Fréttablaðið - 21.09.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 21.09.2004, Blaðsíða 16
Mikilvægið horfið Valur Ingimundarson sagnfræðingur, sem er einn helsti sérfræðingur þjóðarinnar um varnarsamskiptin við Bandaríkin, hélt því fram í fyrirlestri á ráðstefnu um smá- ríki í Norræna húsinu á laugardaginn að markmið Bandaríkjamanna að draga úr umsvifum sínum á Íslandi sé óbreytt. Frá sjónarmiði þeirra sé Ísland ekki lengur hernaðarlega mikilvægt. Þá taldi hann vanta „umfangsmikinn efnahagsþátt“ í samskipti ríkjanna til að samband þeirra yrði traust með sama hætti og áður. Talaði Valur um að kreppa væri í sam- skiptum Íslands og Bandaríkjanna og víð- tækari skuldbindingu þyrfti til en sam- komulag um fjórar orrustuþotur ætti að blása í þau nýju lífi. Segja má að þessi ummæli rekist á þær væntingar sem ummæli Davíðs Oddssonar utanrík- isráðherra hafa skapað eftir fund hans og Bush Bandaríkjaforseta í sumar. Björn ósammála Af leiðara Morgunblaðsins í gær má sjá að menn þar á bæ eru hálf ráðvilltir vegna erindis Vals (sem er sonur Ingi- mundar Sigfússonar sendiherra, náins samstarsfmanns og vinar Davíðs Odds- sonar). Í leiðara er spurt: „Hvað felst í þessu? Er hægt að fullyrða að langtíma- markmið Bandaríkjanna séu óbreytt í ljósi ákvörðunar forsetans? Jafnvel þótt að embættismenn í Washington segi að svo sé? Það er erfitt að fá skýra mynd af því sem fyrir Bandaríkjamönnum vakir.“ Björn Bjarnason blandaði sér einnig inn í umræðurnar með pistli á vefsíðu sinni í gær: „Um þessa niður- stöðu [Vals] má deila“, skrifaði hann. „Innan ríkisstjórnar Bandaríkjanna er ekki áhugi á því að rjúfa varnarsamning- inn við Ísland. Spurningin snýst ekki um það heldur hitt, hvert skuli vera inntak varnarsamstarfsins og um það efni hefur verið tekist í viðræðum. Enginn getur sagt, hvert hernaðarlegt gildi Íslands verður eftir fáein ár – eitt er víst að landafræðin breytist ekki. Hinu má ekki heldur gleyma, að í fjárfestingum hér á landi er enginn fremri Banda- ríkjamönnum um þessar mundir, svo að ekki skortir „umfangsmikinn efna- hagsþátt“ í samskipti ríkj- anna.“ Stundum hefur verið talað um bjúrókratana í Brussel af hálf- gerðri fyrirlitningu. Menn lifi þar í vellystingum drekkandi kampavín og etandi á þriggja stjörnu matsölustöðum milli þess sem þeir færa til pappírs- bunkana á borðunum sínum, eða búa til önnur óþörf plögg til að sauma að atvinnuvegunum og setja ríkisstjórnum stólinn fyrir dyrnar. Slíkt tal mun nú heyra sögunni til, enda ljóst orðið að tveggja ára starf í höfuðborg Evrópusamstarfsins eru þeir kostir sem bestir prýða æðstu embættismenn ríkisins og verður skrifstofustjórastarf í forsætisráðuneyti og áratugs starf æðsta embættismanns höfuðborgarinnar hjóm eitt í þeim samanburði. Ekki er alveg laust við að sumum detti í hug að sækja um doktorsgráðu í ráðuneytisstjórn. Í Evrópusamstarfinu skipta ríki með sér forystu á hálfs árs fresti. Það eins og svo margt annað hermdu EFTA-ríkin eftir Evrópusambandsríkjunum. Við slík tímamót fara menn í hrós- og aðdáunarhaminn. Þeir þakka hvor öðrum vel unna forystu, enginn þarf þó að hafa áhyggj- ur, því sá sem tekur við er líka svo frábær, hefur mikla reynslu og samstarfið hefur alltaf verið svo gott og mun verða áfram. Einhverjum hljóta að þykja þessi orðaskipti skemmtileg, allavega þeim sem hafa orðið, en svo eru náttúrlega aðrir leið- indapúkar sem finnst þetta heldur hlægilegur siður eða kannski jafnvel ósiður, því sjaldnast eru hlutir settir í sitt rétta samhengi í slíkum orða- skiptum. Nú er svo komið að ríkisstjórnin á Íslandi er orðin eins og embættismannasam- starfið á Evrópuvettvangi. Rík- isstjórnin er við völd til að vera við völd, leiðtogar stjórnmála- flokka, sem þegar kosið er gefa sig út fyrir að vera ólíkir, skipta nú um hlutverk og hrósa hvor öðrum fyrir ótrúlega hæfileika og reynslu rétt eins og embætt- ismenn sem stjórna alþjóðasam- starfi. Skattahækkanir eða - lækkanir skipta ekki máli, lof- orð til öryrkja, heilbrigðiskerf- ið, menntakerfið, ekkert skiptir máli