Fréttablaðið - 21.09.2004, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 21.09.2004, Blaðsíða 17
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 4 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 89 stk. Keypt & selt 19 stk. Þjónusta 42 stk. Heilsa 11 stk. Skólar & námskeið 1 stk. Heimilið 10 stk. Tómstundir & ferðir 3 stk. Húsnæði 17 stk. Atvinna 26 stk. Tilkynningar 4 stk. Orkuverið er ný líkamsræktarstöð BLS. 3 Góðan dag! Í dag er þriðjudagurinn 21. september, 265. dagur ársins 2004. Reykjavík 7.08 13.31 19.31 Akureyri 6.52 13.05 19.17 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag „Ég hjóla mikið og er búinn að gera það í mörg ár, en það er eitthvað sem maður vandist á í Danmörku, og ég hjóla nánast alltaf til og frá vinnu,“ segir Guðmundur Ólafsson leikari aðspurður hvernig hann haldi sér í formi. „Maður er ótrúlega fljótur að hjóla á milli staða og aðstæður hafa breyst mikið hér þannig að hægt er að hjóla um án þess að vera í mikilli lífs- hættu,“ segir Guðmundur sem alla tíð hefur verið mikið í íþróttum og er meðal annars menntaður íþróttakennari og var einnig keppnismaður á skíðum. Líkams- rækt og hreyfing er lífsstíll sem honum er eðlilegur. „Ég hef spilað fótbolta frá því að ég var krakki og ætla að vera í fótbolta þar til ég hrekk upp af,“ segir Guðmundur hlæjandi, en á sumrin hittir hann hóp félaga sinna reglulega og spilar með þeim bolta á Klambratúni. „Jú, svo hleyp ég svona við og við en það hefur heldur dregið úr því svona síðustu árin,“ segir Guðmundur kankvís. Guðmundur þarf einnig að halda sér í formi vegna starfs síns og sækir hann söng- tíma reglulega. „Ég er alltaf í söngtímum og það er hluti af því að halda sér almennt í formi,“ segir Guðmundur sem undirbýr sig nú sérstaklega fyrir sýningu sína Tenórinn í Iðnó. ■ Guðmundur Ólafsson: Hjólar til og frá vinnu Ný tegund lofthreinsitækja er fáanleg á Íslandi. Þau eru hljóðlaus, eyða lykt á borð við reykinga- og matarlykt og eru ódýr í rekstri. Ryk og önnur óhreinindi safnast á sérstök stálblöð sem einfalt er að þrífa. Tækin senda frá sér út- fjólublátt ljós sem er sýkla- drepandi. Lofthreinsitækin eru seld hjá EEC í Skúlagötu. Símaviðtöl lækna þung- lyndi er niðurstaða nýrrar rannsóknar lækna í Seattle í Bandaríkjunum. Rannsóknin náði til 600 þunglyndra ein- staklinga af báðum kynjum og 80% þeirra sem fengu með- ferð í gegnum síma samhliða lyfjanotkun sögðu að líðan sín hefði batnað verulega á meðan á meðferðinni stóð, samanborið við 55% þeirra sem aðeins tóku lyf. Örorka vegna geðraskana hefur farið vaxandi hér á landi á síðustu árum, einkum á höfuð- borgarsvæðinu að því er fram kemur í nýjasta hefti Læknablaðs- ins. Geðraskanir eru nú algeng- asta orsök örorku á Íslandi. Þann 1. desember 2002 var hún 2,32% hjá konum og 1,98% hjá körlum. Hjá konum var örorka algengust vegna lyndisraskana, en hjá körl- um vegna geðklofa og annarra hugvilluraskana. Greinarhöfundar, Sigurður Thorlacius og Sigurjón B. Stefánsson, telja brýna þörf á að sporna við þessari þróun með aukinni áherslu á starfsendurhæfingu sem miðist sérstaklega við þarfir fólks með geðraskanir og að greina og meðhöndla alvarlegar geðrask- anir snemma. Fólk borðar hollari fæðu þegar það eldist en þegar það var ungt, öfugt við það sem haldið hefur verið. Vísinda- menn við Newcastle-háskóla gerðu könnun á mataræði 200 barna á aldrinum 11 og 12 ára og endurtóku svo könnunina á sama hópi 20 árum síðar. Það kom í ljós að sem fullorðnir borðuðu þessir einstaklingar helmingi meira af ávöxtum og grænmeti og miklu minni sykur en þeir höfðu gert sem börn. Amelia Lake, næringarfræð- ingur og stjórnandi rannsóknarinn- ar, sagði að rannsóknin renndi stoðum undir það að áróður í grunnskólum um hollt mataræði skilaði sér síðar á lífsleiðinni. Guðmundur vandist því að hjóla í Danmörku og fer flestra sinna ferða hjólandi. Smáauglýsingar á 995 kr. visir.is SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Liggur í loftinu Í HEILSU FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA NEYTENDUR o.fl. Þú getur pantað smáauglýsingar á www.visir.is KRÍLIN Er ódýrara að eiga svarthvítan hund? Y. Carlsson. S. 908 6440 Finn týnda muni. Telaufaspá/ ársspá. Alhliða ráð- gjöf og miðlun/fjármál, heilsa f. ein- stakl. og fyrirtæki. Opið 10-22. S. 908 6440. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R Frá 1980 hefur dregið mjög úr kransæðasjúkdóm- um á Íslandi og á aukin hreyfing fólks utan vinnu sinn þátt í því. Þetta kemur fram í nýjum bæklingi frá Hjartavernd sem nefnist Hreyfðu þig fyrir hjartað. Þar kemur fram að íslenskum konum í aldurshópnum 40-60 ára sem stunda hreyfingu utan vinnu hefur fjölgað um 36% á síðustu þrjátíu árum, úr 4% í 40% og meðal karla er aukningin 28%. Fyrir þrjátíu árum voru 8% karla sem stunduðu hreyfingu en nú eru þeir 34%. Í bæklingnum frá Hjartavernd er einnig að finna ábendingar til fólks um að notfæra sér áhættu- reiknivél sem sérfræðingar Hjartaverndar hafa þróað og er á heimasíðu samtakanna, hjarta.is Þar getur hver og einn metið líkur á því að fá kransæðasjúkdóm á næstu 10 árum og skoðað hvað hægt er að gera til að draga úr líkum á þeim vágesti. Í lokin má geta þess að alþjóðlegur hjarta- dagur verður haldinn 26. september í yfir 100 löndum. Dregur úr kransæðasjúkdómum: Hreyfing er hjartanu holl heilsa@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.