Fréttablaðið - 21.09.2004, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 21.09.2004, Blaðsíða 37
Amerísku englarnir riðu feitum hesti af 56. Emmy verðlauna- afhendingunni á sunnudag og þökkuðu þættirnir, um líf með eyðni á 8. áratugnum í Banda- ríkjunum, fyrir sig með 11 verð- launum. Lokaseríunni um út- varpsgeðlækninn Frasier gekk einnig vel og hlaut sex verðlaun. Lokaserían um hina geysi- vinsælu Friends féll hins vegar gjörsamlega í skuggann og fóru þeir vinir tómhentir heim, þrátt fyrir að hafa fengið tvær tilnefn- ingar. Angels in America fékk flest verðlaun kvöldsins, alls sjö tals- ins. Fyrir hálfum mánuði voru Creative Arts Emmy verðlaunin afhent, þar sem míní-serían hlaut fjögur verðlaun. Samanlagt fengu Englarnir því 11 verðlaun, jafnmörg og sjónvarpsmyndin Eleanor and Franklin frá 1976 sem hingað til hefur trónað í efsta sæti þess sjónvarpsefnis sem hefur hlotið flest verðlaun- in. Meðal leikara í Englunum sem voru verðlaunuð í flokki mini-sería/sjónvarpsmynda voru Al Pacino fyrir bestan leik í karl- hlutverki, Meryl Streep fyrir bestan leik í kvenhlutverki, Jeffrey Wright og Mary-Louise Parker fyrir bestan leik í auka- hlutverkum. Eftir að ljóst var að Meryl Streep hlaut verðlaunin sagði hún, „Það koma dagar þegar ég sjálf tel mig vera of- metna, en ekki í dag.“ Önnur verðlaun Englanna voru fyrir bestu leikstjórn og besta handrit. Þrjár vinsælar þáttaraðir, sem nú hafa runnið sitt skeið á enda fengu tilnefningar í flokki gamanþátta, Beðmál í borginni, Frasier og Vinir. Sarah Jessica Parker og Cynthia Nixon sáu til þess að Beðmál í borginni færi ekki tómhent heim. Sú fyrr- nefnda var verðlaunuð sem besta leikkonan í gamanþáttum en Cynthia var útvalin besta leik- kona í aukahlutverki í gaman- þáttum. Þetta var í fyrsta skipti sem þær stöllur hlutu Emmy- verðlaun. Aðalleikarar Frasier voru einnig verðlaunaðir á loka- spretti þáttanna. Þeir Kelsey Grammer og David Hyde Pierce voru útnefndir bestu leikarar í aðal- og aukahlutverki í gaman- þáttum. Eftir 11 ár á skjánum hefur Frasier því hlotið 37 Emmy-verðlaun allt í allt. Það kom þó öllum á óvart að ný gamansería, Arrested Development, sem ekki hefur fengið mikið áhorf var verð- launuð sem besta gamanþátta- röðin, fyrir bestu leikstjórn og besta handritshöfund gaman- þátta. Einnig kom mörgum á óvart að svanasöngur Friends skyldi ekki fá nein verðlaun þetta árið. Mafíósunum í Sopranos tókst að stöðva fjögurra ára sigurgöngu Vesturálmunnar sem besta dramaserían, auk þess að Drea de Matteo og Michael Imperioli voru verðlaunuð fyrir leik sinn í auka- hlutverkum. Besti leikur í karl- hlutverki féll í skaut James Spader fyrir the Practice og enn á ný var Allison Janney útnefnd sem besta leikkona í aðalhlutverki fyrir leik sinn í Vesturálmunni. Í anda raunveruleikaþátta kom það tveim einstaklingum mjög á óvart þegar þeim var til- kynnt að nú væru á milli tvö- og þrjúhundruð milljónir að fylgj- ast með þeim og þau ættu að af- henda verðlaun fyrir besta raun- veruleikaþáttinn, sem féll svo í skaut Amazing Raze. ■ ■ FÓLK ÞRIÐJUDAGUR 21. september 2004 Gamanleikarinn Sacha Baron Cohen hefur verið sakaður um kyn- þáttafordóma í garð íbúa Kazakstan í þætti sínum Ali G. Cohen, sem leikur meðal annars fréttamanninn Borat frá Kazakstan, sagði helstu afþreyingu íbúa landsins að skjóta hunda og nauðga. Roman Vassilenko, blaðafulltrúi sendiráðs Kazakstan í Bandaríkjun- um, hefur snúist til varnar fyrir þjóð sína. „Samkvæmt Borat er for- gangsröð íbúa Kazakstan þessi: Guð, maður, hestur, hundur, kona og síðan rotta. Ég er ekki viss um að konunum okkar líki þetta, hvað þá mönnunum.“ Yerzhan Ashikbayev, hjá utan- ríkisráðuneyti Kazakstan, tók í sama streng. „Slíkar yfirlýsingar geta ýtt undir kynþáttafordóma.“ Talsmaður Cohen segir að leikar- inn hafi verið að gera grín að illa upplýstum Bandaríkjamönnum.■ ALI G Hann gerði grín að illa upplýstum Bandaríkjamönnum. Ali G ýtir undir kynþáttafordóma Helstu Emmy-verðlaun Gamanþættir: Leikkona í aukahlutverki; Cynthia Nixon, Sex and the City. Leikari í aukahlutverki; David Hyde Pierce, Frasier. Leikari; Kelsey Grammer, Frasier Leikkona; Sarah Jessica Parker, Sex and the City Besti gamanþáttur; Arrested Development Drama: Leikkona í aukahlutverki; Drea de Matteo, The Sopranos Leikari í aukahlutverki; Michael Imperioli, The Sopranos Leikari; James Spader, The Practice. Leikkona; Allison Janney, The West Wing Besta Dramasería; The Sopranos Mini-sería/sjónvarpsmynd Leikari í aukahlutverki; Jeffrey Wright, Angels in America Leikkona í aukahlutverki; Mary-Louise Parker, Angels in America Leikari; Al Pacino, Angels in America Leikkona; Meryl Streep, Angels in America. Besta sería/mynd; Angels in America ■ SJÓNVARP Englar í efstu hæðum MERYL STREEP Sagði í þakkarræðu sinni að í þetta sinn hafi verk hennar ekki verið ofmetið. AL PACINO Var mjög sáttur við verðlaunagripinn sinn, sem hann fékk fyrir leik í mini- seríunni Englar í Ameríku.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.