Fréttablaðið - 21.09.2004, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 21.09.2004, Blaðsíða 25
Ritstjóri DV tekinn í bælinu Á undanförnum mánuðum hefur DV ítrekað farið út af velsæmiskortinu í umfjöllun um mína persónu og fjöl- skyldu. Þannig hefur DV margsinnis flutt hreinar lygasögur, ýkjur og róg- burð til þjóðarinnar sem „fréttir“. Mér var algerlega nóg boðið þegar ljósmyndari DV réðst að mér með til- efnislausri myndatöku inn um glugga á einkabifreið minni stutt frá sjúkra- húsinu Landakoti þar sem ég var að heimsækja móður mína á líknardeild. Ég óskaði því eftir lögreglu á stað- inn og krafðist að myndunum yrði eytt. Mér til mikillar furðu tilkynnti lögreglan mér að slíkar myndatökur væru með öllu heimilar, og skírskot- aði m.a. til að þar sem ég sé þjóð- þekkt, eða „opinber“ persóna væri þetta því bara í fínu lagi. Með þessu hefur lögreglan gefið „paparazzi- veiðileyfi“ á einkalíf þeirra einstakl- inga sem ljósmyndarar óska einhliða að flokka undir „opinberar persónur“. Eftir að vera gerður afturreka af Lögreglustöðinni með kæru á ljós- myndarann, ákvað ég að láta reyna á túlkun laganna. Ég mætti því með mína eigin paparazzi ljósmyndavél fyrir utan heimili ritstjóra DV og hóf myndatökur inn um glugga og hurðarop. Ekki leið á löngu þar til uppi varð fótur og fit. Ritstjórinn bað eiginkonunni griða, en þá benti ég honum á að hann hafi nú lítil grið gef- ið minni eiginkonu í umfjöllun blaðs- ins að undanförnu en um hana hefur blaðið skrifað slúður, lygar og ýkjur. Margsinnis var hótað að hringja á lögregluna sem ég bað þau endilega að gera. Mér skildist í langan tíma að lögregla væri á leiðinni sem aldrei kom. Ritstjórinn kom margsinnis út að lóðarmörkum og lét móðinn mása og furðaði sig á að ég skyldi hafa tíma í þetta. Ég sagði honum að ég væri rétt að byrja, en ég hafði fyrr um dag- inn pantað körfubíl sem var væntan- legur til að geta farið með paparazzi ljósmyndavélina á gluggana á efri hæðum, m.a. á svefnherbergisglugga þeirra hjóna, enda var ég að gefa rit- stjóranum sýnishorn af hans eigin starfsháttum sem virðast byggjast á því að ekkert sé heilagt eða friðhelgt. Eftir nokkurt þóf mátti skilja að eiginkonan hefði rætt við ritstjórann og haft þau góðu áhrif á hann að hann kom í fjórða sinn út að lóðarmörkum, í þetta sinn til að biðjast afsökunar og lýsa því yfir að afsökunarbeiðni yrði birt mér á síðum DV. Við tókumst í hendur upp á það og ég fór – í bili – og bíð nú átekta um hvort ég þarf á körfubílnum að halda á næstunni. Ég er ósammála þeirri túlkun lög- reglunnar að tilefnislausar paparazzi- myndatökur af einkalífi fólks séu heimilar, enda er nýgenginn dómur hjá Mannréttindadómstól Evrópu sem ætti að taka af allan vafa um að slíkar myndatökur eru óheimilar hver sem á í hlut. Innanrými einka- bifreiðar hlýtur að teljast ígildi heim- ilis-friðhelgi. Einnig hljota þjóð- þekktar persónur að hafa sama rétt að lögum sem og aðrir þegnar þjóðfé- lagsins. Umrædd myndataka af mér innaní minni einkabifreið var alger- lega tilefnislaus og átti sér stað þar sem ég var í einkaerindum sem ekki á nokkurn hátt tengdust starfi þeirra samtaka er ég hef um árabil verið talsmaður fyrir eða nokkrum öðrum samtökum, opinberu starfi, eða stjórnmálaframboði. Til að taka af allan vafa um þetta er nauðsynlegt að sett verði löggjöf á Íslandi sem verndar fólk frá slíkum ágangi óprúttna blaðasnápa. Ritstjórn DV virðist að mestu byggjast á óþroskuðum unglingum en bæði ljós- myndari og blaðamaður sem mest hafa ónáðað mig og mína fjölskyldu eru varla meira en 18 ára gamlir grislingar sem aldrei hafa stigið í saltan sjó. Á litla Íslandi er auðvelt aðgengi að þjóðþekktum persónum ef ekki er til löggjöf sem verndar okkur frá óvitunum á DV. Ráðherrar, þingmenn, yfirmenn lögreglunnar, fréttamenn, stjórnend- ur og eigendur fjölmiðla eiga það allir sameiginlegt að geta haft áhrif á túlkun laganna um friðhelgi einkalífs. Þeir geta því átt von á mér í körfu- bílnum með aðdráttarlinsuna hvar og hvenær sem er á meðan paparazzi- veiðileyfi lögreglunnar eru í gildi hér á landi. ■ 17ÞRIÐJUDAGUR 21. september 2004 Kennarar eiga að fá góð laun Hugsanlega er að bera í bakkafullan lækinn að ætla að fara að tjá sig eitt- hvað meira um kjör kennara og mögu- legt kennaraverkfall núna. Líklega allir búnir að fá upp í kok af því. Aftan á Fréttablaðinu mánudaginn 13. september skrifar Hrafn Jökulsson hins vegar Bakþanka sem eiginlega verður að gera athugasemdir við. Ég hef ekki orðið var við að neinn hafi gert það og því verð ég að gera það sjálfur. Í grein Hrafns segir: „Og hver er þá staða grunnskólakennara? Hafa kjör þeirra rýrnað? Reyndar ekki. Kjör kennara hafa batnað á liðnum árum, sem betur fer.