Fréttablaðið - 22.09.2004, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 22.09.2004, Blaðsíða 28
Þeir sem áttu leið um Laugaveg- inn í gærmorgun ráku upp stór augu þegar fræg andlit mættu þeim á veggnum í göngunum við verslun Skífunnar. Það er þó að sjálfsögðu vitræn ástæða fyrir því að Pamela Anderson og fleira frægðarfólk brosi við sauðsvört- um almúganum á Laugaveginum. „Þetta er hluti af útfærslu rann- sókna okkar á sjónmenningu,“ segir Bjarki Bragason en hann hefur í sumar unnið að verkefn- inu Speglun samfélagsins í sjón- menningu ásamt Berglindi Jónu Hlynsdóttur. Þau eru bæði á öðru ári í mynd- listardeild Listaháskóla Íslands og fengu styrk frá Nýsköpunar- sjóði námsmanna til að rannsaka sjónmenninguna í samfélaginu. „Öll þessi þekktu andlit í göng- unum senda alls konar skilaboð og með því að búa til þennan vegg setjum við þau í undarlegt sam- hengi og verða til ýmsar merk- ingar sem ráðast aðallega af því með hvaða augum viðkomandi skoðar myndirnar,“ segir Berg- lind Jóna. „Verkefni okkar var að skoða alla sjónræna miðla sem eru í boði fyrir almenning þar á meðal auglýsingar, ímyndarframleiðslu og allt sem þær innihalda,“ bætir Bjarki við. Veggurinn á Laugaveginum er síður en svo endapunktur hjá þeim Bjarka og Berglindi sem ráðgera fleiri uppákomur tengdar sjónmenningarrannsóknunum á næstunni. Þá öðlast rannsókn þeirra sjálfstætt líf í verkunum þar sem viðbrögð vegfarenda við frægu andlitunum gefa ákveðnar vísbendingar. „Áhorfandinn fer svolítið með ákvörðunarvaldið í þessu verki en framsetningin gef- ur margt til kynna og býður upp á margar mismunandi tengingar, „ segir Bjarki. Myndagöngin eru skreytt blómum sem minna óneitanlega á minningu um látna ástvini en þó má hæglega skoða skreytinguna í gleðilegu samhengi. Allt fer það eftir bakgrunni þess sem á horfir. „Við höfum mikið verið að vinna með seremóníur í þessu samhengi og eigum eftir að koma með fleiri úrvinnslur. Við erum upptekin af myndbirtingum í almenningsrými og höfum mikinn áhuga á því að skoða hvernig auglýsingum er beitt í almenningsrými.“ Myndaveggurinn er að sjálf- sögðu háður veðri og vindum og mun ekki standa að eilífu þó and- litin sem þar eru séu mörg orðin ódauðleg. „Við munum halda þessu eitthvað við en tilgangurinn með verkinu er einnig sá að sjá það veðrast og minnka eftir því sem vindurinn feykir því til eða fólk hreinlega tekur myndir, „seg- ir Bjarki sem var ekkert sérstak- lega brugðið þegar ungir drengir mættu til leiks snemma í gær- morgun og nöppuðu Pamelu And- erson. „Það er áhugavert að sjá hverju fólk er að sækjast eftir og hvaða myndir fara fyrst.“ ■ 20 22. september 2004 MIÐVIKUDAGUR DAVID COVERDALE Þessi eðalrokkari sem hefur starfað með ekki ómerkari hljómsveitum en Deep Purple og Whitesnake er 55 ára í dag. „Jafnvel þótt ég hefji sólóferil einhvern daginn held ég að aðdáendur mínir muni alltaf hugsa um mig sem David „Whitesnake“ Coverdale!“ - Þessi 55 ára gamli rokkhundur er meðvitaður um að frægðin getur verið harður húsbóndi og að laun heimsins eru fyrst og fremst vanþakklæti. timamot@frettabladid.is ANDLÁT Gunnar H. Sigurðsson, Hjallalandi 7, lést 13. september. Svanfríður Hjartardóttir, lést 13. sept- ember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Jóhanna Árný Runólfsdóttir, Sunnu- hlíð, Kópavogi, lést 16. september. Ari Freyr Jónsson, Valbarði 3, Hafnar- firði, lést 16. september. Takako Inaba Jónsson, Brekkutúni 9, lést 19. september. Kolbeinn Guðjónsson, Álfheimum 48, lést 19. september. JARÐARFARIR 13.30 Helga Davíðsdóttir, Grenilundi 19, Akureyri, verður jarðsungin frá Ak- ureyrarkirkju. 13.30 Margrét Jónsdóttir, Norðurbrún 1, verður jarðsungin frá Fossvogs- kapellu. 14.00 Ragnar Björnsson, Brú á Eskifirði, verður jarðsunginn frá Eskifjarðar- kirkju. BJARKI BRAGASON OG BERGLIND JÓNA HLYNSDÓTTIR Skreyttu vegg við Laugaveginn með andlitum frægs fólks í gær en gjörn- ingurinn er liður í rannsóknarverkefni þeirra á sjónmenningu í samfélaginu. 