Fréttablaðið - 22.09.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 22.09.2004, Blaðsíða 8
22. september 2004 MIÐVIKUDAGUR HÁSPENNUSTRENGUR Í SUNDUR Rafmagn fór af í Skeifunni, Hlíða- hverfi og víðar í Reykjavík klukk- an tvær mínútur gengin í tíu í gær- morgun þegar grafa sleit í sundur háspennustreng í Skeifunni. Sam- kvæmt upplýsingum frá Orkuveitu Reykjavíkur var rafmagn komið á aftur um klukkustund síðar. LANDLÆKNIR Landlæknisembættið hefur sent út viðvörun vegna nám- skeiðahalds „orkufólksins“ svo- kallaða hér á landi. Um er að ræða Bretana, Lyndu og Stephen Kane. Þau munu nú vera búsett í Frakk- landi, samkvæmt upplýsingum Gitte Larsen, sem búsett er hér á landi og er tengiliður parsins. Kvartanir eru teknar að berast til embættisins vegna áhrifa þessara námskeiða, einkum á fjölskyldulíf aðstandenda þátttakenda. Fréttablaðið greindi frá nám- skeiðahaldi fólksins um síðustu helgi, meintum tilgangi námskeið- anna og ærnum kostnaði þátttak- enda. Í kjölfarið kom tilkynning frá Landlæknisembættinu í gær þar sem segir: „Ástæða er til að benda fólki eindregið á að engin líffræðileg eða sálfræðileg eða vís- indaleg þekking liggur á bak við aðferðir þeirra sem að orkunám- skeiðunum standa. Hér virðist því miður vera um fremur óprúttna fjárplógsstarfsemi að ræða og leyfir Landlæknisembættið sér því að vara fólk eindregið við því sem þarna er fram borið.“ Auk þess að selja aðgang að námskeiðunum fyrir 20.000 krón- ur fyrir hvern einstakling, selja ráðgjöf og viðtöl allt upp í 7.000 krónur og svokallað orkuegg fyrir tæpar 3000 krónur stykkið. Hefur Kane-fólkið talið fólki trú um að þar sem læknar og lyfjameðferðir þeirra hefðu ekki ráðið við illvíga sjúkdóma gæti það tekið við. Gitte nefndi við Fréttablaðið í síðustu viku sjúkdóma á borð við vefja- gigt og síþreytu. Meðferð til betra lífs felst með- al annars í því að sveifla pendúl til að spyrja um góðar eða slæmar afleiðingar ákvarðana. Þá er þátt- takendum kennt að meta orku annarra með því að tengja sig við þá með því að nota ákveðnar fingrahreyfingar, og horfa síðan í augu viðkomandi meðan á matinu stendur. Ef sá sem á að meta er fjarstaddur má nota sýni úr hon- um, þar á meðal „blóð, neglur og hár,“ eins og stendur í kennslu- gögnum Kane-fólksins, sem blað- ið hefur undir höndum. Betri séu þau sýni þar sem hægt er að sjá ljósmynd af viðkomandi, heyra rödd hans eða sjá skrift hans, nota röntgenmyndir og þess háttar. Kane fólkið er horfið af landi brott. jss@frettabladid.is Vefmiðlar: Kvartað yfir auglýsingum SAMKEPPNI Fréttavefurinn vísir.is sendi í gær formlega kvörtun til Samkeppnisstofnunar vegna auglýs- inga mbl.is, þar sem fullyrt er að mbl.is „sé stærsti smáauglýsinga- vefurinn“. Visir.is telur að með full- yrðingunni sé brotið í bága við 21. gr. samkeppnislaga, enda sé villt um fyrir neytendum með fullyrðingu sem ekki eigi við rök að styðjast. „Staðreyndin er einfaldlega sú að visir.is er að jafnaði, ef ekki alltaf, með mun fleiri smáaug- lýsingar en mbl.is og á því tilkall til þess að vera nefndur sem stærsti smáauglýsingavefur lands- ins,“ segir í tilkynningu. ■ ■ EVRÓPA – hefur þú séð DV í dag? Misþyrmdi kærustu og kærður fyrir að þagga niður í henni Nauðgað ítrekað og haldið í gíslingu, dregin á hárinu um alla íbúð, hrottinn í 42 mánaða fangelsi DÓMSMÁL Beiðni verjenda í líkfund- armálinu í Neskaupstað um að ákæruvaldið aflaði sjúkraskýrslna frá Litháen um hugsanleg veikindi Vaidasar Jucevicius, var hafnað af dómara Héraðsdóms Reykjavíkur í gær. Verjendurnir óskuðu eftir úr- skurði í málinu. „Það kemur fram í bréfi frá verjendum að á meðan sjúkra- skýrslur liggi ekki fyrir eru álykt- anir meinafræðings um áhrif veik- inda á dánarorsökina í rauninni ekkert annað en getgátur. Það verð- ur að liggja fyrir hvað var að mann- inum,“ segir Sveinn Andri Sveins- son, einn verjenda í málinu. Sak- sóknari sagði ekki þörf á að afla gagnanna. Dánarorsök Vaidasar er sögð vera stífla í mjógirni í skýrslu rétt- armeinafræðings. Þá kemur einnig fram í skýrslunni að ör á kviði Vaidasar bendi til þess að hann hafi farið í kviðarholsaðgerð en þó sé ekki hægt að sjá hvers vegna að- gerðin hafi verið framkvæmd. Sakborningarnir þrír, þeir Grétar Sigurðsson, Jónas Ingi Ragnarsson og Tomas Mala- kauskas, mættu ekki í Héraðsdóm Reykjavíkur í