annað en að vera áfram við völd. Allir eru glaðir og í góðu skapi. Forsætisráðherrann frá- farandi er í góðu skapi og segir fréttamönnum, og þeir hlæja og skemmta sér með honum, rétt eins og þeir hörfa og þora ekki að segja múkk eða spyrja þess sem máli skiptir þegar hann er í vondu skapi. Fólksflutningar eru á milli ráðuneyta. Átta manns, held ég, hætta í forsæt- isráðuneytinu (hvað vinna ann- ars margir þar?) og nýi forsæt- isráðherrann er að leita að ráðu- neytisstjóra. Ég hélt að það ætti að auglýsa slíkar stöður. Vel getur verið að það sé heppilegt fyrirkomulag í stjórn- sýslunni að embættismenn fylgi ráðherrum. Það er bara ekki það kerfi sem ríkir á Íslandi, það er hins vegar það kerfi sem ríkir í Bandaríkjunum, okkar kerfi byggir hins vegar á evrópskri hefð. Starf aðstoðarmanna ráð- herra var búið til á sínum tíma einmitt til þess að ráðherrar gætu haft við hlið sér einhvern sem þeir gætu litið á sem sinn mann. Embættismannakerfið er nefnilega þannig hugsað að borgararnir geti treyst stjórn- kerfinu hvar í flokki sem þeir standa. Ef við viljum breyta því, sem kannski er alls ekki vit- laust, þá verður að gera það með opin augu, þá verður samfélagið að vita af því að verið sé að breyta fyrirkomulaginu sem ríkt hefur. Ráðherrar geta ekki breytt því upp á sitt eindæmi, eða eiga allavega ekki að geta það, jafnvel þó þeir hafi verið ráðherrar í meira en þrettán ár. Því miður er það hins vegar orðið svo að ráðherrar eru farnir að umgangast vinnustað sinn eins og þeir séu heima hjá sér, og það er alveg stórhættuleg þróun. Vonir standa þó til að með þessum stólaskiptum hafi líka lokið heimastjórnarafmælis- farsanum. Hinu mikla afmæli sem sagt er að fílefldur karl- maður hafi fengið kaup fyrir í eitt eða tvö ár að undirbúa. Varla þykir ástæða til að forsæt- isráðherra leiki aðalhlutverkið í fleiri hátíðahöldum. Hápunktur- inn var útkoma bókarinnar sem Davíð byrjaði og endaði. Ekki hafði ríkisstjórn einkaframtaks og einkavæðingar mikið fyrir því að ráðast í bókaútgáfu þegar það hentaði henni. Fremur en ríkisfyrirtæki víla ekki fyrir sér að kaupa enska boltann og auka þannig umfang sitt þegar þeim hentar það. Eins og einhver sagði, ríkisstjórnin sem ætlaði að breyta ríkisútvarpinu á nú tvær útvarpsstöðvar og kannski ættu þeir hjá Eddu og JPV út- gáfu að fara að búa sig undir frekari samkeppni frá ríkis- stjórninni. ■ 21. september 2004 ÞRIÐJUDAGUR SJÓNARMIÐ GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Þegar völdin ein skipta máli ORÐRÉTT Ég sé það núna... Hins vegar er þetta ákveðin vís- bending um það að fjölmiðlamál- ið er farið að dala í hugum fólks. Það kann nú betur að meta allt það góða sem þessi ríkisstjórn hefur gert, þar á meðal launa- hækkanir, skattalækkanir og fleira. Pétur H. Blöndal Fréttablaðið 20. september Heppnar konur Konur landsins geta við lestur- inn glaðst yfir því að hafa verið stjórnað öll þessi ár af svo mikl- um stórmennum. Birgir Hermannsson um ráðherra- bókina DV 20. september Erfiðir nemendur - en raunsæir Við viljum að kennarar fái hærri laun. Þetta er erfitt starf, við nem- endur getum verið ótrúlega erfið. Margrét, Elín og Katrín, nemendur úr Hvaleyrarskóla Fréttablaðið 20. september Hvaða bölsýnistal er þetta? Þetta er yndisleg tilfinning, betri en ég átti von á. Maður er búinn að bíða lengi eftir þessu og ég á varla orð. Þetta er frábært félag, frábærir strákar í liðinu og allt heila batteríið er æðislegt. Það eru góðir menn í stjórninni og við eig- um frábæra aðdáendur sem setja svo skemmtilegan svip á þetta. Heimir Guðjónsson, Íslandsmeistari Fréttablaðið 20. september Hvar er stéttarvitundin? En auðvitað finnst manni á þessum tímum sem við lifum, að það ætti að vera hægt að leysa þessi mál öðru- vísi en með löngum verkföllum. