Fréttablaðið - 21.09.2004, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 21.09.2004, Blaðsíða 26
MESTA HÆKKUN Og Fjarskipti 2,78% Atorka 2,22% Medcare 1,54% ICEX-15 3.636 KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 228 Velta: 1.032 milljónir +0,78% MESTA LÆKKUN Flugleiðir -0,57% Jarðboranir -0,51% SÍF -0,41% MARKAÐSFRÉTTIR... Fjárfestingarfélagið Atorka hefur tryggt sér tæp sextíu prósent í systurfélagi sínu Afli. Í gær bætt- ust við átta prósent sem tóku yfirtökutilboði félagsins. Sölu- skylda myndast hjá afgangi hlut- hafa fari eignarhlutur Atorku yfir 90 prósent. Gengi krónunnar sveiflaðist nokkuð í gær og endaði gengis- vísitalan í 121,70. Gengi krón- unnar lækkaði því lítillega þrátt fyrir vaxtahækkun á föstudaginn. Gengi dollara hækkaði í gær en almennt er búist við 25 punkta vaxtahækkun í Bandaríkjunum í dag. Stýrivextir eru nú 1,5 pró- sent og því er búist við að þeir hækki í 1,75 prósent. Landsbankinn selur Innan Landsbankans er unnið að sölu fimmtán prósenta hlutar bankans í Og Voda- fone. Viðræður um söluna eru í fullum gangi. Norður- ljós keyptu 35 prósenta hlut Kenneths Peterson í fyrirtækinu. Norðurljós geta því ekki bætt við sig hlut sem neinu nemur án þess að á þeim hvíli yfirtöku- skylda til annarra hluthafa. Landsbankinn mun ekki ætla að ráðstafa þessum bréfum gegn vilja Norðurljósa. Líklegt er því að ekki þurfi að leita langt yfir skammt að kaupendum sem munu þá væntanlega koma úr röðum eigenda Norð- urljósa. Úti á markaðnum velta menn hins vegar fyrir sér hvort ekki séu líkur á því að Norðurljós og Og Vodafone muni sameinast þegar fram líða stundir. Þar með yrðu Norðurljós skráð á markað sem var yfir- lýst markmið þegar nýir eigendur kynntu stefnu sína. Túpan kreist í miðjunni Colgate- Palmolive stærsti framleiðandi tannkrems í heiminum sendi frá sér viðvörun um lakari afkomu í gær. Ástæðan er að fyrirtækið hefur þurft að kreista fjármuni út úr rekstrinum til þess að mæta vaxandi samkeppni. Colgate áætlar að þurfa að verja meiri fjármunum til markaðsstarfs til að ná aftur leiðandi stöðu á Bandaríkjamark- aði af Procter & Gamble sem sótt hafa í sig veðrið að undanförnu. 18 21. september 2004 ÞRIÐJUDAGUR Framkvæmdastjóri Verslun- arráðs Íslands óttast að ný lög um hlutafélög færi íslenskt athafnalíf í fjötra. Hann segir að strangar reglur valdi doða annars staðar og að mikilvægt sé að vernda frumkvöðlaeðlið í þjóðinni. Frumvarpsdrög verða kynnt í vikunni. Gert er ráð fyrir að tillögur um breytingar á lögum um hlutafélög og einkahlutafélög verði kynntar á allra næstu dögum. Á fundi Verslunarráðs á föstudaginn ræddi Þór Sigfússon, fram- kvæmdastjóri Verslunarráðs, um þau áhrif sem breytingar á þess- um lögum gætu haft á umhverfi íslensks viðskiptalífs. Þór hefur áhyggjur af því að reglurnar sem setja eigi verði at- hafnafólki til mikilla trafala. Hann telur að verið sé að setja alltof ströng skilyrði og að það sé misráðið að gera ekki greinarmun á fyrirtækjum eftir stærð þeirra og umhverfi. Smá fyrirtæki ólík almennings- hlutafélögum Hann segir að ekki sé eðlilegt að sömu kröfur séu gerðar til smárra fyrirtækja eins og sann- gjarnt er að gera gagnvart stórum félögum sem skráð séu á almenn- an hlutabréfamarkað. „Verði tillögur nefndar við- skiptaráðherra að lögum er verið að íþyngja þúsundum lítilla fyrir- tækja hérlendis með margvísleg- um nýjum reglum,“ segir Þór Hann segir að hugmyndir nefndar viðskiptaráðherra um viðskiptalífið feli í sér að lögfest verði skilyrði sem séu mjög íþyngjandi fyrir íslenskt athafna- líf. Á fundinum tók hann dæmi af Hótel Reynihlíð við Mývatn en hluthafar í fyrirtækinu eru sex. „Verði tillögurnar að lögum þurfa eigendur þessa fyrirtækis að boða hluthafafund með 14 daga fyrir- vara, skila þarf tilkynningum um framboð til stjórnar innan fimm daga og nákvæmar upplýsingar um frambjóðendur skulu liggja frammi á skrifstofu hótelsins tveim dögum fyrir aðalfund. Þá þarf á hverju ári að ræða starfs- kjör fyrir framkvæmdastjórann og ákveða hvort halda skuli stjórnarfundi án hans. Þá þarf framkvæmdastjóri