gær í annarri fyrir- töku málsins. ■ ■ FRAMKVÆMDIR SVONA ERUM VIÐ KRÖFUR UM GJALDÞROTA- SKIPTI EINSTAKLINGA SAMGÖNGUR Frítt verður að ferð- ast með Strætó í dag í tilefni af bíllausa deginum. Bíllausi dagur- inn er hápunktur Evrópskrar samgönguviku 2004 og er haldinn til að hvetja fólk til að nota aðrar lausnir í samgöngum en einkabíl- inn og draga þannig úr mengun. Ýmsar uppákomur eru fyrir- hugaðar í tilefni dagsins, meðal annars gleður dixielandbandið Sparibuxurnar hans afa gesti skiptistöðvar Strætó í Mjóddinni frá klukkan fjögur síðdegis, þar til sveitin tekur leið 111 niður á Lækjartorg þar sem spila- mennskunni verður framhaldið. Þá mun Bogomil Font ferðast með Strætó og verður í Firðinum, skiptistöð Strætó í Hafnarfirði, klukkan fjögur ásamt félögum sínum. Þar taka þeir nokkur lög og fara síðan með leið 140 á Hlemm þar sem áfram verður leikið og sungið fyrir vegfarend- ur. Í tilkynningu borgaryfirvalda kemur fram að í tilefni af bíl- lausa deginum verði Hverfisgata milli Rauðárárstígs og Snorra- brautar lokuð fyrir almennri um- ferð allan daginn og Hverfisgata milli Snorrabrautar og Lækjar- götu lokuð fyrir almennri umferð milli klukkan 7 og 9 árdegis og frá 3 til 6 síðdegis. ■ Hverfisgata lokuð bíllausa daginn: Ókeypis að taka strætó í dag STRÆTISVAGNAR Ókeypis verður að taka strætó í allan dag í tilefni af bíllausa deginum, en hann er há- punktur Evrópskrar samgönguviku 2004. Líkfundarmálið í Neskaupstað: Þarf ekki að nálgast sjúkraskýrslur frá Litháen SVEINN ANDRI SVEINSSON Verjendur vilja að ákæruvaldið nálgist sjúkraskýrslur Vaidasar frá Litháen. Í krufningsskýrslu kemur fram að hann hafi áður farið í kviðarholsaðgerð en ekki sé hægt að sjá hvers vegna. RÚSSARNIR KOMNIR Vepr, eða Björninn, varð fyrsti kjarn- orkuknúni rússneski kafbáturinn til að leggja í höfn á Vesturlöndum þegar hann kom til hafnar í Brest í Frakklandi. Kafbáturinn kom í höfn eftir að hafa verið á æf- ingum með franska flot- anum. FLÓTTAMENN SNÚA AFTUR Ein milljón flóttamanna hefur snúið aftur til Bosníu eftir lok borgara- stríðsins í Júgóslavíu 1992 til 1995. Alls lögðu 2,2 milljónir manna á flótta meðan á stríðinu stóð en að sögn Flóttamanna- aðstoðar Sameinuðu þjóðanna sneri milljónasti flóttamaðurinn heim á dögunum. KVEIKT Í LÖGGUBÍLUM Kveikt var í 40 nýjum lögreglubílum á geymslusvæði í Apeldoorn í Hollandi. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem kveikt er í hollenskum lögreglubílum, kveikt hefur verið í nokkrum tugum lögreglubíla á undanförnum mánuðum. KENNARAR MISÞYRMDU NEMUM Sjö kennarar í króatískum einka- skóla eru sakaðir um að hafa mis- þyrmt nær þrjátíu nemendum við skólann líkamlega og andlega. Deilt er á skólann af fleiri ástæð- um, foreldrar barna í öðrum og þriðja bekk segja þau í raun ólæs þrátt fyrir námið. DEILT UM PERRIER Svissneska matvælarisanum Nestle bættist liðsauki í baráttu sinni við frönsk verkalýðsfélög þegar franska stjórnin tók afstöðu með fyrir- tækinu. Fyrirtækið vill segja upp starfsfólki og hafa hótað að selja Perrier-vatnsfyrirtækið sitt. Þá brugðust stjórnvöld við af ótta um að Perrier-vatn hér eftir yrði framleitt utan Frakklands. 1999 2000 2001 2002 2003 2.295 2.445 2.569 3.306 3.425 Heimild: Hagstofa Íslands Plútóni umbreytt: Sprengjur í rafmagn PARÍS, AP Frakkar ætla að breyta plútóni úr bandarískum kjarnorku- sprengjum í eldsneyti fyrir kjarnakljúfa. Kjarnorkueldsneytið verður síðan flutt aftur til Banda- ríkjanna þar sem það verður notað til að framleiða rafmagn fyrir bandarísk heimili. Starfsemin er hluti af samkomu- lagi Bandaríkjanna og Rússlands um að hvort land um sig eyði 34 tonnum af plútóni sem er ætlað til hernaðar. Umhverfisverndarsinnar hafa sett sig upp á móti plútónflutn- ingunum og segja hættu á slysum og hryðjuverkaárásum meiri en svo að réttlætanlegt sé að standa í svona starfsemi. ■ MEÐ PLÚTÓN UM BORÐ Tvo skip sigla frá Bandaríkjunum til Frakk- lands með plútón sem á að umbreyta. Opinber viðvörun vegna orkufólksins „Orkufólkið“ sem hélt námskeið hér á landi um síðustu helgi kennir þátttakendum meðal annars að nota blóð, neglur og hár úr fólki til að meta orku þess. Landlæknir hefur sent út sérstaka viðvörun. ENGILIÐURINN Gitte Larsen er tengiliður Kane - fólksins hér á landi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.