Fréttablaðið - 22.09.2004, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 22.09.2004, Blaðsíða 15
Einkennilegur þankagangur Nokkuð hefur borið á því undanfarna mánuði að því hefur verið haldið fram að jafnréttislögin séu úrelt og jafnvel óþörf, því að jafnrétti falli undir almenn mann- réttindi. Þetta er alveg rétt, að sjálfsögðu er jafnrétti bara sjálfsögð mannréttindi, en það er einkennilegur hugsanaháttur að ætla það að ekki sé ástæða til að beita taktískum aðferðum eins og jafnréttis- lögunum sem lið í því að ná fram almenn- um mannréttindum fyrir konur. Ásta G. Harðardóttir á tikin. is Örvænting Strætó Það er skiljanlegt að stjórn Strætó bs. geri nú örvæntingarfullar tilraunir til að fá íbúa höfuðborgarsvæðisins aftur upp í vagna sína en notkun vagnanna hefur minnkað jafnt og þétt í seinni tíð. Þrátt fyrir að strætisvagnaferðir séu niðurgreiddar um 60% af sveitarfélögunum en fólksbílar skattlagðir meira en nokkuð annað, að brennivíni og tóbaki frátöldu, taka flestir þann kost að nota fólksbíl. Háir skattar á fólksbíla og bensín hafa í byrjun án efa ver- ið hugsaðir sem einhvers konar „lúxus- skattur“ á „breiðu bökin“. Slíkir skattar enda yfirleitt með því að vera útilokun á efnaminna fólk frekar en sérstök refsing fyrir auðmenn. Háir skattar á bíla koma verst við þá sem þeirra vegna geta ekki keypt sér bíl og þá sem verða að sætta sig við smábíl fyrir stóra fjölskyldu. Vefþjóðviljinn á andriki.is Talsmenn kvótabraskkerfisins með sjávarútvegsráðherra í broddi fylkingar hafa nú látið frá sér fara þá skoðun að nú verði sátt um kvótakerfið þar sem búið sé að ljúka því að færa öllum sín- ar réttlátu kvótagjafir. Kerfið sé orðið eitt og heildstætt með framseljanlegum kvótum (lesist: sala á atvinnuréttindum sjávar- byggða). Þar með megi áfram vinna markvisst að frekari sam- þjöppun aflakvóta á færri hend- ur og einkum sé þörf á enn stærri fyrirtækjum sem geti hagrætt með fækkun skipa og sem gerði veiðiskipin stærri og öflugri en þau sem við notum í dag. Á hagræðingin að nást með ofursóknargetuþróun flotans? Nýr forsætisráðherra vill síðan opna fyrir erlent fjármagn inn í sjávarútveginn sem getur selt auðlindina (Aflakvótana, þ.e. óveiddan fiskinn í sjónum) á fiskimiðum við Ísland til þeirra enn stækkandi fyrirtækja sem eru, að því er séð verður, fram- tíðarsýn þeirra sem stærstir eru í útgerð í dag. Oft hafa þeir, sem mesta ofur- trú hafa á alfrjálsu kvótabrask- kerfi bent á að Nýja Sjáland sé fyrirmynd þess hagræðis sem náist með frjálsri sölu kvótans (atvinnuréttar sjávar- byggða). Hagræðing fiskveiða hefur verið í þá átt að fiskiskip þeirra stærstu hafa stækkað, burðargeta vaxið, og þó einkum það afl sem notað er við veiðar aukist. Sem dæmi má nefna að Vilhelm Þorsteinsson EA, nýlegt fjölveiðiskip (skip sem veiðir bæði uppsjávarfisk eins og síld, sem og allan botnfisk, þorsk, karfa og grálúðu), er með sjö- faldan aflvísi meðalskuttogara af minni gerðinni sem voru hér við veiðar á botnfiski við upphaf kvótakerfis 1984. Ef eingöngu er litið á togkraftinn er um fjórföld- un að ræða úr 18-22 tonnum í 88 tonn hjá áðurnefndu fjölveiði- skipi sem jafnframt er full- vinnsluskip sem flokkar og frystir aflann um borð ef því er að skipta og er um 80 metrar á