Fréttablaðið - 22.09.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 22.09.2004, Blaðsíða 2
2 22. september 2004 MIÐVIKUDAGUR ■ MIÐAUSTURLÖND ■ ASÍA ■ LÖGREGLUFRÉTTIR KENNARAVERKFALL Kennarar óttast að yfirstandandi verkfall verði langt en margir þeirra sækja verk- fallsmiðstöðvar víða um land til að fá stuðning frá starfssystkinum sínum. Kennararnir Jón Pétur Zimsen og Kristbjörg Eðvaldsdóttir voru í gær í miðstöð Kennarafélags Reykjavíkur í Borgartúni. Jón Pétur hefur ekki áður verið í þessum spor- um. „Ég hef heyrt það frá mér reyndara fólki að menn geti jafnvel lagst í þunglyndi og þess vegna getur verkfallsmiðstöðin veitt stuðning.“ Miðstöðin er fjölsótt þótt Kristbjörgu finnist að yngri kennar- ar mættu vera meira áberandi. „Ég held að þeir átti sig ekki á því að þetta er ekkert frí. Þeir halda að þeir eigi að bíða heima, svo verði samið og þá geti þeir komið aftur.“ Þau eru bæði sammála um að tekjumissirinn sem fylgir verkfall- inu muni koma illa við fólk. „Fjár- hagsskuldbindingar margra kenn- ara eru töluverðar og ég veit að í fyrri verkföllum hefur fólk nánast farið á hausinn þannig að þetta er ekkert grín,“ segir Jón Pétur. Bæði búa þau sig undir langt verkfall og þó að horfurnar séu dökkar láta þau engan bilbug á sér finna. „Það er spurning hvort hægt sé að svelta kennarana til hlýðni. Ég vona ekki,“ segir Jón Pétur Zimsen. KÖNNUN Um 76 prósent landsmanna telur brýnna að ráðast í gerð mis- lægra gatnamóta við Miklubraut og Kringlumýrarbraut en bygg- ingu Sundabrautar. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. R-listinn hefur lýst því yfir að vilji sé til þess hjá borgaryfirvöld- um að hefja framkvæmdir við Sundabraut jafnvel strax á næsta ári. Sundabrautin hefur þannig verið sett efst á forgangslista stór- framkvæmda í Reykjavík og gerð mislægra gatnamóta við Miklu- braut og Kringlumýrarbraut slegið á frest. Sjálfstæðismenn í borgar- stjórn eru á móti þessari forgangs- röðun og hafa skorað á Sturlu Böðvarsson samgönguráðherra að þrýsta á borgaryfirvöld að fara í framkvæmd mislægra gatnamóta við Miklubraut og Kringlumýrar- braut á undan Sundabraut. Af þeim sem tóku afstöðu í könnuninni segjast 75,9 prósent brýnna að ráðast í gerð mislægu gatnamótanna en 24,1 prósent segja Sundabraut brýnna verkefni. Marktækur munur er á afstöðu fólks eftir búsetu. Íbúar í þéttbýli eru hlynntari mislægu gatnamótunum. Tæplega 78 pró- sent þeirra segja brýnna að ráðast í framkvæmdir við þau samanbor- ið við 72 prósent íbúa á lands- byggðinni. Töluvert fleira landsbyggðar- fólk er óákveðið eða svarar ekki, tæplega 32 prósent samanborið við tæplega 12 prósent íbúa í þéttbýli. Ekki er marktækur munur á af- stöðu kynjanna til málsins. Könnunin var gerð á laugardag- inn. Spurt var: Hvort telur þú brýn- na að ráðast fyrst í að gera mislæg gatnamót við Kringlumýrarbraut og Miklubraut eða í gerð Sunda- brautar? Hringt var í 800 manns, skipt jafnt milli kynja og búsetu. Alls tóku 73,8 prósent þeirra af- stöðu. trausti@frettabladid.is ÞRIGGJA HÆÐA MISLÆG GATNAMÓT 76 prósent vilja mislæg gatnamót Meirihluti landsmanna telur brýnna að ráðast í gerð mislægra gatna- móta við Miklubraut og Kringlumýrarbraut en Sundabraut. Mislæg gatnamót 75,9% Sundabraut 24,1% HVORT ER BRÝNNA AÐ RÁÐAST FYRST Í GERÐ MISLÆGRA GATNAMÓTA MIKLUBRAUTAR OG KRINGLUMÝRARBRAUTAR EÐA Í GERÐ SUNDABRAUTAR? KÖNNUN Það ætti löngu að vera búið að gera mislæg gatnamót við Miklubraut og Kringlumýrarbraut að sögn Vilhjálms Þ. Vilhjálmsson- ar, oddvita Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn. „Niðurstaða könnunarinnar kemur mér ekki á óvart því þetta eru fjöl- förnustu gatna- mót landsins“ segir Vilhjálm- ur. „Ef R-listinn ætlar að halda því til streitu að velja ekki besta kostinn verður að gera hann ábyrgan fyrir þeim umferðarslys- um sem við getum komið í veg fyrir. Nú stillir R-listinn stillir verkefnunum upp hvoru gegn öðru sem er rangt.