22. september 1989 Söngskáldið Irving Berlin lést á þessum degi árið 1989. Hann var 101 árs þegar hann lést og hafði samið 1500 lög á langri ævi. Puttin¥ on the Ritz, Top Hat, God Bless America, Cheek to Cheek og There¥s No Business Like Show Business eru með þekktustu lögum hans þó af nógu sé að taka. Berlin fæddist í Rússlandi árið 1888 og var skírður Israel Isadore Baline en breytti nafni sínu eftir að það misprentað- ist í auglýsingu. Faðir hans var gyðingur og flúði undan ofsóknum með fjölskyldu sína til New York árið 1893. Han lést fjór- um áður síðar og þ ábeið það Berlins að ala önn fyrir sjö systkinum sínum og móður. Það gerði hann meðal annars með söng og tónlist þannig að krókurinn beygðist snemma. Hann dældi svo út lögum og söngleikj- um og sneri sér að kvikmyndunum um leið og hljóðið kom í bíómyndirnar. Fyrsta tónlistarmyndin hans var The Jazz Singer frá árinu 1927 en þar heyrðist lagið hans Blue Skies. Hann samdi tónlist fyrir 18 kvikmyndir þar á meðal Puttin´on the Ritz, Holiday Inn og White Christmas. IRVING BERLIN Þessi afkastamikli lagasmiður lést í hárri elli árið 1989. ÞETTA GERÐIST IRVING BERLIN DEYR MERKISATBURÐIR 1828 Shaka, afríski leiðtoginn og stofnandi Zulu-konung- dæmisins, var myrtur af hálfbróður sínum, Dinga- ne. Geðveiki Shaka var far- in að hafa áhrif á stjórnun- arhætti hans þegar bróðir- inn greip í taumana með þessum hætti. 1862 Abraham Lincoln, forseti Bandaríkjanna, gaf út til- skipun um að allir þrælar sem enn væru í ánauð í uppreisnarríkjunum skyldu fá frelsi ekki síðar en 1. janúar árið 1863. 1903 Italo Marchiony fékk einka- leyfi fyrir hinni mögnuðu uppfinningu sinni, rjómaís- brauðforminu. 1966 Bandaríska tunglkönnunar- farið Surveyor 2 hrapaði á tunglinu. Samdi 1500 lög á ferlinum Elskulegur sonur okkar, bróðir og unnusti Ari Freyr Jónsson Vallarbarði 3, Hafnarfirði, lést fimmtudaginn 16. september á Huddinge-sjúkrahúsinu í Stokkhólmi. Sólrún Hvönn Indriðadóttir, Jón Sigmar Jónsson, Stefanía Jónsdóttir, Sunna Hlín Jónsdóttir, Íris Ósk Jónsdóttir, Kristín María Guðjónsdóttir og aðrir aðstandendur. MYNDLIST: LAUGAVEGURINN ER ORÐINN TILRAUNAGLAS FYRIR SJÓNMENNINGU Ástkær eiginkona mín Ágústa Margrét Ólafsdóttir Húsfreyja, Úthlíð Biskupstungum Lést á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi aðfaranótt 20. september. Fyrir hönd fjölskyldunnar Björn Sigurðsson. Hvaða kenndir vekur Pamela? Mál og menning hef- ur gefið út verð- launabókina Strák- urinn með silfur- hjálminn eftir Hanne Kvist í þýð- ingu Sigrúnar Árna- dóttur. Strákurinn með s i l f u r h j á l m i n n , fyrsta skáldsaga Hanne Kvist, bar sigur úr býtum í norrænni barna- bókasamkeppni árið 1999 og hefur síðan notið mikilla vinsælda í Dan- mörku og komið út víða um heim. ■ NÝJAR BÆKUR Sterka kaffið fer vel í Norðmenn Kvikmyndin Sterkt kaffi eftir Börk Gunnarsson fékk ágætis dóma í norskum blöðum í síðustu viku en hún var sýnd á kvik- myndahátíð í Tromsö á dögun- um. Berki var boðið á hátíðina þar sem hann var fenginn til að stjórna vinnuhópi og hann segist ekki hafa betur séð en Sterkt kaffi væri eitt „aðalnúmerið á hátíðinni en þetta er aðallega stuttmyndahátíð ungs fólks.“ Börkur kemur með Sterkt kaffi til Íslands í næsta mánuði og gerir ráð fyrir að frumsýna hana í Reykjavík 22. október. Börkur segist upphaflega hafa gert ráð fyrir því að sýna hana hér enn síðar, en myndin var frumsýnd í Tékklandi í apríl. Það styttist því óðum í að Ís- lendingar fái að skoða þessa mynd sem fellur frændum vor- um í Noregi vel í geð en einn gagnrýnenda þar segir myndina skoða sambönd fólk sem þekkist lítið en neyðist til að eyða tíma saman á mjög áhugaverðan hátt. Þá þykir skopskyn Barkar gott og húmorinn er sagður skína í gegn í fjölmörgum atriðum þannig að sterka kaffið sé síður en svo bara biturt. Sjálfur hefur Börkur lýst myndinni sem tragikómískri sýn á mannleg samskipti og er að vonum ánægður með viðbrögðin sem hann hefur fengið í Noregi og bíður þess nú að landar hans kveði upp sinn stóra dóm í næsta mánuði. ■ BÖRKUR GUNNARSSON Skrapp með bíómyndina sína Sterkt kaffi á kvikmyndahátíð í Tromsö í Noregi og er ánægður með viðtökurnar þar í landi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.