Fréttablaðið - 25.09.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 25.09.2004, Blaðsíða 2
2 25. september 2004 LAUGARDAGUR Sveitarfélög: Átta milljarða tap á tveimur árum SVEITARSTJÓRNARMÁL Sveitarfélögin voru rekin með tæplega þriggja milljarða króna halla á síðasta ári. Þetta kemur fram í bráðabirgða- niðurstöðu Sambands íslenskra sveitarfélaga sem byggir á árs- reikningum frá 94 sveitarfélög- um. Sveitarfélögin voru rekin með rúmlega fimm milljarða halla árið 2002. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður samandsins, segir að taka verði á þessum vanda. ,,Í ný- legri viljayfirlýsingu Sambands íslenskra sveitarfélaga, félags- málaráðuneytisins og fjármála- ráðuneytisins er þessi vandi við- urkenndur og það er nefnd að störfum sem á að skila tillögum til úrbóta.“ Hann segir að sveitar- félög hafi það verst þar sem íbú- um fækkar, enda minnki þá út- svarið, sem sé einn helsti tekju- stofn þeirra. ,,Þetta á sérstaklega við um millistóra þéttbýlisstaði á landsbyggðinni sem þurfa að halda uppi viðunandi þjónustu. Framlög hafa verið aukin undan- farin ár en það dugar ekki vegna aukinna verkefna.“ ■ Guðni starfandi forsætisráðherra Meirihluti ríkisstjórnarinnar er í útlöndum. Björn Bjarnason er starf- andi utanríkisráðherra en óvissa er um hver leysi fjármálaráðherra af hólmi, sem sjálfur leysir utanríkisráðherra af í New York. STJÓRNMÁL Guðni Ágústsson er starfandi forsætisráðherra í forföll- um þeirra Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra og Davíðs Odds- sonar, staðgengils hans í ríkis- stjórninni. Þetta er í fyrsta skipti sem Guðna hlotnast þessi heiður. „Mér finnst sólin eins og jörðin eins þrátt fyrir þetta. Ég ætla að hugsa vel um þjóðina eins og alla aðra daga“, sagði Guðni Ágústsson, starfandi forsætisráðherra, og gerði lítið úr þessari upphefð. Halldór Ásgrímsson forsætis- ráðherra, sem að öllu jöfnu leysir utanríkisráðherra af hólmi, er í París, en Davíð Oddsson er staddur í Slóveníu. Geir H. Haarde fjár- málaráðherra er staddur í New York þar sem hann flytur ræðu Davíðs sem starfandi utanríkisráð- herra. Björn Bjarnason dómsmála- ráðherra er því starfandi utanríkis- ráðherra hér á heimavígstöðvun- um á meðan Halldór er úti, gerist þess þörf að leysa utanríkisráð- herra af. Þegar Geir Haarde kemur heim verður hann svo starfandi dómsmálaráðherra í stað Björns, sem er vanhæfur til að skipa hæstaréttardómara. En hver er þá starfandi fjár- málaráðherra? „Sturla Böðvarsson“ var svarað í fjármálaráðuneytinu. Þegar bent var á að Sturla væri far- inn á menningarkynningu til París- ar var Árni Mathiesen sjávarút- vegsráðherra nefndur til sögunnar. Árni er raunar staddur í Bandaríkj- unum og ekki væntanlegur fyrr en um miðja næstu viku. Fátt varð um svör þegar bent var á þetta. Engan skyldi því undra að bekk- urinn skuli hafa verið þunnskipaður á ríkisstjórnarfundi í gær. Aðeins sex ráðherrar, eða helmingur, voru mættir en af þeim héldu þrír til Keflavíkur að fundi loknum. Hall- dór Ásgrímsson, Sturla Böðvarsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir verða öll viðstödd menningarkynn- ingu í París sem hefst á mánudag. