Fréttablaðið - 22.09.2004, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 22.09.2004, Blaðsíða 17
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 4 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 133 stk. Keypt & selt 25 stk. Þjónusta 36 stk. Heilsa 10 stk. Skólar & námskeið 2 stk. Heimilið 17 stk. Tómstundir & ferðir 6 stk. Húsnæði 24 stk. Atvinna 34 stk. Tilkynningar 7 stk. Fjölmargir í fjarnámi í Ármúla BLS. 2 Góðan dag! Í dag er miðvikudagurinn 22. september, 266. dagur ársins 2004. Reykjavík 7.11 13.20 19.28 Akureyri 6.55 13.05 19.13 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Miðstöð símenntunar í Hafnarfirði reynir að brydda upp á skemmtilegum nýjungum á hverri önn og í haust verður boðið upp á nýtt námskeið í mósaík. Það er Alice Olivia Clarke sem leiðbeinir á námskeiðinu en hún er kanadísk mósaíklistakona sem hefur verið búsett á Íslandi í 11 ár og gert mörg stór mósaíkverk, meðal annars á veitinga- staðnum Vegamótum og nú nýlega afhenti hún stórt listaverk sem prýðir nýja bóka- safnið í Hafnarfirði. „Eftir að hafa unnið svona stór verk þar sem ég þarf að vera mjög nákvæm og öguð langar mig að leika mér svolítið,“ segir Alice. „Ég ætla að hafa námskeiðið létt og skemmtilegt og vona að ég fái sem flesta með mér. Ég hef oft verið spurð hvenær ég ætli að halda námskeið og nú þegar ég er komin með aðstöðu er bara að slá til. Við munum búa til spegla og fólk fær leiðsögn um hvernig á að nota verkfærin og efnið og hvernig maður ber sig að við skurðinn. Ef vel gengur verð ég örugglega með fram- haldsnámskeið,“ segir Alice, og bendir á heimasíðu sína sem er www.aok.is. Mósaíknámskeiðið hefst 27. september og hægt er að skrá sig hjá Námsflokkum Hafnarfjarðar. ■ Námskeið í Hafnarfirði: Mósaík fyrir byrjendur nam@frettabladid.is Sérstakar aðferðir sem stjórn- endur geta beitt til að ná hámarksárangri starfsfólks eru kenndar á námskeiði hjá fyrir- tækinu Þekkingarmiðlun 27. og 29. september kl. 9-13. Þar er meðal annars kennt hvernig má leysa úr læðingi aukna ábyrgðar- tilfinningu og frumkvæði hjá fólki. Námskeiðið er ætlað stjórnendum, ráðgjöfum og öðru lykilfólki fyrirtækja. Það hentar öllum þeim sem hafa það mark- mið að draga fram það besta hjá samstarfsfólki sínu. Kennari er Ingrid Kuhlman og veffangið er thekkingarmidlun.is Menntagátt er gagnagrunn- ur með námsefni fyrir öll skóla- stig. Þar eiga allir frían aðgang á slóðinni menntagatt.is. og geta kennarar og aðrir sem hafa áhuga á skólamálum fengið á svipstundu upplýsingar um námsefni sem tengist ákveðinni námsgrein, skólastigi eða sér- stöku markmiði í námsskrá. Á forsíðu Menntagáttar birtast líka daglega áhugaverðar fréttir sem tengjast skólamálum og mennt- un í víðu samhengi. Sigrún Eva Ármannsdóttir er verkefnastjóri Menntagáttar. Að efla sjálfstraust og sjálfsöryggi er heiti námskeiðs sem haldið er hjá Þekkingar- miðlun 4. október kl. 8.30- 16.30. Þar læra þátttakendur leiðir til að virkja afl jákvæðs sjálfsálits. Farið er í mikilvægi þess að þora að gera mistök, læra af þeim og takast á við gagnrýni. Þátttakendur fá innsýn í eigin hugsanir og hegðun og öðlast meira öryggi í samskipt- um. Farið er m.a. í skynjun á eigin getu, tengsl hugarfars og líðan og áhrif hugsana á hegðun og ákveðni í samskiptum. Vef- fang fyrirtækisins er thekking- armidlun.is Helgarnámskeið í ljósmynd- un verða haldin þrjár helgar í október að Völuteigi 8 í Mos- fellsbæ. Þau kosta 9.900 kr. Kennd er stafræn ljósmyndun og leiðbeinandinn er Pálmi Guðmundsson. Námskeiðin eru 2. og 3. , 9. og 10. og 30. og 31. október og eru haldin á vegum www.ljosmyndari.is. Einnig er þar í boði fjarnámskeið í ljós- myndun sem fólk getur tekið hvenær sem er og á þeim hraða sem hentar því. Verð þeirra er 11.500 krónur. Alice er mósaíklistamaður og hefur gert fjölda stórra verka. Nú ætlar hún að kenna fólki þessa list á námskeiði í Hafnarfirði. Smáauglýsingar á 995 kr. visir.is SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Liggur í loftinu Í NÁMI FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA NEYTENDUR o.fl. Þú getur pantað smáauglýsingar á www.visir.is KRÍLIN Pabbi klippir runnana úti og ég klippi stofublómin inni. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Vídeóupptökur, heimilisbók- hald og vellíðan á vinnustað eru meðal nokkurra nám- skeiða sem félögum í SFR, stéttarfélagi í almannaþjón- ustu og Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar býðst á þessu hausti. Yfirskrift námskeiðanna er Gott að vita og eru þau flest ókeypis fyrir félagsmenn. Jóhanna Þórdórsdóttir, fræðslustjóri SFR, var spurð út í nám- skeiðin. Fyrst vídeófræðsl- una. „Þetta er nýtt nám- skeið,“ segir hún. „Mjög margir eiga vídeóvélar en eru kannski ekki nógu öruggir með hvernig best er að taka myndirnar, út frá hvaða sjónarhorni og annað slíkt.“ Námskeið um fjármál heimilanna og heimilisbók- hald segir Jóhanna stöðugt vera vinsæl og líka sjálfs- hjálparnámskeið af ýmsu tagi. Þekkirðu hæfni þína, heitir eitt og Breytingar sem tækifæri, annað. Hið þriðja heitir Vellíðan á vinnustað og Jóhanna bendir á að fólk verji að jafnaði einum þriðja af ævi sinni á vinnustað og mikilvægt sé að því líði þar vel. „Öll lífsins þraut verður auðvitað ekki leyst á þremur tímum en kveikir kannski einhverjar hug- myndir til bóta,“ bendir hún á að lokum. ■ Fólk eyðir þriðjungi ævinnar á vinnustað og því mikilvægt að líða vel þar. Gott að vita: Mikilvægt að líða vel á vinnustað

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.