Fréttablaðið - 22.09.2004, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 22.09.2004, Blaðsíða 33
MIÐVIKUDAGUR 22. september 2004 Það eru jólin hjá milljónum Stjörnustríðsaðdáenda úti um allan heim þessa dagana en í gær komu fyrstu þrjár Star Wars-myndirnar, Star Wars: A New Hope, The Emp- ire Strikes Back og The Return of the Jedi, út á DVD í fyrsta skipti. Það er óhætt að fullyrða að engrar DVD-útgáfu hefur verið beðið með jafn mikilli eftirvæntingu enda vandfundinn jafn þéttur, ákafur og trúr aðdáendahópur og Stjörnu- stríðsnördarnir. Heilinn á bak við Stjörnustríð- in, George Lucas, hefur tæplega þriggja áratuga reynslu af því að fóðra þennan hóp á því sam hann hungrar í og kann öðrum betur að fá liðið til að kaupa kvikmynda- tengdan varning. Það eru ekki nema nokkur ár síðan hann gaf þessar þrjár myndir út í endur- bættum útgáfum á myndbandi en þrátt fyrir það efast hvorki hann né markaðsdeildin hans um að þessar sömu myndir muni rokseljast á DVD. Ómótstæðilegt aukaefni Ástæðurnar eru einfaldar en í fyrsta lagi er Mátturinn auðvitað með Lucas og fáir geta staðist þessar sígildu myndir í endur- bættum útgáfum í DVD-gæðum og svo er Lucas auðvitað ekkert illmenni eins og Keisarinn í myndunum og dekrar þess vegna við hirð sína með því að fleygja aukadiski með þessu DVD-safni en þar hefur hann hlaðið fjórum klukkustundum af aukaefni og alls konar góðgæti. Heimildarmyndin Empire of Dreams er það sem ber hæst á þessum diski en þar er á ferðinni tveggja og hálfrar klukkustundar löng heimildarmynd um þríleik- inn, sköpunarsagan sem hófst upp úr 1970 er sögð frá upphafi og við fáum að kynnast Lucas og hug- myndahiemi hans. Sjálfur lét hann sig auðvitað ekki dreyma um að Star Wars yrði að þessu magn- aða fyrirbæri í meningarsögunni og ætti eftir að leggja grunninn að stórveldi hans. Þá fáum við einnig að heyra í ýmsu lykilfólki í þessu mikla ævin- týri, farið er ofan í saumana á per- sónum og leikendum og hönnunar- sögu geislasverðanna sem urðu draumur hvers ungmennis eftir 1977. Sverðin eru svo heillandi að vitað er til þess að nokkur fjöldi Stjörnustríðsnörda lagði fyrir sig háskólanám í eðlisfræði í þeim til- gangi einum að læra að búa sér til alvöru-geislasverð. Rúsínan í þess- um feita pylsuenda er svo smá inn- sýn sem Lucas veitir okkur inn í Episode III sem er væntanleg í bíó í vor. Eftirvæntingin eftir þessum lokakafla Stjörnustríðsbálksins er yfirþyrmandi en þetta sýnishorn slær varla á spenninginn enda miklu frekar hugsað til þess að magna hann enn frekar. Hvert mannsbarn þekkir auð- vitað söguþráð Stjörnustríðs- myndanna þannig að það er óþarfi að tíunda hann hér og þrátt fyrir að stór hluti heimsbyggðarinnar kunni þessar þrjár myndir utan að munu þær örugglega reykspóla í DVD-spilurum út um allan heim næstu árin. thorarinn@frettabladid.is Dýrð Máttarins á DVD SVARTHÖFÐI Það er engin spurning að þetta er ein flottasta innkoma nokkurs skúrks í samanlagðri kvikmyndasögunni. Fólk tók andköf þegar Svarthöfði birtist í byrjun Episode IV umkringdur stormsveitarmönnum sínum. Svarta gríman er andlit illskunnar, djúp rödd- in var eitruð og andarteppan hræðileg. HANS ÓLI Íslandsvinurinn Harrison Ford er senuþjófur þríleiksins en naut þess að vísu að Han Solo, eða Hans Óli eins og hann hét í Nýja bíói á árum áður, var ein skemmtilegasta persóna myndanna. BIÐIN Á ENDA Íslenskir Star Wars-nördar lögðu á sig margra klukkustunda bið til þess að verða fyrstir til að fá nýja DVD-pakkann í hendurnar. Þeir voru mættir fyrir utan verslun BT síðdegis á mánudag og biðu miðnæturopnunar með óþreyju. Perfect Akureyri 15% afsláttur Ísbú›in Álfheimum tveir fyrir einn flri›jud. og mánud. Ísbú›in Kringlunni tveir fyrir einn flri›jud. og mánud. mangó Keflavík 15% afsláttur park 15% afsláttur tex mex 20% afsláttur COS 15 % afsláttur Kiss Kringlunni 15 % afsláttur Bíókorti› - frítt í bíó, áunni› á vissum tímabilum Sérkjör hjá Bónusvideo 250 kr. spólan †mis tilbo› frá BT Pizza 67, Háaleitisbr., pizza me› 2 áleggs teg. + brau›st. (sótt) á 990 Xs Kringlunni 15% afsláttur Perlan Keflavík 15% afsláttur af öllu mótor 15% afsláttur Blaðbera tilboð 2 fyrir 1 Ísbú›in Kringlunni og Ísbú›in Álfheimum Bla›beraklúbbur Fréttabla›sins er fyrir duglegasta fólk landsins. Allir bla›berar okkar eru sjálfkrafa me›limir í klúbbnum og fá tilbo› og sérkjör hjá mörgum fyrirtækjum. Vertu me› í hópi duglegasta fólks landsins. Ísbú›in Álfheimum og Ísbú›in Kringlunni b‡›ur bla›berum Frétt ehf. 2 fyrir 1 af ísum mánudaga og flri›judaga. Tilbo› fæst a›eins afgreitt gegn framvísun pakkami›a.Flugvélalaus King Kong Peter Jackson, leikstjóri The Lord of the Rings, hefur ráðið sérfræð- ing í flugumferð til að koma í veg fyrir að flugvélar villist inn í tök- ur á nýjustu mynd sinni, King Kong. Tökurnar fara fram á Nýja- Sjálandi en myndin gerist áður en farþegaflugvélar urðu tíðir gestir í háloftunum. Til að sleppa við að taka rándýr atriði aftur vegna flugumferðar ákvað hann því að ráða sérstakan mann til að fylgj- ast með himingeimnum. King Kong er væntanleg í kvikmynda- hús á næsta ári. ■ ■ DVD ■ KVIKMYNDIR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.