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráð- herra var fjarverandi en þó á land- inu og því ekki viðstödd útnefningu sína sem samstarfsráðherra Norð- urlanda. Hún heldur utan síðdegis á þriðjudag. Ekkert fararsnið til útlanda er á Árna Magnússyni, Jóni Kristjáns- syni, Sigríði Önnu Þórðardóttur og Birni Bjarnasyni svo vitað sé. Guðni og Björn halda um stjórn- taumana í forsætis- og utanríkis- ráðuneytum gerist þess þörf. „Gam- all draumur að rætast,“ sagði reyndur embættismaður, þó aðeins um stundarsakir. a.snaevarr@frettabladid.is FÉLL TIL JARÐAR Maður var fluttur á slysadeild eftir að hann féll átta metra til jarðar af þaki nýbyggingar við Lága- fellsskóla í Mosfellsbæ í gær- morgun. Maðurinn var að bjarga verðmætum frá foki þegar hann féll á gróna jörð. Meiðsl hans reyndust ekki al- varleg og hann fékk fljótt að fara heim af slysadeild. SLUPPU MEÐ SKRÁMUR Öku- maður og farþegar bíls sluppu með skrámur þegar bíll þeirra fór út af veginum í Skötufirði í Ísafjarðardjúpi. Bílnum var ekið um svæði þar sem verið er að vinna við veginn. Aðstæður til aksturs eru slæmar enda hefur mikið rignt síðustu daga og hefur vegurinn látið á sjá. ■ EVRÓPA ■ LÖGREGLUFRÉTTIR „Nei, það þarf bara að þrífa það reglulega.“ Haraldur Pétursson tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í torfæru á dögunum. SPURNING DAGSINS Haraldur, er plast á sófasettinu heima hjá þér? FJÖLMIÐLAR GEGN HRYÐJUVERK- UM Vladimír Pútín, forseti Rúss- lands, hvatti fjölmiðlamenn í ræðu til þess að beita fjölmiðlum sínum gegn hryðjuverkum. „Sem fagmenn ættuð þið að þróa vinnuaðferðir sem gera fjölmiðla markviss tæki í baráttunni gegn hryðjuverkum,“ sagði hann. ENDURBYGGJA SENDIRÁÐIÐ Kín- verjar hafa ákveðið að byggja nýtt sendiráð í Belgrad í Serbíu í stað þess sem skemmdist í loft- árás Atlantshafsbandalagsins á Serbíu 1999. Kínverjar héldu því fram á sínum tíma að ráðist hefði verið á sendiráðið að yfirlögðu ráði en Bandaríkjamenn sögðu árásina mistök. RÍKISSTJÓRN Gamall draumur Björns og Guðna rætist tímabundið. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N JEAN-PAUL RAFFARIN Hittir Halldór að loknum kosningum. Halldór Ásgrímsson: Hittir franskan starfsbróður STJÓRNMÁL Halldór Ásgrímsson for- sætisráðherra mun á mánudag eiga fund með Jean-Paul Raffarin, for- sætisráðherra Frakklands. Sama dag mun Halldór verða viðstaddur opnun viðamikillar Íslandskynn- ingar á sviði vísinda og menningar. Fundur Halldórs og Raffarins verður í Hotel Matignon, embætt- isbústað franska forsætisráðherr- ans. Þess má geta að kosningar eru til öldungadeildar franska þingsins á sunnudag og er Raffarin í fram- boði. Auk Halldórs verða tveir aðrir ráðherrar, Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir og Sturla Böðvarsson, við- staddir opnun kynningarinnar. ■ Geir H. Haarde hvatti til breytinga á starfsemi Sameinuðu þjóðanna: Fleiri ríki í öryggisráðið STJÓRNMÁL Nota verður tækifærið sem umræður um umbætur á starfsemi Sameinuðu þjóðanna gefa til að tryggja að öryggisráðið verði skilvirkara og endurspegli betur aðildarríki Sameinuðu þjóð- anna, sagði Geir H. Haarde, starf- andi utanríkisráðherra, þegar hann ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Í ræðu sinni hvatti Geir til þess að Brasilía, Indland, Japan og Þýskaland fengju fast sæti í ör- yggisráðinu. Hann sagði ekki síð- ur mikilvægt að tryggja að Afríka ætti fast sæti í öryggisráðinu. Geir lagði jafnframt áherslu á að smáríki hefðu áhrif á