Fréttablaðið - 22.09.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 22.09.2004, Blaðsíða 30
Konunglegt klúður í Madríd Brotthvarf Jose Antonio Camacho úr starfi þjálfara Real Madríd hlýtur að telj- ast einhver óvæntasti og háværasti knatthvellurinn þetta haustið. Camacho er ein helsta hetja félagsins í gegnum tíðina, í hópi leikjahæstu leikmanna í sögu Spánar, dáður fyrir þrautsegju og baráttugleði. Honum var ætlað að inn- leiða gömul og góð gildi meðal hinna moldríku ofurbolta „galactico“ sem prýða hið konunglega stórveldi og þykja afar fallegir á velli en deigir til dáða þegar kemur að því að skila stigum í höfn eins og berlega kom fram á titla- lausu tímabili í fyrra. Camacho er þungur maður á brún og í hollningu, feitur og sveitt- ur kraftakarl og þannig fullkomin and- stæða hinna snyrtilegu ofurbolta. Snöggur hvellur En andstæðurnar virtust of miklar og Camacho er horfinn á braut í annað sinn úr þjálfarastóln- um. Í fyrra skiptið dugði hann í 23 daga en í þetta sinn heila 115 þótt sumarleyfisdagarnir næðu reynd- ar nánast hundraðinu! Tölfræði sem heimildarmyndagerðarmað- urinn Michael Moore hefði gaman að skoða, sbr. kostulega útreikn- inga hans á frídögum Bush forseta í kvikmyndinni Fahrenheit 9/11. Þrátt fyrir að það kunni að hafa á yfirborðinu sýnst snjöll ráðstöf- un hjá Perez forseta að fá þjarkinn Camacho til að hafa stjórn á óstýri- látum stjörnunum hafa sparkspek- ingar kunnugir félaginu efast um þessa ráðstöfun í allt sumar og spáð Camacho erfiðleikum, þótt fáum hafi reyndar dottið í hug að samstarfið myndi springa svo skjótt. Stjörnurnar eru vanar að hafa sitt fram og virtust líða best undir hinni þægilegu stjórn hins hógværa Vincente Del Bosque sem leyfði þeim að spila svona nánast eins og hver vildi. Í fyrra kom hinn skipulagði en lítt reyndi Carlos Queroz til félagsins og vældu stjörnurnar mjög undan æfingum hans og heftandi leikskipulagi. Diplómat takk! Hafa ber í huga með þjálfara Real Madríd að þeir ráða sáralitlu um það hvaða leikmenn eru keypt- ir til félagsins og ef ofurboltarnir gera uppreisn er það þjálfarinn sem tekur pokann sinn en ekki öf- ugt. Það fengu Queroz og Camacho að reyna. Perez forseti ákvað að leysa hnútinn með því að „öpp- greida“ aðstoðarþjálfarann Mari- ano Garcia Remon en flestir álíta að þrátt fyrir að hann sé ráðinn út leiktíðina sé þess ekki langt að vænta að annar þjálfari og þekkt- ari taki við liðinu. Ramon er reynd- ar ekki alger nýgræðingur, hefur stýrt Sporting Gijon, Las Palmas, Albacete, Salamanca, Numancia og Cordoba, auk þess að stýra Real Madríd tímabundið árið 1996. Kannski reynist Ramon rétta týp- an fyrir stórstjörnurnar og ef liðið fær frægan þjálfara til sín er lík- lega best að hann sé mikill dipló- mat. Nafn Sven-Göran Eriksson hefur heyrst í þessu sambandi enda fer þar maður sem hefur sýnt sínum stjörnum mikla tryggð með enska landsliðinu. Beckham og Owen ættu allavega ekki að gráta þá ráðningu og myndu eflaust greiða honum braut meðal hinna stjarnanna. Einar Logi Vignisson skrifar um boltann í Suður-Evrópu á þriðjudögum 22 22. september 2004 MIÐVIKUDAGUR Við hrósum ... ... Kristínu Rós Hákonardóttur sem er mætt á sína fimmtu Ólympíuleika fat- laðra í röð og er enn að safna verðlaunum. Í gær vann þessi snjalla sund- kona silfurverðlaun í 100 metra bringusundi. Kristín Rós hefur alltaf verið fyrirmyndar fulltrúi fyrir fatlað íþróttafólk og það er engin breyting á því á Ólympíuleikunum í Aþenu og hún er hvergi nærri hætt.sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 19 20 21 22 23 24 25 Miðvikudagur SEPTEMBER Við teljum niður dagana ... ... þar til goðsögn knattspyrnusögunnar, Diego Armando Maradona, er allur. Kappinn hefur barist við eiturlyfjafíkn og offitu undanfarin ár og það koma nánast daglegar fréttir af honum á leið inn og út af meðferðarstofnunum og geðveikrahælum. Það