Fréttablaðið - 21.09.2004, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 21.09.2004, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 21. september 2004 Borgartún. Má þar nefna Fjár- festingarbankann Straum sem nú er í húsinu númer 30 en flyst brátt í háhýsið númer 25 sem bankinn á að stærstum hluta. Sparisjóður Vélstjóra er í númer 18 og hefur verið í mörg ár, Ný- sköpunarsjóður er í Húsi At- vinnulífsins og Lín og Íbúðalána- sjóður í Höfðaborg. Áfram skal haldið Stórhýsunum við Borgartún á enn eftir að fjölga. Á horninu við Höfðatún þar sem Sögin stóð er nú grafið fyrir nokkrum húsum sem samtals munu telja um 24 þúsund fermetra. Hið hæsta telur sextán hæðir en önnur verða lægri. Í húsunum er gert ráð fyrir blandaðri atvinnustarfsemi, þjón- ustu og verslun og munu þau um- lykja torg, Höfðatorg, sem verður stærra en Ingólfstorg og iðandi af mannlífi, gangi áætlanir eftir. Ráðgert er að framkvæmdum ljúki síðsumars 2007. Þar sem Bílanaust stendur nú verða skrifstofur, verslanir og íbúðir innan nokkurra ára. Níu hæða, níu þúsund fermetra, skrifstofu- og verslunarhúsnæði verður tekið í gagnið árið 2006 og verður þar meðal annars mat- vöruverslun af stærra taginu. Ári síðar er ráðgert að ljúka sautján þúsund fermetra íbúðarhúsnæði á lóðinni. Af þessu má sjá að þó margt hafi breyst í Borgartúninu á enn margt eftir að breytast. Gatan sem eitt sinn var grá og guggin er og verður aðalstræti atvinnulífs borgarinnar. bjorn@frettabladid.is AUSTURRÍKI, AP Austurrískur blaða- maður sem fékk upplýsingar um að vopn væru geymd í skóginum við Vín fann engin vopn heldur lík af konu sem hafði látist eftir að handsprengja hafði sprungið. Líkfundurinn kom í framhaldi af frétt sem blaðamaðurinn skrif- aði fyrr í mánuðinum í tímaritið News. Þá hafði huldumaður komið þeim upplýsingum til blaða- mannsins að vopn væru í skógin- um. Í kjölfarið fann blaðamaður- inn handsprengjur, vélbyssur, sprengiefni og fleiri vopn og skrifaði um það frétt. Eftir að sú frétt birtist fékk hann aðra ábend- ingu um að vopn væru á öðrum stað í skóginum. Þá fór hann á staðinn ásamt fulltrúa stjórnvalda og fann líkið. Grunur leikur á að konan sem fannst látin hafi verið manneskjan sem hafði samband við blaðamann- inn. Það hefur þó ekki verið stað- fest. Blaðamaðurinn segir að heim- ildarmaðurinn hafi líklega verið Bosníu-Serbi. Í frétt tímaritsins fyrr í mánuðinum var sagt að lík- lega hefðu Bosníu-Serbar komið vopnunum fyrir í skóginum fyrir áratug síðan af ótta við að stríðið á Balkanskaga myndi teygja anga sína til Austurríkis. ■ Frétt í austurrísku tímariti dregur dilk á eftir sér: Fann lík í skógi BORGARTÚN 25, STRAUMUR Starfsemi Straums flyst í þetta hús fyrir árslok. Fleiri fyrirtæki verða einnig í húsinu. BORGARTÚN 27, KPMG Umsvif KMPG eru mikil líkt og hús fyrir- tækisins ber með sér. Nokkur smærri félög hafa þó hreiðrað um sig á neðri hæðum. BORGARTÚN 35, HÚS ATVINNULÍFS- INS - Nokkur helstu hagsmunasamtök at- vinnulífsins raða sér á hæðirnar fimm í þessu glæsta glerhýsi. BÍLANAUST FER - Hér verða skrifstofu- og verslanabyggingar upp á níu þúsund fermetra og sautján þúsund fermetra íbúðahús að auki. GRUNNUR GRAFINN - Hús, sem samtals munu telja 24 þúsund fermetra, verða risin á þessari lóð innan fárra ára. BORGARTÚN 27 - Myndin var tekin 1987. Húsið vék fyrir öðru nýju og glæsi- legu. BORGARTÚN 22 - Enn á sínum stað, þar eru nú m.a. Efnalaug og fasteignasala. Myndin var tekin 1979. GAMLA KARPHÚSIÐ - Embætti ríkis- sáttasemjara fluttist yfir götuna fyrir fáum árum, í Höfðaborg. Myndin var tekin 1980.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.