Fréttablaðið - 21.09.2004, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 21.09.2004, Blaðsíða 9
9ÞRIÐJUDAGUR 21. september 2004 ■ ASÍA Framhaldsskólanemi: Hótaði sprengingu BANDARÍKIN, AP Lögregla í litlum bæ í Michigan í Bandaríkjunum hefur handtekið sautján ára pilt sem hótaði því á netinu að hann ætlaði að sprengja skólann sem hann er nemandi í. Sextán ára stúlka sem ræddi við piltinn á spjallrás vísaði lög- reglu á hann. Við leit heima hjá piltinum fundust leiðbeiningar um hvernig búa eigi til sprengjur og myndbandsspóla sem sýndi hann með ýmis árásarvopn. Pilturinn lýsti því nákvæmlega hvernig hann ætlaði að sprengja skólann. Kvaðst hann vilja ná sér niðri á kennurum og nemendum. ■ Verkfallssjóður Kennarasambandsins vel staddur: Kennarar fá þrjú þúsund krónur á dag KJARAMÁL Kennarar fá 3.000 krónur fyrir hvern virkan dag í verkfalli. Um 900 milljónir eru í verkfalls- sjóði Kennarasambands Íslands. Allir samningar sambandsins eru lausir og segir Árni Heimir Jóns- son, formaður stjórnar Vinnudeilu- sjóðs KÍ, greiðslur úr sjóðnum verða endurskoðaðar vari verkfall kennara lengur en fjórar vikur. Fari önnur félög sambandsins s.s. framhaldsskóla- og leikskólakenn- arar í verkfall beri sjóðnum einnig að greiða þeim bætur. „Við borgum þeim kennurum sem eru í fullu starfi 3.000 krónur á dag. Við vitum ekki nákvæmlega hvað verkfall kennara kostar sjóð- inn daglega. Sumir eru í hlutastarfi og skólastjórar og staðgenglar fara ekki í verkfall,“ segir Árni. Hann segir reiknað með um 90 til 100 milljóna króna kostnaði á viku. Árni segir sjóðinn vel staddan, enda hafi verið safnað í hann á löngum tíma. Kennurum í fullu starfi verði greiddar um 90 þúsund krónur í verkfallsbætur á mánuði. Af þeirri upphæð greiði kennarar skatt. „Þetta er tvísköttun fyrir marga. Greiðslur í vinnudeilu- sjóð eru teknar af launum kenn- ara og síðan eru allar greiðslur úr sjóðnum skattlagðar,“ segir Árni. ■ FRÁ ÆFINGASVÆÐI Hjálparsveit skáta í Kópavogi æfði notkun nýrrar rústamyndavélar og hlustunartækja. Hjálparsveit skáta: Ný rústa- myndavél HJÁLPARSTARF Hjálparsveit skáta í Kópavogi hefur tekið í notkun nýja rústamyndavél og hlustunar- tæki en sveitin er hluti af Alþjóða- björgunarsveitinni. Að sögn hjálparsveitarmanna er vélin sú besta sem völ er á og er samskonar vél til dæmis notuð af stærstu björgunarsveitum í Banda- ríkjunum. Myndavélin og hlustun- artækið kostuðu samtals ríflega 1,8 milljón króna. Félagar í hjálpar- sveitinni æfðu notkun tækjanna í Hafnarfirði þar sem þeir brutu nið- ur veggi í auðu húsi og leituðu að fólki í lokuðum rýmum. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M NÝR FORSETI Í INDÓNESÍU Fyrstu tölur úr indónesísku forsetakosn- ingunum benda til þess að forset- inn, Megawati Sukarnoputri, nái ekki endurkjöri. Þegar búið er að telja um 10 prósent atkvæða er andstæðingur hennar, Susilo Bambang Yudhoyono fyrrverandi hershöfðingi, með 59 prósenta fylgi en Sukarnoputri 41 prósent. ÓLÖGLEGAR KOSNINGAR Fulltrú- ar Öryggis- og eftirlitsstofnunar Evrópu segja að framkvæmd þingkosninganna í Kasakstan hafi ekki verið í samræmi við alþjóða- lög. Eftirlitsmennirnir segja að fjölmiðlar hafi verið hlutdrægir. Tveimur stjórnarandstæðingum hafi verið bannað að taka þátt og kosningaseðlar hafi bæði verið rafrænir og skriflegir sem hafi skapað rugling á kjörstöðum. FIMMTUNGUR ORÐINN 65 ÁRA Einn af hverjum fimm Japönum er orðinn 65 ára eða eldri, að sögn japanskra yfirvalda. Meðal- aldur Japana hækkar með hverju árinu og ekki er útlit fyrir að það breytist. 14,4 milljónir japanskra kvenna og 10,5 milljónir jap- anskra karla hafa náð 65 ára aldri. SKIP FÉKK Á SIG BROT Rúða brotnaði og töluverðar skemmdir urðu á rafmagnstækjum um borð í Andey ÍS, skipi Frosta hf. í Súðavík þegar skipið fékk á sig brotsjó á föstudagskvöld. Það var statt við Straumnes og á leið út til veiða. Enginn skipverji úr sjö manna áhöfn slasaðist. Skipinu var siglt heim og standa viðgerð- ir yfir, samkvæmt BB. ■ SJÁVARÚTVEGUR ÁRNI HEIMIR JÓNSSON Iðgjöld í verkfalls- sjóð kennara námu um 101 milljón króna á síðasta ári og vaxtatekjur voru um 62 milljónir. Í sjóðnum eru um 900 milljónir. Úr honum greiðast um 90-100 millj- ónir á viku.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.