að upplýsa aðra hluthafa um viðskipti sem eiga sér stað við aðila honum tengda. Stjórnarformaður þessa fyrirtækis má ekki taka að sér önnur störf fyrir félagið. Loks geta 10% hluthafa farið fram á rannsókn eða höfðað skaðabóta- mál í nafni félagsins,“ segir Þór. Ekki hægt að framfylgja ströng- um ákvæðum Hann telur að svo ströng skil- yrði ali á tortryggni í rekstri smárra fyrirtækja og dragi úr framkvæmdaþrótti auk þess að í raun verði útilokað að sjá til þess að öll fyrirtæki á landinu fram- fylgi svo ströngum skilyrðum. Hann bendir ennfremur á að svo ströng rekstrarskilyrði séu ekki lögfest um smáfyrirtæki í helstu samanburðarlöndum. Þór hefur áhyggjur af afleið- ingum þess fyrir íslenskt efna- hagslíf ef tillögur nefndarinnar verða óbreyttar festar í lög. „Ís- lendingar stofna fleiri fyrirtæki en nokkurt annað Evrópuríki og við erum framtaksglöð þjóð. Íþyngjandi reglur fyrir öll fyrir- tæki í landinu gera ekkert annað en að draga úr áhuga fólks að stof- na fyrir- tæki,“ segir hann. „Ég er sannfærður um að ráð- herra og þingið munu fara vand- lega yfir þessi mál og svona íþyngj- andi reglur verði ekki settar fyrir lítil fyrir- tæki. Við þurfum af alvöru að skoða hvers vegna doði ríkir í mörgum Evrópulöndum fyrir framtaki og stofnun fyrirtækja og eflaust væri skynsamlegt af ríkis- nefndum sem ræða íslenskt við- skiptaumhverfi að heimsækja lönd á borð við Þýskaland og Frakkland og fá úr því skorið hvers vegna við stofnum jafn mörg lítil fyrirtæki og með svo lifandi flóru lítilla fyrirtækja hér- lendis í samanburði við þessar þjóðir,“ segir Þór Sigfússon. ■ Lögin geta dregið úr athafnaþrótti vidskipti@frettabladid.is Fara yfir gögn frá BFG Fulltrúar Baugs fara nú yfir bókhaldsgögn. Sú vinna tekur fjórar til sex vikur. Hugsanlegt er að fleiri bætist í hóp fjár- festa. Stjórn Big Food Group segist munu styðja yfirtökutil- boðið. Fulltrúar Baugs hafa fengið að- gang að bókhaldsgögnum Big Food Group vegna yfirlýsingar sinnar um hugsanlega yfirtöku á félaginu. Talsmaður Baugs segir að yfirferð á þeim gögnum, svokölluð áreiðanleikakönnun, geti tekið fjórar til sex vikur. Stjórn félagsins mælir með að yfirtökutilboði Baugs verði tekið. Hinar miklu skuldir Big Food Group vegna lífeyrismála koma forsvarsmönnum Baugs ekki á óvart, enda hafa upplýsingar um þær legið fyrir í bókhaldi félags- ins. Hins vegar mun Baugur þurfa að uppfæra þær upplýsing- ar til þess að leggja mat á hversu mikið þær skuldir hafi hækkað. Sé um talsverða hækkun að ræða getur það haft áhrif á áhuga félagsins á yfirtökunni og verð félagsins. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er Peter Cummings, stjórnandi hjá Bank of Scotland, þátttakandi í yfirtökutilboðinu. Breskir fjölmiðlar telja að þátt- taka hans auki trúverðugleika tilboðsins. Cummings hefur áður starfað með Baugi í fjárfesting- um félagsins í Bretlandi. Þá mun athafnamaðurinn Tom Hunter íhuga þátttöku í verkefn- inu eftir því sem fram kemur í breska blaðinu Times. Talsmaður Baugs segir að hugsanlega bætist fleiri aðilar í hópinn eftir því sem nær dregur yfirtökunni. Þetta mun skýrast eftir því sem á líður í yfirtöku- ferlinu. ■ Peningaskápurinn… HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 50,0 - • Bakkavör 28,00 +1,45% • Burðarás 14,60 +0,69% • Atorka 4,60 +2,22% • HB Grandi 7,55 -% • Ís- landsbanki 10,30 +0,98% • KB banki 505,00 +1,20% • Landsbankinn 12,00 - • Marel 53,00 +0,95% • Medcare 6,60 +1,54% • Og fjarskipti 3,70 +2,78% • Opin kerfi 26,20 - • Samherji 12,50 - • Straumur 8,40 - • Össur 85,00 - ÞÓRLINDUR KJARTANSSON BLAÐAMAÐUR FRÉTTAVIÐTAL LÖG UM VIÐSKIPTALÍFIÐ ÚR MELABÚÐINNI Ef farið verður eftir tillögum nefndar um viðskiptalíf þurfa litil fyrirtæki á borð við Melabúðina að uppfylla ýmis flókin skilyrði um reksturinn. Verslunarráð telur slíkar reglur um lítil fyrirtæki óþarfar og geti jafnvel orðið skaðlegar íslensku athafnalífi. ÞÓR SIGFÚSSON Framkvæmdastjóri Verslunarráðs óttast að doði færist yfir athafna- lífið ef strangar reglur verða settar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.