Fréttablaðið - 21.09.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 21.09.2004, Blaðsíða 4
4 21. september 2004 ÞRIÐJUDAGUR Könnun endurspeglar lognmollu: Samúð í veikindum Davíðs STJÓRNMÁL Leiðtogar Samfylkingar- innar njóta minna trausts en leið- togar helstu stjórnmálaafla. Össur Skarphéðinsson, formaður Sam- fylkingarinnar nýtur þó heldur minna trausts en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður. Traust á henni hefur minnkað talsvert frá síðustu könnun eða úr rúmum 14 prósentum í 9 prósent og traust á Össuri virðist fara dvínandi. Ingi- björg Sólrún vill þó ekki draga neinar sérstakar niðurstöður aðrar en þær að könnunin endurspegli þá lognmollu sem ríkt hafi í stjórnmál- unum, fólk vilji bersýnilega sýna Davíð Oddssyni samúð í veikindum hans. Pólitísk umræða hafi hins vegar nánast legið niðri að undan- förnu og við slíkar aðstæður komi stjórnarherrar yfirleitt vel út. Hins vegar skýrir það ekki mikið traustið sem stjórnarand- stæðingurinn Steingrímur J. Sigfús- son, formaður Vinstri-grænna nýtur: „Nei það er alveg rétt, en Steingrímur hefur lengi haft mikið persónufylgi sem nær út fyrir hans flokk,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Hún var fámál um lítið traust formanns Samfylkingarinnar og sagðist undrandi á því að hún sjálf hefði komist á blað: „Ég hef ekki verið í fylkingarbrjósti að undan- förnu og blanda mér ekki í þennan formannaslag.“ ■ Kúvending kjósenda í afstöðu til Davíðs Óvinsældir Davíðs Oddssonar snarminnka í skoðanakönnun Frétta- blaðsins. 26 prósent treysta honum nú minnst í stað 57 prósenta síðast. Þeim sem minnst traust bera til Halldórs Ásgrímssonar fjölgar mjög. STJÓRNMÁL Traust kjósenda á Dav- íð Oddssyni eykst nokkuð á ný í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðs- ins og vantraust kjósenda á hon- um snarminnkar. Í könnun Frétta- blaðsins um miðjan maí þegar umræður um umdeilt fjölmiðla- frumvarp stóðu sem hæst sögðust 57 prósent kjósenda treysta hon- um síst stjórmálamanna en sam- svarandi tala nú er 26 prósent. Davíð trónir sem fyrr á toppi beg- gja lista: þeirra sem mest er treyst og þeirra sem njóta síst trausts. 27,6 prósent treysta Dav- íð mest og bætir hann við sig nærri 7 prósentustigum frá í maí. Engu að síður hefur hann ekki endurheimt fyrra traust því oftast hafa 32 til 37 prósent kjósenda sagst treysta Davíð mest. Litlu breytir fyrir Halldór Ás- grímsson að hann hafi sest í stól forsætisráðherra því traust á hon- um eykst ekki verulega. 16,2 pró- sent treysta Halldóri mest nú og er þetta óveruleg breyting þótt hann þokist heldur upp á við. Hins vegar tekur hann mikið stökk á listanum yfir þá stjórnmálamenn sem minnst trausts njóta. 22,6 prósent treysta honum síst allra en sambærileg tala í síðustu könn- un var 8,4 prósent. Enn vænkast svo hagur Steingríms J. Sigfús- sonar formanns Vinstri-grænna en traust kjósenda á honum vex töluvert. 22,5 prósent treysta Steingrími J. mest en aðeins 4,7 prósent treysta honum minnst. Foringjar Samfylkingarinnar eiga hins vegar heldur í vök að verjast. Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir varaformaður nýtur mests trausts 9 prósenta kjósenda sem er talsvert minna en í síðustu könnun (rúm 14 prósent) og ekk- ert í líkingu við aðdraganda síð- ustu kosninga þegar hún trónaði á toppi trausts-listans og 37,8 pró- sent kjósenda treystu henni mest. Að vísu hefur að sama skapi dreg- ið úr „óvinsældum“ hennar því átta prósent treysta henni minnst í stað nærri 34 prósenta þegar verst lét á síðasta ári. Útreið Öss- urar Skarphéðinssonar, formanns Samfylkingarinnar, er mun verri. Össur nýtur mests trausts aðeins 5,7 prósenta kjósenda. Aftur á móti treysta 13,1 prósent kjós- enda Össuri minnst allra stjórn- málamanna. 800 manns voru spurðir í könn- uninni og tóku 60,4 prósent afstöðu. a.snaevarr@frettabladid.is Öryggisráðið: Indland fái fast sæti LUNDÚNIR, AP Tony Blair, forsætis- ráðherra Bretlands, lýsti því yfir í gær að hann styddi kröfu Indverja um fast sæti í Öryggisráði Samein- uðu þjóðanna. Fimm þjóðir eiga fastan fulltrúa í ráðinu en kosið er um hin tíu sætin. Blair sagði á blaðamannafundi með Manmohan Singh, forsætisráð- herra Indlands, að hann teldi að Indland ætti í krafti stærðar sinnar að eiga fast sæti í ráðinu. Á Indlandi búa tólf hundruð milljónir manna. Nú eiga kjarnorkuveldin Banda- ríkin, Bretland, Frakkland, Kína og Rússland fastafulltrúa. Indverjar búa einnig yfir kjarnorkuvopnum. ■ Kosningar í Bandaríkjunum: Skjöl um Bush fölsuð NEW YORK, AP Skjöl um bága frammistöðu George Bush Banda- ríkjaforseta í þjóðvarðliðinu í Texas voru fölsuð. Sjónvarpsstöðin CBS birti fréttaskýringu sem byggðist á skjölunum en hefur nú beðist velvirðingar á mistökunum. Skjölin voru sögð hafa fundist í einkasafni liðþjálfa í þjóðvarðlið- inu. Fjótlega komu upp efasemdir þar sem leturgerð í bréfinu var nútímalegri en staðist gat miðað við meintan aldur þeirra. Þetta mál er talið mikill álits- hnekkir fyrir CBS og Dan Rather fréttamann. Fulltrúar Bush sögðu í gær að þetta atvik gæfi tilefni til þess að tengslum CBS og kosn- ingabaráttu Kerrys yrði gefinn gaumur. ■ Halliburton: Fælt frá Nígeríu NÍGERÍA, AP Stjórnvöld í Nígeríu hafa útilokað dótturfélag banda- ríska orkufyrirtækisins Halli- burton frá að bjóða í verk á vegum ríkisins. Stjórnvöld segja að fyrirtækið hafi sýnt gáleysi þegar geislavirk efni hurfu fyrir tveimur árum. Geislavirk efni eru notuð við rannsóknir á olíulindum. Halliburton hefur einnig sætt rannsóknum vegna mútugreiðslna til embættismanna. Í fyrra viður- kenndu forsvarsmenn fyrirtækis- ins að hafa látið 2,4 milljónir Bandaríkjadala (um 170 milljónir króna) af hendi í mútugreiðslur vegna skattamála í Nígeríu. ■ Grunnskólar: Flestir koma gangandi SKÓLAMÁL Meirihluti barna kemur gangandi í skólann að því er fram kemur í könnun sem börn í 6. og 7. bekk Langholtsskóla, Hlíðaskóla, Grandaskóla og Álftamýrarskóla gerðu í tengslum við evrópska samgönguviku. 1.654 börn og full- orðnir voru spurð og kemur fram í tilkynningu að ótrúlega margir hafi komið á einkabíl. „Við tókum eftir því að margir sem voru á hjóli notuðu ekki hjálma. Einnig tókum við eftir því að fólk var ekki mikið að nota belti því þeim fannst það svo stutt að keyra börnin í skólann. Margir bílar stoppuðu ekki við gang- brautir og fólk keyrði of hratt,“ segir í tilkynningu nemendanna. ■ Er Ísland örríki að þínu mati? Spurning dagsins í dag: Á ríkið að aðstoða einkafyrirtæki við að byggja upp þráðlaus dreifikerfi á landsbyggðinni? