Fréttablaðið - 21.09.2004, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 21.09.2004, Blaðsíða 13
13ÞRIÐJUDAGUR 21. september 2004 Moskva: Ráðist á Kákásusbúa MOSKVA, AP Um fimmtíu manna hópur ungra Moskvubúa gekk í skrokk á fjórum Kákasusbúum á lestarstöð í Moskvu. Vegfarendur sem urðu vitni að árásinni segja árásarmennina hafa öskrað: „Þetta fáið þið fyrir hryðjuverka- árásirnar.“ Einn þeirra fjögurra sem urðu fyrir árásinni var lífshættulega meiddur og hinir alvarlega meiddir. Saksóknaraembættið í Moskvu tók rannsókn málsins að sér og skilgreindi glæpinn sem hat- ursárás og tilraun til að ala á hatri á grundvelli þjóðernis fólks. ■ HAÍTÍ, AP Um hundrað manns létust og 150 eru saknað eftir að fellibyl- urinn Jeanne gekk yfir Haítí um helgina. Jeanne hafði áður kostað nokkra lífið í Dóminíska lýðveldinu og Púertó Ríkó. Borgin Gonaives, sem stendur við ströndina í norðurhluta Haíti, fór næstum öll undir vatn. Á sum- um svæðum náði vatnið fjögurra metra hæð, götur borgarinnar voru líkari ám og þurfti fólk að fara upp á húsþök til að forðast flóðið. Tæp- lega fimmtugur kennari í borginni sagði ástandið hræðilegt í viðtali við fréttamenn. Hann sagðist hafa horft á eftir nágrönnum sínum, konu og tveimur börnum hennar, hverfa í vatnsflauminn. Gerard Latortue, forsætisráð- herra landsins, segir árið hafa verið hræðilegt. Fyrir aðeins fjór- um mánuðum hafi um þrjú þúsund manns látist í miklum flóðum á Haítí og í Dóminíska lýðveldinu. Latortue segir ekki enn ljóst hversu margir hafi látist um helg- ina. Að minnsta kosti níutíu manns séu látnir en líklega hafi fleiri orðið fellibylnum að bráð. Jeanne er núna úti í Karabíska hafinu og ekki er nákvæmlega ljóst í hvaða átt hann stefnir. ■ DÓMINÍSKA LÝÐVELDIÐ Borgin Gonaives, sem stendur við ströndina í norðurhluta Haíti, fór næstum öll undir vatn. Fellibylurinn Jeanne gekk yfir Haítí: Hundrað manns létust MEÐ LEIKFANGABYSSU Ofbeldisverkin í Írak koma ekki í veg fyrir að leikfangabyssur eru ofarlega á óskalistanum. Mannrán í Írak: Tugum barna rænt ÍRAK, AP Bandaríkjaher og írska lögreglan ætla að reyna að ráða niðurlögum glæpasamtaka sem hafa sérhæft sig í að ræna börnum í borginni Kirkuk og ná- grenni hennar. Undanfarið hafa glæpasamtök rænt á milli þrjátíu og fjörutíu kúrdískum og túrkmenskum börnum og krafið foreldra þeirra um lausnargjald. Sumar fjöl- skyldur hafa samið við mannræn- ingjana en fjölda barna er enn haldið í gíslingu. Lögregla telur sig hafa vissu um hverjir standa að mann- ránunum og vonast til að hand- taka þá fljótlega. ■ Ný læknistækni: Sprautur óþarfar INDLAND Inverskir vísindamenn segjast hafa þróað nýja tegund lyfja sem munu leysa sprautur og pillur af hólmi. Um er að ræða hlaup sem fólk borðar og hefur sömu verkun og pillur og önnur lyf sem til dæmist hefur þurft að sprauta í fólk. Vísindamennirnir segja þetta vera byltingu því mun þægilegra sé fyrir fólk að gleypa hlaup en pillur. Þeir segja þetta vera sér- staklega gott fyrir fólk með króníska sjúkdóma sem taki mikið af lyfjum. Í stað þess að þurfa að sprauta sig á hverjum degi geti sykursjúkir borðað einn skammt af hlaupi. ■ ■ AFRÍKA ENN EIN STJÓRNARSKIPTIN Ný ríkisstjórn er tekin við völd- um á Atlantshafseynni Sao Tome og Principe vestur af Afríku. Stjórnin er sú fimmta sem situr við völd á eynni síðustu fimm árin. Stjórnarkreppa ríkti í land- inu síðustu vikur eftir að framá- menn flæktust í fjármála- hneyksli. ÁRÁS Í AUSTURHLUTA SÚDAN Úgandskir hermenn felldu í það minnsta 25 uppreisnarmenn í árás á aðsetur þeirra í suðurhluta Súdans, að sögn talsmanns hers- ins. Sá sagði að ráðist hefði verið á félaga í illræmdri uppreisnar- hreyfingu, Uppreisnarher drott- ins, með flugvélum og af landi. G O T T F Ó L K M c C A N N Skeifunni 11 Sími 533 1010 Opið virka daga 10-18 Laugardaga 10-14 1.69 0Griffilsverð : Verð áðu r: 2. 390 Geis ladis kar; 25 s krifa nleg ir CD í turn i. 19.900 Griffilsverð: Verð áður: 34.900 Ódýra ri valkos tur Griffils verð: 20-40 % ódý rara Datalin e blekh ylki. Re iknaðu dæmið til end a. Hewlett Packard Orginal Dataline Mismunur HP 45 2.690 2.150 -20% HP 23 3.290 2.590 -21% HP 15 2.790 1.990 -29% HP 78 3.290 2.590 -21% HP 29 3.018 2.290 -24% Epson T050140 2.880 1.990 -31% T051140 3.350 2.316 -31% T007 2.621 1.990 -24% T008 2.299 1.572 -32% T013 1.969 1.290 -34% T014 2.591 1.850 -29% T017 3.864 2.781 -28% T018 3.362 2.490 -26% Canon BCI 3 svart 980 740 -24% BCI 3 gulur 870 690 -21% BCI 3 bleikur 870 690 -21% BCI 3 blár 870 690 -21% BCI 6 allir litir 1.110 670 -40% BCI 21 svart 690 549 -20% BCI 21 litur 1.911 1.300 -32% BCI 24 svart 780 549 -30% BCI 24 litur 1.690 1.200 -29% Blekhylki Prentaðu sparnaðinn út. t i t. G ild ir m eð an b irg ði r en d as t eð a út s ep te m b er . M eð fy rir va ra u m p re nt o g m yn d vi llu r. Brother DCP 4020.Fjölnotatæki. Skann i Prentari Ljósritun Allt í sama tækinu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.