Fréttablaðið - 22.09.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 22.09.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 550 5000 – Veffang: visir.is MIÐVIKUDAGUR DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG VÍÐA VÆTA Rigning eða skúrir um mest allt land. Heldur meiri vindur síð- degis. Hiti 4-11 stig, hlýjast suðaustan til. Sjá síðu 6 22. september 2004 – 259. tölublað – 4. árgangur ÓTTAST SAKBORNINGA Sautján ára drengur segir Stefán Loga Sívarsson, sem ákærður er fyrir þrjár líkamsárásir, hafa ógnað sér með öxi og hótað að henda sér fram af svölum áður en hann gekk í skrokk á honum. Sjá síðu 4 PATT HJÁ RÍKI OG SVEIT Pattstaða var komin upp í deilu sveitarstjórna og ríkis um tekjuskiptingu. Nefnd um tekjustofna sveitarfélaga kemur saman á næstunni í fyrsta skipti síðan í vor. Sjá síðu 6 ENDURNÝJUÐ TRÚ Vantagepoint Venture Partners kaupa hlutabréf í fyrirtæk- inu Oz fyrir um tvo milljarða króna. Oz er afsprengi Oz.com sem miklar vonir voru bundnar við, en varð gjaldþrota eftir að netbólan sprakk. Sjá síðu 16 Alice Olivia Clarke: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Mósaík fyrir alla ● nám Kvikmyndir 26 Tónlist 27 Leikhús 27 Myndlist 27 Íþróttir 22 Sjónvarp 28 KÖNNUN Þrefalt fleiri vilja ráðast í gerð mislægra gatnamóta við Miklubraut og Kringlumýrar- braut heldur en byggingu Sundabrautar. Þetta er niður- staða skoðanakönnunar Frétta- blaðsins sem sýnir að 76 prósent þeirra sem taka afstöðu telja brýnna að ráðast í gerð mis- lægra gatnamóta en gerð Sunda- brautar. Tæpur fjórðungur, 24 prósent, telur að fyrst eigi að ráðast í byggingu Sundabrautar. Reykjavíkurlistinn hefur lagt megináherslu á að ráðast í gerð Sundabrautar sem fyrst en láta gerð mislægra gatnamóta bíða og reyna aðrar aðferðir við að bæta umferðaröryggi á mótum Miklu- brautar og Kringlumýrarbrautar. Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæð- isflokksins og F-listans um að hefja undirbúning við mislæg gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar var felld af R-listanum í borgarstjórn í gær. Í síðustu fluttu fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins í samgöngunefnd tillögu um að hönnun mislægra gatnamóta Miklubrautar og Kringlu- mýrarbrautar yrði sett í forgang. Sú tillaga var felld af R-listanum. Sjá síðu 2 FYRIRLESTUR Hannes Sigurðsson, for- stöðumaður Listasafnsins á Akureyri, gerir grein fyrir hugmyndum sínum um sýning- arhald og viðhorfi til fjölmiðla á Félagsvís- indatorgi Háskólans á Akureyri sem haldið verður í Deiglunni í Listagili klukkan 12 á hádegi. STJÓRNMÁL Framlög ríkisins til ut- anríkisráðuneytisins jukust úr 2,6 milljörðum króna á núgildi, fyrsta ár Halldórs Ásgrímssonar í emb- ætti utanríkisráðherra, í 6,5 millj- arða á fjárlögum 2005, þeim síð- ustu sem unnin eru í ráðherratíð hans. Útgjöld ráðuneytisins munu þar með aukast um einn milljarð miðað við fjárlög þessa árs. Mestu munar um 700 milljóna króna aukningu framlaga til þróunarmála í hækkun fram- laga til utanríkisráðuneytisins. Hækkun útgjalda til friðar- gæslu og þróunaraðstoðar skýra töluverðan hluta útgjaldahækk- unar í tíð Halldórs. Útgjöld til friðargæslunnar meira en þrefölduðust, fóru úr 83 milljón- um í 311, miðað við 2003. Þróun- araðstoðin hefur nær fjórfaldast á sama tíma. Ef eingöngu er litið á rekstrar- útgjöld sendiskrifstofanna hefur hann tvöfaldast í ráðherratíð