“■ Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson: Löngu þarft Alfreð Þorsteinsson: Mislæg bíði KÖNNUN Farið verður í endurbætur á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar að sögn Alfreðs Þorsteinssonar, borgarfull- trúa R-listans og formanns borga- ráðs. Hann segir það stefnu R-list- ans að fjölga akreinum og beygjuljósum. Mislæg gatna- mót verði hins vegar að bíða. Aðspurður segir hann það koma til álita að breyta forgan- sröðinni. Honum líst hins vegar illa á jafn stór gatnamót og hugmyndir eru um því plássið sé naumt. Niðurstaða könnunarinnar kemur honum ekki á óvart. „Sundabrautin er miklu fjar- lægara verkefni í hugum fólks en mislæg gatnamót á þessum fjölfarna stað.”■ Glitnir kemur flér í samband vi› rétta bílinn – traustur samstarfsa›ili í fjármögnun Áhrif verkfalls á sálarlífið: Kennarar áhyggjufullir en óbugaðir JÓN PÉTUR ZIMSEN OG KRISTBJÖRG EÐVALDSDÓTTIR Hann er önnum kafinn við verkfallsvörslu og greinaskrif. Hún hefur hins vegar notað tæki- færið og tekið til heima hjá sér. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Fagridalur: Lækur varð að fljóti LÖGREGLA Bæjarlækurinn við Fagranes í Fagranesdal breyttist nánast í beljandi fljót í úrhellis- rigningu í gær og í fyrrinótt. Að sögn lögreglunnar á Sauðár- króki er bóndinn á bænum með heimarafstöð í læknum og fylltust hjáveitugöngin af aur og drullu sem leiddi til þess að rafstöðvar- lónið fylltist af vatni og lónið flaut yfir bakka sína. Vatnið flaut inn í hlöðu og náði að eyðileggja hátt í fimmtíu heyrúllur. ■ Tindastóll: Aurflóð lokuðu vegi LÖGREGLA Aurflóð runnu úr austur- hlíðum Tindastóls og yfir Reykja- strandarveg á um þriggja kíló- metra kafla í fyrrinótt vegna mik- illar úrkomu og hvassviðris. Stærsta aurspýjan var um sex hundruð kílómetra breið, hún hafði runnið yfir veginn á þess þó að rjúfa hann. Unnið var á jarðýtu og hjólskóflu við að hreinsa veg- inn í gærmorgun. ■ Ég er ekki í neinni metakeppni um þetta. Auðvitað væri gaman að bæta metið. Það eru dálítið breyttir tímar síðan Ríkharður var í þessu og erfitt að bera þetta saman. Ólafur Þórðarson mun að öllu óbreyttu þjálfa meistaraflokk ÍA sjötta árið í röð næsta sumar. Aðeins Ríkharður Jónsson hefur þjálfað liðið lengur samfellt, níu ár frá 1951 til 1959. SPURNING DAGSINS Óli, ætlarðu að bæta metið hans Rikka? Sérsamningur Sólbaks: Gert án samþykkis KJARAMÁL Samningur útgerðar- félagsins Sólbaks við sjómenn um breytt kjör var ekki gerður með samþykki Landssambands íslenskra útvegsmanna né Sam- taka atvinnulífsins. Í síðustu viku kynnti eigandi Sólbaks EA 7 drög að samningi milli hans og áhafnar skipsins sem LÍÚ og SA samþykktu. Þar var gert ráð fyrir að samningur- inn yrði lagður fyrir stéttarfélög sjómanna. Hvorki LÍÚ né Samtök atvinnulífsins samþykktu að útgerð skipsins né áhöfn stæði utan samtaka atvinnurekenda og stéttarfélaga. SÓLBAKUR SA og LÍÚ eru ósátt við úrsögn útgerðar- félagsins Sólbaks úr samtökum atvinnu- rekenda og áhafnarinnar úr stéttarfélagi. KÆRA BÓTAGREIÐSLU Ísraelskt landtökufólk á Gaza-svæðinu hefur kært áætlanir Ísraels- stjórnar um að hefja bóta- greiðslur til handa þeim sem flytja frá Gaza. Landtökufólk segir greiðslurnar ólöglegar þar sem óheimilt sé að greiða fé úr ríkissjóði án sérstakrar laga- heimildar. VILJA FJÁRFESTA Í RÚSSLANDI Kín- verjar vilja ráðast í allt að 850 millj- arða króna fjárfestingu í rússnesk- um orkufyrirtækjum til að tryggja sér rafmagn. Wen Jiabao forsætis- ráðherra ræðir þetta við Rússa í vikunni. Kínverjar óttast að vand- ræði olíurisans Yukos komi í veg fyrir að fyrirtækið uppfylli skuld- bindingar sínar. HLAUT BRUNASÁR Kona hlaut brunasár á höndum þegar kvikn- aði í potti á eldavél í húsvarðar- íbúð dvalarheimilis á Seltjarnar- nesi í gærkvöldi. Heimafólk slökkti eldinn og konan fór á slysadeild til aðhlynningar. Lög- reglumenn slökktu eld í tveimur strætisvagnaskýlum í Breiðholti um kvöldmatarleytið.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.