er sorglegt að sjá þessa „lifandi“ goðsögn enda líf sitt á þennan hátt – því verður varla bjargað úr þessu. FÓTBOLTI Einn heitasti leikmaðurinn á leikmannamarkaðnum á Íslandi í dag er framherjinn Grétar Ólaf- ur Hjartarson. Hann hefur leikið með Grindvíkingum undanfarin ár við góðan orðstír en nú vill hann reyna fyrir sér á nýjum víg- stöðvum. Grétar Ólafur var markahæsti leikmaður úrvals- deildar karla fyrir tveim árum síðan en missti af nánast öllu tímabilinu í fyrra vegna meiðsla. Hann kom síðan sterkur til leiks í sumar, skoraði 11 mörk og nældi sér í silfurskóinn. „Það er allt opið hjá mér,“ sagði Grétar Ólafur í samtali við Frétta- blaðið í gær en fjöldi liða hefur spurst fyrir um hann í sumar. „Það er nóg í gangi en ekkert sem ég get þó sagt nákvæmlega frá í augnablikinu. Ég get þó sagt að ég er á leið til reynslu hjá ensku 2. deildarfélagi og sænsku úrvals- deildarliði.“ Fyrir utan þessi tvö lið þá hafa komið fyrirspurnir frá fleiri lönd- um sem og að nokkur íslensk fél- ög hafa nú þegar haft samband við Grétar og óskað eftir því að fá hann að samningaborðinu. „Stefn- an hjá mér er að fara út þótt það sé fínt að vera á Íslandi. Ég er orð- inn 27 ára gamall og ekki yngist maður. Ég tel mig vera nógu góð- an til að fara út og vonandi geng- ur þetta eftir hjá mér,“ sagði Grétar og bætti við að helst lang- aði hann til þess að spila á Englandi. Grétar hefur áður reynt fyrir sér í atvinnumennsku með skoska félaginu Stirling Albion og síðan spilaði hann eitt ár með norska félaginu Lilleström en hann komst ekki í lið hjá þeim og var lánaður til Landskrona. Eftir eins árs dvöl í Noregi kom hann heim aftur og hann er ekki spenntur fyrir því að spila aftur í Noregi. „Mér finnst persónulega meira spennandi að spila á Íslandi en að vera úti í Noregi. Norski boltinn heillar mig engan veginn. Hann er leiðinlegur og snýst um lítið annað en kýlingar. Ég myndi hugsanlega íhuga að fara til Noregs ef ég væri 1,97 metrar á hæð,“ sagði Grétar og hló. „Ég er mun spenntari fyrir því að spila í Svíþjóð enda mun skemmtilegri fótbolti spilaður þar.“ henry@frettabladid.is Í HARÐRI BARÁTTU Grétar Hjartarson vonast til að komast í atvinnumennsku á næstu vikum. Hann er hér í baráttu við Fylkismanninn Þórhall Dan Jóhannsson sem er með lausan samning, rétt eins og Grétar Ólafur, og hefur ekki enn lýst því yfir hvort hann ætli sér að halda áfram eða leggja skóna á hilluna. Langar til Englands Framherjinn Grétar Ólafur Hjartarson er á leið til reynslu hjá ensku og sænsku félagi. Íslensk félög hafa einnig verið í sambandi við hann.■ ■ LEIKIR  19.15 Valur tekur á móti KA/Þór í Valsheimilinu í 1.deild kvenna í handknattleik. ■ ■ SJÓNVARP  15.05 Trans World Sport á Stöð 2. Íþróttir um allan heim.  16.10 Ólympíuleikar fatlaðra á RÚV.  17.10 Olíssport á Sýn. Fjallað um helstu viðburði heima og erlendis.  18.25 US PGA Tour 2004 á Sýn. Sýnt frá Deutsche Bank-mótinu í golfi.  19.20 Deportivo og Valencia á Sýn. Beint frá leik í spænsku deildinni.  21.20 AC Milan og Messina á Sýn. Útsending frá leik í ítölsku deildinni.  23.00 Olíssport á Sýn. Fjallað um helstu viðburði heima og erlendis.  23.15 Ólympíuleikar fatlaðra á RÚV.  00.15 Landsbankadeildin á Sýn. Föstudaginn 24. september nk. mun Íbúðalánasjóður halda hinn árlega skipulagsdag með starfsfólki sínu. Sjóðnum verður því lokað á hádegi þann dag, kl. 12.00, vegna fundahalda. Viðskiptavinir eru beðnir velvirðingar á hugsanlegum óþægindum vegna þessa. Opnað verður aftur mánudaginn 27. september samkvæmt venjulegum opnunartíma. Verið velkomin. Borgartúni 21 105 Reykjavík Sími: 569 6900 - 800 6969 Fax: 569 6800 www.ils.is LOKAÐ EFTIR HÁDEGI Á FÖSTUDAG EINAR LOGI VIGNISSON LEIKIR GÆRDAGSINS 1. DEILD KVENNA Í HANDBOLTA Víkingur–Haukar 25–31 FH–Stjarnan 34–34 ÍBV–Fram 28–15

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.