Fréttablaðið - 21.09.2004, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 21.09.2004, Blaðsíða 31
Semur í vikunni Ólafur Þórðarson er aðalmaðurinn í nýju þjálfarateymi í knattspyrnunni á Akranesi ÞRIÐJUDAGUR 21. september 2004 23                                  !!" #     "     $       %  &   '      !  " !# $%% & ' ( !#) $%%***+ A F      *      CE *   !+   *        ).   &   *   '    %  * ( (         *     /*  -   *   '    ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM Sænskir íshokkí-unnendur mega vera þakklátir fyrir yfirvofandi verkfall í NHL-deildinni í Bandaríkjunum. Nú hafa sjö Svíar, sem leika að öllu jöfnu í NHL, sagt skilið við lið sín og haldið til heimalandsins til að leika með lið- inu Modo Hockey. Þar á meðal er Peter Forsberg, fyrrum leikmaður Colorado Avalanche, sem var valinn besti leikmaður NHL árið 2002. Forsberg gerði eins árs samning viðModo og segir gamlan draum vera að rætast. „Ég sagði alltaf að mig langaði að leika eitt tímabil í viðbót með Modo og núna er það að verða að veruleika,“ sagði Forsberg. Modo verður stappfullt af NHL-leikmönn- um og er liðinu spáð sigri í sænsku úrvalsdeildinni. Þess má geta að Kent Forsberg, faðir Peters, mun þjálfa liðið í vetur. Shaquille O’Neal, leikmaður MiamiHeat í NBA-körfuboltanum, hefur tjáð sig um mál Kobes Bryant sem var ákærður fyrir að hafa nauðgað 19 ára stúlku á síðasta ári. O’Neal hefur reyndar verið iðinn við að fjalla um slæm samskipti hans og Kobes þeg- ar Shaq lék með Los Angeles Lakers og vart hefur liðið sá dagur upp á síðkastið að einhverjar fréttir hafi ekki borist af kappanum. Nú virðist annaðhljóð vera komið í strokkinn og segist Shaq feginn að málið gegn Kobe hafi verið fellt niður og að hann geti nú um frjálst höfuð strokið. „Mér finnst gott að hann sé laus allra mála. Það hefði verið leiðinlegt að sjá leikmann með hans styrkleika enda ferilinn á jafn sorglegan hátt“ sagði Shaq. „Nú get- ur Kobe haldið lífi sínu áfram og orð- ið fjölskyldumaður.“ Ummæli Shaqs koma töluvert á óvart ef miðað er við hversu ófögrum orðum hann hefur farið um Kobe í nýjum rapptexta. Næsti þjálfari Real: Eriksson inni í myndinni FÓTBOLTI Sú saga gengur fjöllum hærra að Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englendinga, muni taka við stórliði Real Madrid. Eriksson er hátt metinn af forráða- mönnum félagsins og efstur á óskalista þeirra sem arftaki Jose Antonio Camacho. Einhverjir samstarfsörðugleik- ar hafa verið milli Erikssons og enska knattspyrnusambandsins og gæti tilboð frá Madrid-mönnum orðið til þess að Svíinn knái hugsaði sér til hreyfings. Fari svo að Eriksson taki við, hittir hann fyrir félaga sína úr enska landslið- inu, þá David Beckham, Jonathan Woodgate og Michael Owen. HÆTTUR MEÐ REAL Jose Antonio Camacho, þjálfari Real Madrid, var mjög óánægður með leik sinna manna og hefur sagt starfi sínu lausu. Real Madrid tapaði fyrir Frömmurum Spánverja: Þjálfari Real sagði upp FÓTBOLTI Hið stjörnum prýdda lið Real Madrid tapaði á sunnudaginn var fyrir Espanyol í spænsku deildarkeppninni og virðist sem tapið hafi verið síðasta hálmstrá þjálfara liðsins, Jose Antonio Camacho, sem baðst lausnar í fyrrakvöld. Tók stjórn félagsins ákvörðun um að verða við beiðninni í gær- morgun og eitt eftirsóttasta þjálf- arastarf knattspyrnuheimsins er því laust fyrir þá sem hafa áhuga. Jose Camacho hefur verið í starfi þjálfara Real Madrid síðan í maí. Hann spilaði lengi með liðinu sem leikmaður og reyndi fyrir sér sem þjálfari þess fyrir nokkrum árum. Hætti hann því eftir þrjár vikur eftir ágreining við þáver- andi forseta liðsins áður en nokk- ur leikur hafði verið leikinn. Nú hættir Camacho eftir slaka byrj- un og slátrun í Meistaradeildinni fyrir viku þegar Real tapaði 3–0 fyrir Leverkusen. Eftirmaður Camachos er að- stoðarmaður hans, Mariano Garcia Remon, sem hefur reynslu af þjálfun smærri liða á borð við Albacete og Las Palmas. Kom til- kynning um ráðningu hans á óvart enda lítt þekktur. Eftir sigurinn eru Katalóníu- liðin Espanyol og Barselóna í efstu sætum spænsku deildarinn- ar ásamt erkifjendum Real frá Madríd, Atletico. FÓTBOLTI Skagamenn láta hendur standa fram úr ermum og eru svo gott sem búnir að ganga frá sínum þjálfaramálum degi eftir að Íslandsmótinu lýkur. Þrátt fyrir miklar vangaveltur um að Sigurð- ur Jónsson væri á leið upp á Akra- nes fær Ólafur Þórðarson að þjálfa liðið áfram. „Við Ólafur tókum saman fund í hádeginu og náðum vel saman. Við stefnum að því að skrifa und- ir nýjan samning um miðja vik- una,“ sagði Gunnar Sigurðsson, formaður meistaraflokksráðs ÍA, við Fréttablaðið í gær. Gunnar segir að þeir muni gera eins árs samning við Ólaf enda ætli þeir sér að reyna nýja hluti næsta sumar. „Við stefnum að því að koma saman fimm manna þjálf- arateymi utan um meistaraflokk, 2. flokk og efnilegustu leikmenn félagsins. Þar á Ólafur að vera yfir en með honum verða Alex- ander Högnason og aðrir aðilar sem við höfum ekki enn ráðið til starfa,“ sagði Gunnar. Skagamenn eru enn fremur farnir að huga að leikmannamál- unum en meðal þeirra sem eru með lausa samninga við félagið eru Þórður og Stefán Þórðarsynir og Haraldur Ingólfsson. Óvíst er um framtíð Haralds en hann íhug- ar að leggja skóna á hilluna þessa dagana. Skagamenn eru einnig að skoða Færeyingana Andrew av Flötum og Súna Olsen en engar viðræður hafa átt sér stað að sögn Gunnars. henry@frettabladid.is JIBBÍ, ÉG FÆ AÐ ÞJÁLFA ÁFRAM Ólafur Þórðarson stýrir ÍA áfram þrátt fyrir vonbrigðin í sumar þar sem liðið stóð engan veginn undir væntingum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.