starfsemi Sameinuðu þjóðanna. Hann sagði það ekki aðeins spurningu um við- urkenningu á fullveldi smáríkja heldur einnig nauðsynlegt til að tryggja að tekið yrði tillit til við- horfa og aðstæðna smáríkja í al- þjóðasamfélaginu. Geir minnti enn fremur á framboð Íslendinga til öryggisráðsins. ■ VILHJÁLMUR Þ. VILHJÁLMSSON Formaður Sambands íslenskra sveitar- félaga. Bindur vonir við nýlegt samkomu- lag við ríkisvaldið. Umfangsmikið fíkniefnamál: Farið fram á framsal FÍKNIEFNI Lögreglan hefur farið fram á það við hollensk yfirvöld að Íslendingur sem tengist um- fangsmiklu fíkniefnamáli verði framseldur til landsins. Ásgeir Karlsson, yfirmaður fíkniefna- deildar lögreglunnar í Reykja- vík, segir ekki enn ljóst hvort orðið verði við beiðninni. Maðurinn var handtekinn í Hollandi á föstudaginn fyrir rúmri viku. Á mánudaginn var annar Íslendingur handtekinn í Hollandi en hann var með mikið magn fíkniefna heima hjá sér. Ekki liggur fyrir hvort lögregl- an muni fara fram á framsal hans en hún er að skoða hver þáttur hans er í málinu. Upphaf málsins má rekja til þess þegar þrjú kíló af am- fetamíni og nokkuð af kókaíni fannst í vörusendingu í Detti- fossi í mars. Í framhaldinu fannst mikið magn af am- fetamíni í vörusendingu í skip- inu í júlí. Heimildir blaðsins herma að það hafi verið um átta kíló. ■Yfirlýsing um umsögn Hæstaréttar: Samin í tölvu Jóns Steinars HÆSTIRÉTTUR Yfirlýsing þar sem gagnrýnd er umsögn meirihluta Hæstaréttar um Jón Steinar Gunnlaugsson, sem er einn um- sækjanda um stöðu hæstaréttar- dómara, var samin í tölvu Jóns Steinars sjálfs. Þetta kom fram í fréttum Sjónvarps í gær. Í samtali við Sjónvarpið sagð- ist Jón Steinar ekki hafa samið yfirlýsinguna en hugsanlega hefði einhver notað tölvuna hans til þess. Helgi Jóhannesson, einn stuðningsmanna Jóns Steinars, staðfesti þetta við Sjónvarpið og sagðist sjálfur hafa samið yfirlýs- inguna ásamt fleiri lögmönnum. Jón Steinar hefði hvergi komið nærri. ■ STJÓRNMALASAMBAND STAÐFEST Geir H. Haarde undirritar samning um stjórnmálasamband milli Íslands og Gíneu-Bissá í New York, ásamt utanríkisráðherra Gíneu-Bissá. LAUS ALLRA MÁLA Ákærur á hendur Ahmad Chalabi vegna fjársvika hafa verið felldar niður. Dómari komst að þeirri niður- stöðu að ekki væru nægar sannan- ir fyrir hendi til að halda málinu áfram. Chalabi naut lengi stuðn- ings Bandaríkjastjórnar en féll í ónáð fyrir nokkrum misserum. ■ ÍRAK Svíþjóð: Niðurskurður í hernum STOKKHÓLMUR, AP Svíar hafa ákveðið að fækka hermönnum sínum um fjórðung og loka þriðjungi herstöðva sinna fyrir árslok 2007. Á sama tíma á að breyta hernum þannig að meg- inmarkmið hans verði friðar- gæsla í útlöndum en ekki land- varnir. Í dag eru 20 þúsund hermenn og óbreyttir borgarar á launa- skrá hjá hernum. Þeim verður fækkað um fimm þúsund. Á móti kemur að Svíar stefna að því að geta sent 2700 hermenn til starfa í útlöndum eftir tvö ár, nú eru um þúsund sænskir her- menn við friðargæslu á Balkanskaga og í Afríku. ■ RÁÐIST Á SENDIRÁÐ Sænskir andstæðingar stríðsins í Írak unnu skemmdir á danska sendi- ráðinu í Stokkhólmi. Gluggar voru brotnir og rauðri málningu slett á veggi sendiráðsins og inn um brotna glugga í mótmæla- skyni við stuðning danskra yfir- valda við innrásina í Írak. ■ NORÐURLÖND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.