lengd. En nú er svo komið að í fyrir- myndarríkinu Nýja Sjálandi spyrna menn við fótum og ofbýð- ur hagræðing sem hægt er að ná fram með því að leyfa frjálst framsal og láta fáa veiða mikið með stórum ofurskipum. Í erlendum sjávarútvegsfréttum þann 13. sept. sl. var þessi frétt: „Annar stærsti togari heims fær ekki að stunda veiðar við Nýja Sjáland vegna ótta við lang- tíma áhrif hans á umhverfið og afkomu fiskiðnaðarins þar í landi. Skipið er 106 metra langt og það gæti tekið allan kvóta snurpunótarveiða í einu, sem er tæp 1.700 tonn. Áhöfn skipsins er 50 manns og um borð eru þrjár vinnslur fyrir afla þess.“ Það er full ástæða til þess að staldra við og spyrja ráðherra sjávarútvegsmála sem og hinn nýja forsætisráðherra hvort stefna þeirra um óhefta sam- þjöppun kvótans á fáar hendur sé sú framtíð sem er farsæl fyrir okkar þjóð. Sem betur fer er þjóðin á allt annarri skoðun um samþjöppun kvótans, sbr. nýlega Gallup-könnun, en þessir herramenn sem vilja aukin um- svif og völd þeirra fáu og stóru í íslenskum sjávarútvegi. Það þarf ekki aukið afl til uppkaupa á kvótum þeirra smærri með inn- streymi erlends fjármagns í fisk- veiðar okkar. Algjört skilyrði þess að hægt sé að leyfa erlenda fjárfestingu í sjávarútvegi okkar er að aðskilja veiðar og vinnslu í tvö sjálfstæð fyrirtæki. Þá mætti hugsanlega opna á erlent fjár- magn í vinnslunni en alls ekki í sölukerfi kvótans. Samþjöppun kvótans á fáar hendur með allar fisktegundir í kvótasölukerfi er alröng stefna. Það er kominn tími til að biðja fyrir þjóðinni í kirkjum landsins. Við erum á háskaleið. ■ Samþjöppun kvót- ans á fáar hendur með allar fisktegundir í kvótasölukerfi er alröng stefna. Það er kominn tími til að biðja fyrir þjóðinni í kirkjum landsins. Ofursóknargeta fiskveiðiflotans MIÐVIKUDAGUR 22. september 2004 GUÐJÓN A. KRISTJÁNSSON FORMAÐUR FRJÁLSLYNDA FLOKKSINS UMRÆÐAN FISKVEIÐISTJÓRN ,, Bakpoki fundinn Í Fréttablaðinu á mánudaginn var greint frá því að bakpoka hefði verið stolið úr tollinum í Leifsstöð af sextán ára stúlku sem var að koma til landsins úr ferð á vegum Íþrótta- og tómstundaráðs Reykja- víkur. Í fréttinni kemur fram að tollverðir hefðu afhent ókunnugri manneskju bakpokann. Það er ekki rétt því bakpokinn var afhentur manneskju sem var í sömu ferð með ÍTR og hefur honum nú verið komið til eigandans. Beðist er vel- virðingar á þessu. Starfsheiti og nafn Rangt var farið með starfsheiti Soffíu Pálsdóttur, æskulýðsfulltrúa Íþrótta- og tómstundaráðs Reykja- víkur (ÍTR) í frétt á síðu 2 þriðju- daginn 21. september. Þá gerðust þau leiðu mistök að Soffía var margnefnd Ólöf í meginmáli frétt- arinnar, sem fjallaði um aukna óvissu frístundaheimila. ■ LEIÐRÉTTING Við hvetjum lesendur til að senda okkur línu og leggja orð í belg um efni Fréttablaðsins eða málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagn- orð. Ritstjórn áskilur sér rétt til að stytta aðsent efni. Einnig áskilur ritstjórn sér rétt til að birta aðsent efni að meginhluta á vefsíðu blaðsins, sem er Vísir.is, og vísa þá til þess með úrdrætti í blaðinu sjálfu. Vinsamlega sendið efni í tölvupósti á greinar@frettabladid.is. Þar er einnig svarað fyrirspurnum um lengd greina. AF NETINU

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.