“ Það fer nú allt eftir því hvernig maður skilgreinir kjör. Vissulega hefur krónutala grunnlauna hækk- að samkvæmt launatöflu. Því má hins vegar ekki gleyma að hér áður fyrr var borgað aukalega fyrir ýmislegt sem nú er inni í grunnlaunum, s.s. stofuumsjón og heimavinnuyfirferð sem nú er hluti af grunnlaunum. Þau hafa því ekki hækkað eins mikið og skyldi ætla. Það var auðvitað mjög gott að koma þessu inn í grunnlaunin því þá hættu launin að lækka um allt að 50% yfir sumartímann eins og hafði verið áður. En kjör felast ekki bara í launum. Í síðustu kjarasamningum var skóla- árið lengt án þess að kennsluskyldan minnkaði. Kennarar kenna því fleiri kennslustundir en áður og fá styttra sumarfrí. Til að heildarklukkustunda- fjöldi mundi ekki aukast var undir- búningstími hins vegar styttur. Að sjálfsögðu þurftu kennslustundir eftir sem áður jafn mikinn undirbúning, fara þurfti yfir jafn mikla heimavinnu og útbúa jafn mörg verkefni. Það var bara borgað minna fyrir þá vinnu. Þar að auki var mikill fjöldi s.k. annarra starfa færður inn í grunninn sem áður hafði verið borgað sérstaklega fyrir (í formi yfirvinnu yfirleitt) og skil- greindur tími í þau störf undir verk- stjórn skólastjóra innan bundins við- verutíma í skólunum (Flestar aðrar stéttir hafa lagt áherslu á að semja um sveigjanlegan vinnutíma). Í stuttu máli er um að ræða hærra kaup fyrir mun meiri vinnu. Það hef ég aldrei heyrt kallað launahækkun. Sú fullyrð- ing að kjör kennara hafi batnað á liðn- um árum er því vafasöm. Önnur fullyrðing sem er vert að at- huga er þessi: „Krakkarnir okkar eru aðeins miðlungsnemendur í saman- burði við börn í öðrum löndum.“ Þetta er að öllum líkindum rétt. Íslenskir nemendur skoruðu lægra en önnur Evrópulönd í stærðfræðikönn- un sem var gerð fyrir fáum árum (þó innan skekkjumarka frá þeim) en lægra en flest Asíulönd og hærra en lönd þriðja heimsins. Í lestrarkönnun skoruðu íslenskir nemendur hærra en jafnaldrar erlendis (að meðaltali). En hér er að sjálfsögðu ráðandi sú hugs- un að menntun sé hægt að meta í ein- kunnum. Eini samanburðurinn sem við höfum sem ekki er bundinn ein- kunnum og könnunum er frammi- staða íslenskra nemenda í framhalds- námi erlendis. Þar hafa íslendingar staðið sig mjög vel enda styður íslenska skólakerfið ákaflega vel við gagnrýna hugsun, sköpunargleði, ímyndunarafl, persónulegan þroska og slíkt. Þessi áhersluatriði hafa verið ríkjandi í skólastarfi hérlendis þrátt fyrir að erfitt sé að meta þau. (Auðvit- að kemur á móti að íslendingarnir eru yfirleitt einu til tveimur árum eldri en erlendu nemendurnir og þar af leið- andi líklega árinu þroskaðri). Fullyrð- ing Hrafns er því mjög takmörkuð þó rétt sé og líklega betra að orða hana svona: Krakkarnir okkar standa námslega jafnfætis nemendum í öðr- um löndum. Þá er ekki litið til þess að áherslur hér eru frekar á mannlegu þættina en bókina. Þegar grunnskólinn var færður yfir til sveitarfélaganna vöruðu kennarar ítrekað við því að þeim fylgdu of litlir fjármunir frá ríkinu. Sveitarfélögin skelltu skollaeyrum við þessum að- vörunum og eru að súpa seyðið af því núna. Sveitarfélögin eiga því leikinn. Eftirfarandi staðhæfingar Hrafns eru hins vegar góðar og gildar. Verk- föll eru neyðarúrræði og kennarar eiga að fá góð laun. ■ Í síðustu kjara- samningum var skólaárið lengt án þess að kennsluskyldan minnkaði. Kennarar kenna því fleiri kennslustundir en áður og fá styttra sumarfrí. DANÍEL FREYR JÓNSSON, GRUNNSKÓLAKENNARI UMRÆÐAN KJARABARÁTTA KENNARA ,, Ég er ósammála þeirri túlkun lögregl- unnar að tilefnislausar paparazzi myndatökur af einkalífi fólks séu heimilar. ÁSTÞÓR MAGNÚSSON FYRRV. FORSETAFRAMBJÓÐANDI UMRÆÐAN VINNUBRÖGÐ DV ,,

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.