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 39,2% 60.8% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun visir.is MEST TRAUST 1. Davíð Oddsson 27,6% 2. Steingrímur J. Sigfússon 22,5% 3. Halldór Ásgrímsson 16,2% 4. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir 9% 5. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir 6,3% 6. Össur Skarphéðinsson 5,7% MINNST TRAUST 1. Davíð Oddsson 26% 2. Halldór Ásgrímsson 22,6% 3. Össur Skarphéðinsson 13,1% 4. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir 8% 5. Sturla Böðvarsson 6,5% 6. Steingrímur J. Sigfússon 4,7% HALLDÓR OG DAVÍÐ Færri segjast bera minnst traust til Davíðs. Fleiri en áður segjast hins vegar treysta Halldóri síst. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor: Dregur úr áhrifum fjölmiðlafrumvarps STJÓRNMÁL Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórmálafræði telur að athyglisverðustu niðurstöður könnunar Fréttablaðsins á því hvaða stjórnmálamaður njóti mesta og minnsta trausts séu þær að vinsældir Davíðs Odds- sonar virðist vera að aukast á ný þótt hann sé bersýnilega áfram umdeildur enda tróni hann á toppi beggja lista. „Hins vegar virðist hann rétta sig af eftir þetta mjög svo erfiða fjölmiðla- frumvarp. Mér finnst það lang líklegasta skýringin á því hve þeim fækkar sem bera minnst traust til hans.“ Ólafur segir athyglisvert hve margir treysta Steingrími J. og enn sé staðfest lítið traust til Össurar Skarphéðins- sonar. Hins vegar segist hann ekki hafa búist við hærri tölum hjá Halldóri Ásgrímssyni. „Ef það skipt- ir einhverju máli að hann sé kominn í forsætisráðu- neytið, skilar það sér ekki strax í meira fylgi, „ segir Ólafur Þ. Harðarson. ■ INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR Ingibjörg segir að könnun blaðsins endur- spegli lognmollu sem ríkt hefur í stjórn- málum hér. ÓLAFUR Þ. HARÐARSON Sennilegast að nei- kvæð áhrif fjölmiðla- frumvarpsins séu að baki hjá Davíð. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R FERÐAMÁTI SKÓLAKRAKKA Gangandi 918 55,8% Hjólandi 226 13,7% Í strætó 23 1,4% Einkabíl 27,4% Annað 1,6% Hjálmar Árnason: Forsætisráð- herrar alltaf umdeildir STJÓRNMÁL Nærri þrisvar sinnum færri treysta Halldóri Ásgríms- syni í könnun blaðsins sem birt er í dag miðað við könnun sem gerð var um miðjan maí. Hjálmar Árnason, formaður þingflokks Framsóknarflokksins segir að þetta virðist fylgja embætti forsætisráðherra. „Kannski eru kjósendur annarra flokka að láta í ljós óánægju með að hann sé orðinn forsætisráðherra. Ég held að þetta snúist við þegar fólk hefur haft tækifæri til að fylgjast með honum í nýju starfi.“ Hjálmar sagðist ekki telja að neikvæð umræða um brotthvarf Sivjar Friðleifsdóttur úr stjórn- inni hefði haft nokkur áhrif. Siv vildi ekki tjá sig um málið. ■ HJÁLMAR ÁRNASON Þingflokksformaður Framsóknarflokks segir forsætisráðherra alltaf umdeilda.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.