Fréttablaðið - 21.09.2004, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 21.09.2004, Blaðsíða 40
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 - fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R 80%veðsetningarhlutfallFrjáls íbúðalán, 4,2% verðtryggðir vextir Engin skilyrði um hvar þú ert með þín bankaviðskipti Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar. Þú getur litið inn í Ármúla 13a, hringt í síma 540 5000 eða sent tölvupóst á frjalsi@frjalsi.is H i m i n n o g h a f www.frjalsi. is SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 Af gabbi og góðverkum Kvótakóngur situr í hásæti og veifar veldissprota. Árangur af óbilandi eljusemi meðlima frama- bandalagsins hefur loks skilað sér. Auðlindir hafsins eru til allrar ham- ingju ekki lengur í eigu almennings. Samvinnuhugsjónin er eins og óupplýst mannshvarf – vandræðalegt feimnis- mál fortíðar. Verið er að malbika há- lendið, slétta úr ólögulegum fjöllum og hanna stöðuvötn í annars mis- heppnuðu sköpunarverki almættisins. Framtíðin er í starfsmiðlun fyrir er- lenda verkamenn sem neyðin rekur til að vinna við gamla, íslenska stóriðju- drauma. Þar er nú góðverk sem seint verður nóg þakkað. Mikill er áhugi Austfirðinga á störfum í áliðnaði því heilir tveir sækja um á áliðnaðarbraut verkmenntaskólans þar eystra. Staðfestan Vér, vopnlausir lopahausar, erum full- gildir aðilar að hernaðarárásum úti í heimi. Yfirmaður sameinaðra þjóða ibbar gogg og gerir lítið úr landvinn- ingum okkar í Austurlöndum nær. Við sem ígrunduðum innrás okkar í Írak og komumst að skynsamlegri niður- stöðu eftir mikið og lýðræðislegt sam- ráð við fjölmarga. Gíslatökur eru dag- legt brauð og borgarastyrjöld jafnvel yfirvofandi. Litla Danmörk er komin ofarlega á lista hryðjuverkahópa sökum staðfestunnar. Mistök Okkar menn voru gabbaðir – segjast hafa fengið rangar upplýsingar. Skyldu þeir, í ljósi nýrra upplýsinga, ætla að afturkalla stuðninginn og stað- festuna? Skyldi standa til að afturkalla aðild okkar að árásum og pyntingum? Að sjá að sér, viðurkenna mistök og endurskoða hug sinn er stórmannlegt. Það ber vott um skynsemi og þroska. Litlir karlar drepa hinsvegar málum á dreif og stinga haus í sand. Götur mældar Fjörutíu og fimm þúsund krakka- ormar mæla götur í stað þess að sitja á skólabekk og drekka í sig fróðleik lærimeistaranna. Heilsuskólar og leikjanámskeið banka og tryggingar- félaga hefjast fyrir tilviljun. Svo má skrá krílin á leirkeranámskeið í átta tíma á dag. Út úr því gæti komið tólf manna matarstell áður en verkfalli lýkur. Er vit að þið farið í sveitina? Hvað ef samið verður við kennara í dag og verkfalli aflýst? spyr móðir áhyggjufull og fylgist með tveimur stelpuskjóðum sem pakka ofan í tösk- ur. Segðu þá bara kennurunum að við höfum ákveðið að fara sjálfar í verk- fall og skella okkur í réttir, er svarið. BAKÞANKAR KRISTÍNAR HELGU GUNNARSDÓTTUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.