Fréttablaðið - 21.09.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 21.09.2004, Blaðsíða 10
21. september 2004 ÞRIÐJUDAGUR Leggja á ný fram tillögu um mislæg gatnamót: Vill að ráðherra þrýsti á borgaryfirvöld BORGARMÁL Borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokks skorar á Sturlu Böðvarsson samgönguráðherra að þrýsta á borgaryfirvöld að fara í gerð mislægra gatnamóta við Miklubraut og Kringlumýrar- braut á undan Sundabraut. „Þegar tekin er ákvörðun um forgangsröð vegafjár á öryggis- sjónarmiðið fyrst og fremst að ráða för,“ segir Kjartan Magnús- son, borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins. „Ég vil ítreka að þetta er ekki bara spurning um peninga heldur umferðaröryggi. Með því að fá mislæg gatnamót þá mun umferðaróhöppum að minnsta kosti fækka um helming og hugs- anlega meira en 90 prósent.“ Borgarfulltrúar sjálfstæðis- manna leggja fram tillögu í borg- arráði í dag um að mislægu gatna- mótin verði forgangsframkvæmd. Kjartan segir merkileg orð Jónasar Snæbjörnssonar, um- dæmisstjóra Reykjanessumdæm- is Vegagerðarinnar, um að Sunda- brautin komi til með að auka álag á Miklubraut en ekki minnka eins og Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar, hélt fram. „Mér fannst Árni reyndar kom- inn út á hálan ís þegar hann talaði um Sundabrautina sem einhverja aðgerð til að draga úr álagi á Miklubraut. Sundabrautin er auð- vitað mjög þörf framkvæmd og við styðjum hana auðvitað en stóra skekkjan hjá R-listanum er að stilla þessum framkvæmdum upp hvorri gegn annarri.“ ■ Fáum ekki aðstoð verkfallssjóðs Júlíana Ósk Guðmundsdóttir segir föður sinn fyrst í stað gæta barna hennar í verkfallinu. Hins vegar séu fjögur börn mikið álag á sjötugan mann. Hún verður að vinna til að standa undir heimilisrekstrinum. VERKFALL Systurnar Júlíana Ósk og Guðmunda Guðmundsdætur segja barnapössun vegna kenn- araverkfallsins bjargast fyrstu dagana en málið farið virkilega að vandast ef teygist á verkfall- inu. Sjötugur faðir systranna, Guðmundur Árni Bjarnason, ætlar að gæta fjögurra barna- barna sinna í verkfallinu en fyrir passar hann yngsta barna- barnið. Systurnar skiptust á að fara í vinnu í gær þar sem faðir þeirra fór vestur í réttir með gömlum vini. „Hann ætlaði ekki að fara í réttirnar af því hann væri að passa. En hann fer svo sjaldan eitthvað að ég tók það ekki í mál og við systurnar hjálpuðumst að í gær,“ segir Júlíana. En faðir hennar passar jafnan yngsta barnið á móti eiginmanni hennar sem er í vaktavinnu. Guðmunda vann fyrri part dagsins í gær en kom síðan og tók við af Júlíönu um eittleytið svo hún kæmist til vinnu . Júlíana á alls fjögur börn og þar af eru tvö á skólaaldri, sjö og níu ára. Dóttir Guðmundu var að byrja í skóla í haust og á hún annað barn á leikskólaaldri. Júlíana vinnur á lítilli bókhalds- skrifstofu og segist mæta skiln- ingi hjá yfirmanni sínum sem er giftur kennara. Þannig hafi hún oft þann kost að hliðra til vinnu- tímanum og vinna jafnvel eitt- hvað á kvöldin. „Það er engin leið fyrir mig að missa marga daga úr vinnu því rekstur heimilisins er háður tekjunum. Það eru engir verk- fallssjóðir sem styðja við bakið á mér eða minni fjölskyldu,“ segir Júlíana. Hún er mjög þakklát föður sínum sem ætlar að gæta barnanna en það geti auðvitað bara gengið í nokkra daga. Fjög- ur börn séu alltof mikið álag á sjötugan mann því þurfi jafnvel að finna aðrar lausnir ef verk- fallið dregst á langinn. hrs@frettabladid.is flugfelag.is ÍSAFJARÐAR 5.300 kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og AKUREYRAR 5.400kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og flugfelag.is 22. - 28. sept. EGILSSTAÐA 6.300 Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og kr. GRÍMSEYJAR 6.800 kr.Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og VOPNAFJARÐAR/ ÞÓRSHAFNAR 7.800 Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og kr. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S F LU 2 58 47 09 /2 00 4 Börn, 2ja–12 ára, í fylgd með fullorðnum, greiða 1.833 kr. aðra leiðina. SLYSUM MUN FÆKKA Kjartan Magnússon borgarfulltrúi segir að með því að fá mislæg gatnamót muni umferðaróhöppum að minnsta kosti fækka um helming. JÚLÍANA OG GUÐMUNDA GUÐMUNDSDÆTUR ÁSAMT BÖRNUM SÍNUM Systurnar hjálpuðust að og gættu barnanna til skiptis í gær. Sjötugur faðir þeirra mun gæta barnanna næstu daga. VERKFALL „Það verður að taka einn dag í einu og púsla saman hverjum degi fyrir sig,“ segir Hanna Lára Steinsson, einstæð tveggja barna móðir, um stöðu margra meðan á kennaraverkfalli stendur. Hanna Lára segist hafa áhyggj- ur af að verkfallið verði langvinnt eins og oft er með kennaraverk- föll. Enda séu samninganefndirnar ekki að flýta fundarhaldinu. Hún segist ekki hafa vitað hvernig hún gæti reddað málunum. Ekki bætti úr skák að leikskólanum sem yngri sonur hennar er á var lokað í gær og í dag vegna námskeiðahalda. Eftir að hafa talað við vinnufé- laga og vinkonur náði hún að kom- ast í kynni við 11 ára stelpu sem ætlar að passa fyrir hana að hluta en hún segist svo heppin að vinna skammt frá heimili sínu og hafi tækifæri á að skjótast heim öðru hvoru. „Sá sjö ára er reyndar að fara í dag til New York með pabba sínum sem er flugstjóri hjá Flug- leiðum og verður fram á fimmtu- dag. Þannig að búið er að bjarga málunum þangað til.“ Hanna Lára segist oft fá hjálp frá foreldrum sínum og bróður en þau séu í út- löndum. Þau koma heim í næstu viku og segist Hanna þá jafnvel geta notið aðstoðar þeirra að ein- hverju leyti ef verkfallið dregst á langinn. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Verkfall reynist foreldrum erfitt: Hver dagur sem púsluspil

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.