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formað- ur Sambands íslenskra sveitarfélaga 20. september Þakklæti Þetta er alveg magnað, ég veit ekki hvað er í gangi þarna uppi. Það er alltaf allt með okkur í þess- ari lokaumferð Íslandsmótsins. En við ætluðum að klára þetta sjálfir, það stóð ekki til að þurfa að stóla á önnur úrslit eins og raunin varð. Ingvar Jónsson, fyrirliði Fram Morgunblaðið 20. september FRÁ DEGI TIL DAGS gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Í DAG VÖLD OG VALDAMENN VALGERÐUR BJARNADÓTTIR VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR Nú er svo komið að ríksstjórnin á Íslandi er orðin eins og embættismannasamstarfið á Evrópuvettvangi. Ríkis- stjórnin er við völd til að vera við völd... ,, Sveiflukennt traust á einstökum stjórnmálamönnum. Umhugsunarefni fyrir flokkana S koðanakönnunin sem Fréttablaðið birtir í dag um traust kjósenda á einstökum stjórnmálamönnum er athyglisverð.Davíð Oddsson utanríkisráðherra trónir í efsta sætinu með traust nærri 28% kjósenda að baki sér. Það er umtalsverð aukning frá því í vor þegar rétt um 20% voru sama sinnis. Jafnframt hefur verulega dregið úr óvinsældum ráðherrans. Er sennilegt að þar njóti hann skynsamlegrar eftirgjafar sinnar í fjölmiðlamálinu. Hinn nýi forsætisráðherra, Halldór Ásgrímsson, er í þriðja sæti með rúmlega 16% atkvæða. Traust kjósenda á honum hefur ekki aukist svo neinu nemi frá síðustu könnun þrátt fyrir að hann sé orðinn forsætisráðherra. Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna er í öðru sæti á listanum yfir þá stjórnmálamenn sem kjósendur bera mest traust til. Nefna tæplega 23% kjósenda nafn hans sem er nokkur aukning frá því á vordögum. Leiðtogar Samfylkingarinnar njóta mun minna trausts samkvæmt könnuninni. Aðeins 6% nefna formann flokksins, Össur Skarphéðinsson, og varaformaðurinn og fyrrum forsætisráð- herraefnið, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, er nefnd af 9% kjósenda. Tölurnar sýna að ekki er einhugur um Davíð Oddsson meðal sjálfstæðismanna. Sú var tíð að hann naut trausts og álits langt út fyrir raðir sjálfstæðismanna en þeir dagar virðast liðnir. Á sama tíma og 28% segjast treysta Davíð best ætla nær 35% að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Þessu er öfugt farið með Halldór Ásgrímsson og Steingrím J. Sigfússon. Nokkru fleiri treysta Halldóri en ætla að kjósa Framsóknarflokkinn þótt ekki muni miklu. Aftur á móti er talsverður munur á stuðningi við flokk Vinstri grænna annars vegar og persónulegu áliti kjósenda á flokksformanninum. Tæplega 17% kjósenda styðja Vinstri græna, sem er veruleg fylgisaukning frá kosningunum í fyrra þegar flokkurinn fékk rétt innan við 9% atkvæða. Traust á Steingrími J. Sigfússyni nær út fyrir raðir flokks- manna; er rúmlega 6 prósentustigum meira en flokksins. Fylgi Samfylkingarinnar dalar svolítið í könnuninni, fer úr rúm- lega 31% í tæplega 29%, en meiri ástæða er þó til að staldra við álit kjósenda á foringjum flokksins. Hvorki formaðurinn né varafor- maðurinn njóta trausts í samræmi við flokksfylgið, jafnvel ekki þegar tölur þeirra eru lagðar saman. Þetta hlýtur að verða um- hugsunarefni fyrir Samfylkingarfólk í ljósi þeirra erfiðu mála sem ráðherrar og flokkar ríkisstjórnarinnar hafa glímt við og þeirra miklu sóknartækifæra sem stjórnarandstöðuflokkunum hafa skap- ast. Svo virðist sem Vinstri grænir og foringi þeirra uppskeri best í stöðunni. Getur verið að ástæðan sé sú að kjósendum finnist Sam- fylkingin ekki greina sig nógu skarplega frá stjórnarflokkunum? Staða Ingibjargar Sólrúnar í könnuninni hlýtur að teljast óþægilega veik í ljósi þess að fyrir alþingiskosningarnar í fyrra var hún efst á blaði með fylgi nærri 38% kjósenda. Rétt er að hafa i huga að svarendum í könnun Fréttablaðsins var aðeins gefinn kostur á að velja á milli stjórnmálamanna. Þeir voru ekki spurðir um það hvort þeir bæru meira traust til annarra ein- staklinga eða starfsstétta. Vísbendingar eru um að stjórnmálamenn séu ekki mjög hátt skrifaðir meðal þjóðarinnar. Gallup könnun í síðasta mánuði leiddi í ljós að aðeins 30% kjósenda eru jákvæðir gagnvart alþingismönnum en 42% eru neikvæð. Það er ógæfuleg niðurstaða þegar jafn mikilvæg starfsstétt á í hlut. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.