Fréttablaðið - 22.09.2004, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 22.09.2004, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 22. september 2004 11 Tengivirki í Fljótsdal: Tilboð samþykkt KÁRAHNJÚKAVIRKJUN Landsvirkjun hefur samið við Keflavíkurverk- taka um gerð tengivirkis í Fljótsdal, en þaðan munu liggja Fljótsdalslín- ur 3 og 4 sem eru háspennulínur sem flytja raforku úr Kárahnjúka- virkjun, 50 kílómetra leið að fyrir- huguðu álveri í Reyðarfirði. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á um 682 milljónir króna, en tilboð Keflavíkurverktaka var upp á tæpar 458 milljónir króna, eða um þriðj- ungi undir kostnaðaráætlun. Einnig bauð í verkið fyrirtækið Fosskraft sf., rúmar 473 milljónir króna. ■ Creutzfeldt-Jakob: Varað við sýkingu BRETLAND, AP Gera má ráð fyrir að um það bil sex þúsund Bretum hafi brugðið þegar þeir lásu bréf frá heil- brigðisyfirvöldum þar sem þeir voru varaðir við því að þeir hefðu hugsan- lega þegið blóð sem væri sýkt af Creutzfeldt-Jakob sjúkdómnum. Sjúkdómurinn er það afbrigði kúa- riðu sem leggst á menn. Stutt er síðan tveir sjúklingar, sem talið er að hafi smitast af Creutzfeldt-Jakob við blóðgjöf, létust; annar af völdum sjúkdómsins en hinn af öðrum ástæðum. Rúm- lega 150 manns hafa látist af völdum sjúkdómsins, flestir í Bretlandi. ■ Múlavegur: Skarð eftir skriðu SAMGÖNGUR Nokkrar stórar skriður féllu á Múlaveg milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar snemma í gærmorg- un. Sú stærsta var um fimmtíu metra breið. Stórt skarð kom í veg- inn nokkur hundruð metra frá munna Múlaganga. Til mikillar mildi hafði lögreglan lokað vegin- um skömmu áður en skriðan féll. Ekki var búið að opna veginn þegar blaðið fór í prentun. Þá féll skriða inn á golfvöllinn í Ólafsfirði og olli þar skemmdum. Almannavarnarnefnd Ólafsfjarð- ar kom saman til fundar síðdegis í gær. Ástríður Grímsdóttir, sýslu- maður, segir að nefndin hafi skoðað hlíðina fyrir ofan bæinn og talið að þar væri ekki hætta á skriðu. Hins vegar kunni að falla skriður úr Kleif- arhorni og Ósbrekkufjalli, en bæn- um stendur ekki hætta af þeim. ■ ÓLAFSFJARÐARVEGUR Nokkrar skriður féllu á veginn eftir mikla rigningu í fyrrinótt. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S -F LU 2 56 89 09 /2 00 4 Njóttu dagsins Taktu flugið Bíllausi dagurinn gefur okkur tilefni til að huga að ferða- máta framtíðarinnar og velferð umhverfisins. Flugið er einhver ódýrasti og öruggasti kostur sem til er í fólksflutn- ingum, auk þess að vera orkusparandi og umhverfisvænn. Þess vegna hvetjum við landsmenn á faraldsfæti til að leggja bílnum, taka flugið og njóta dagsins. www.flugfelag.is | 570 3030 bílla usa

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.