradeilu kennara. ,,Sjóðir sveitarfélag- anna eru þandir til fulls og því tel ég ólíklegt að deilan leysist nema að ríkið komi að henni eða fái sveitarsjóðunum stærra hlutfall af staðgreiðslunni. Þeg- ar sveitarfélögin tóku við rekstri grunnskólans var aug- ljóst að það mátti vænta launa- skriðs hjá kennurum og sveitar- félögin fengu ekki næga með- gjöf til að standa undir því.“ ■ Kennaraverkfall: Illskiljanleg kjaradeila KRISTJÁN ÞÓR JÚLÍUSSON Bæjarstjórinn á Akureyri segir ógjörning fyrir sveitarfélögin að verða við kröfum kennara. Taflfélag Reykjavíkur: Sjötugt skákmót SKÁK Í ár er sjötugsafmæli haustmóts Taflfélags Reykja- víkur, en það hefst næstkomandi sunnudag. Í tilkynningu taflfélagsins kemur fram að allt frá því mótið hóf göngu sína árið 1934 hafi það haldið þeim sessi að vera fyrsta alvöru skákmótið á haustin og marki þar að leiðandi upphafið á skákvertíðinni. „Árið 1934 voru það aðallega betri borgarar sem tefldu á mótum Taflfélagsins, en í dag fjöl- menna skákmenn af öllum aldri og þjóðfélagsstigum á Haust- mótið,“ segir í tilkynningu og tekið fram að þátttaka hafi „meira að segja farið yfir 100 manns.“ Á haustmótinu eru tefldar níu umferðir, þrjár skákir á viku í þrjár vikur. Mótinu líkur 15. október.■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.