Halldórs. Kostnaðurinn jókst úr 780 milljónum 1995 í tæpan 1,5 milljarð 2003, reiknað á verðlagi þess árs. Rekstrarstofn og við- haldskostnaður sendiskrifstofa erlendis hafði tvöfaldast í árslok 2003, en þeim fjölgaði úr 13 í 21. Í ráðherratíð Halldórs hafa verið opnaðar sendiskrifstofur á 7 stöðum, í Maputo, Helsinki, Tókýó, Strassborg, Vínarborg, Ottawa og Winnipeg auk skrif- stofu aðalræðismanns í New York. Þá hefur Þróunarsamvinnustofn- un hafið starfsemi í Namibíu, Úganda og Malaví. Nefnd var skipuð í febrúar síð- astliðnum undir forystu Björns Inga Hrafnssonar, aðstoðarmanns þá- verandi utanríkisráðherra, og skil- aði hún tillögum til sparnaðar. Þar var bent á ákveðnar leiðir til að ná niður kostnaði, til dæmis að staðar- ráða starfsmenn á dýrustu stöðum eins og Tókýó og New York, ná nið- ur símakostnaði, reka sendiherra- bílstjóra og selja húsnæði. a.snaevarr@frettabladid.is Óympíuleikar fatlaðra: Kristín Rós vann silfur í Aþenu ● keppir á sínum fimmtu leikum SÍÐA 23 ▲ Star Wars: ● á dvd í fyrsta sinn SÍÐA 25 ▲ Femínistar: Gáfu forsætis- ráðherra gjöf ● í bleikum hjólbörum SÍÐA 31 ▲ Mun fleiri vilja mislæg gatnamót en Sundabraut: Þrír af fjórum ósammála R-lista Milljarðs aukning til utanríkismála Útgjöld utanríkisráðuneytisins hækka í 6,5 milljarða króna á fjárlögum 2005. Þetta þýðir að útgjöld til málaflokksins hafa meira en tvöfaldast á árunum 1995-2004 í utanríkisráðherratíð Halldórs Ásgrímssonar. Svarthöfði tæknivæðist Veldu ódýrt bensín Í fyrsta skipti á DVD! Komin í verslanir með íslenskum texta! TVÖFALT STÆRRA Halldór Ásgrímsson skilar utanríkisráðu- neytinu tvöfalt stærra í hendur Davíðs Oddssonar. RÉTTAÐ Í BORGARFIRÐI Það var talsvert um að vera í Grímsstaðarétt í Borgarfirði í gær þar sem bændur og búalið drógu fé í dilka. Réttum er óðum að ljúka, þær fyrstu voru 29. ágúst en sú síðasta, í Áfangagilsrétt í Landmannaafrétti, verður á morgun. Réttir: Féð rýrara en í fyrra RÉTTIR „Það hefur gengið mjög vel að heimta fé þar sem búið er að rétta,“ segir Özur Lárusson, fram- kvæmdastjóri Landssamtaka sauð- fjárbænda, en víða hefur verið mikið um að vera í réttum að undan- förnu. Þó er minna fé sótt á fjall en í fyrra, sérstaklega á Suðurlandi þar sem fé hefur fækkað mikið vegna riðu og niðurskurðar. „Án þess að við höfum tölur um það segja fróðir menn að fé sé held- ur rýrara en í fyrra og kenna þurrk- um um,“ segir Özur. Kann því að vera að hlýindaskeiðið sem lék við landsmenn í sumar komi í bakið á bændum. Þeir geta þó fagnað því að sala kindakjöts hefur aukist um tugi prósenta milli ára. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Kennarar: Sáu örfá verkfallsbrot KJARABARÁTTA Svava Pétursdóttir, formaður verkfallsstjórnar kenn- ara, segir fjölda ætlaðra verk- fallsbrota ekki verða gefinn upp, en segir þau vera sárafá. „Við höfum ekki tekið ákvörðun um neinar aðgerðir,“ segir hún og bætir við að verkallsstjórnin hafi ákveðið að halda að sér höndum enn um sinn vegna dagvistunar sem komið hefur verið upp fyrir grunnskólabörn. „Verkfallsvörð- um okkar brá hins vegar svolítið þegar þeir komu að þar sem börn pössuðu börn og áttu á sumum stöðum erfitt með að finna full- orðið fólk í forsvari fyrir gæsl- unni,“ sagði hún og bætti við að áfram yrði fylgst grannt með. ■ KRAKKAR Í GÆSLU Verkfallsverðir kennara hafa farið víða og fylgst með barnagæslu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.