Fréttablaðið - 22.09.2004, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 22.09.2004, Blaðsíða 25
N O N N I O G M A N N I I Y D D A / s ia .i s / N M 1 3 4 0 5 800 7000 - siminn.is * Tilboðið miðast við 12 mánaða binditíma og gildir fyrir uppsetningu á beininum og einni tölvu. Ath! Internetáskrift með 750 MB inniföldu gagnamagni kostar 5.700 kr. á mánuði. Við hjálpum þér að láta það gerast Notaðu tækifærið og vertu í góðu netsambandi hvar sem er heima hjá þér. Við mætum á staðinn og setjum upp þráðlausa Internettengingu þér að kostnaðarlausu ef þú kaupir Internetáskrift með 750 MB inniföldu gagnamagni. Komdu í næstu verslun Símans og við komum svo heim til þín. hjá Símanum til 30. september* Frí uppsetning á Þráðlausu Interneti • 5 netföng, með 50MB geymsluplássi • Öflugar varnir gegn vírusum og ruslpósti • Beinn aðgangur að tugum leikjaþjóna • Viðbótarþjónusta, t.d. öryggispakki Símans Af hverju ættir þú að gerast áskrifandi að Þráðlausu Interneti? Við komum heim til þín og setjum upp Þráðlausa Internetið 2.490kr. Verð á búnaði: * „Ég tek ekki við greiðslu“ 17MIÐVIKUDAGUR 22. september 2004 Verðbólga étur laun Tólf mánaða hækkun launa nemur nú 5,2 prósentum samkvæmt launavísitölu Hagstofunnar, en í gær var launavísitala fyrir ágúst birt. Á sama tímabili var verð- bólga 3,7 prósent og því jókst kaupmáttur launa um 1,5 prósent. Verðbólga hefur þannig étið upp ríflega tvo þriðju af launa- hækkunum tímabilsins. Undan- farið hafa launahækkanir að mestu verið vegna hækkana sem kveðið er á um í kjarasamningum en lítils launaskriðs gætir enda er enn slaki á vinnumarkaði. Hægt hefur á vexti kaupmáttar síðustu mánuði samhliða því að verðbólga hefur aukist. ■ KEPPT VIÐ VERÐBÓLGU Launin hækka, en til þess að kaupmáttur aukist þurfa laun að hækka umfram verðlag. Vextir hækka vestanhafs Bandaríski Seðlabankinn hækkaði stýrivexti um fjórðung úr prósentustigi í gær. Stýrivextir í Bandaríkjunum hafa verið hækk- aðir þrisvar í ár en eru þó enn mjög lágir í sögulegum saman- burði. Þeir standa nú í 1,75 prósenti. Bandaríski Seðlabankinn lækk- aði vexti ört síðustu fjögur ár til þess að koma í veg fyrir efna- hagskreppu í kjölfar þess að netbólan sprakk skömmu eftir aldamótin. Vextir voru svo hækk- aðir í júní á þessu ári og höfðu þá ekki verið hækkaðir í fjögur ár. Búist er við að vextir í Banda- ríkjunum hækki áfram á næstu misserum en að farið verði var- lega í þær hækkanir. Ekki bólar á verðbólgu í Bandaríkjunum þrátt fyrir hærra verð á olíu. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P ALAN GREENSPAN Bandaríski seðla- bankastjórinn sagði fyrr í mánuðinum að hann teldi bandarískt efnahagslíf vera að komast í gang á ný.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.